Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.08.1988, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 17.08.1988, Blaðsíða 3
Iðnaóarráðhetra á férð í Firðinum Iðnaðarráðherra, Friðrik Sophusson, heimsótti Hafnarfjörð í síð- ustu viku. Kynnti hann sér starfsemi tveggja fyrirtækja, Glerborgar og Prisma, ennfremur sat hann fund með trúnaðarmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði og Garðabæ. Með iðnaðarráðherra í heim- sókninni voru aðstoðarmaður hans, Guðrún Zoéga, Salome Þorkelsdóttir þingmaður, enn- fremur bæjarfulltrúar og varabæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Myndin hér að neðan er tekin í Glerborg, en þar sýndi Anton Bjarnason, forstjóri Glerborgar, ráðherranum framleiðslu sfna. Lengst til hægri er Salome Þor- kelsdóttir. A milli ráðherrans og hennar er Sólveig Ágústsdóttir bæjarfulltrúi. Kafnstofan opnu Eigendur Fjörunnar, þeir Harrý Þór Hólmgeirsson og Victor Strange, hafa tekið að sér til reynslu að reka kaffistofuna í Hafnarborg. Munu þeir reka stofuna til reynslu næstu þrjá mánuði. Kaffistofan verður opin á sömu tímum og húsið sjálft, en það er opið um þcssar mundir á sömu tímum og Skákþing Islands stendur yfir, eða frá kl. 18 á kvöldin og fram undir miðnætti til 27. ágúst n.k. Að sögn Harrýs Þórs hófu þeir Nóg pláss er í kaffistofunni í félagar rekstur kaffistofunnar Hafnarborg og má bæta við stól- laugardaginn 30. júlí sl. Á boð- um og borðum eftir þörfum að stólunum þar er kaffi, auk þess sögn Harrýs. Hann hvatti að lok- expressó-kaffi, kökur og smurt um Hafnfirðinga til að koma og fá brauð. Hann sagði að frekar sér kaffisopa og nota tækifærið til rólegt hefði verið á kaffistofunni að skoða húsið og listaverkin sem framan af, kannski hefði Hafn- þar prýða veggi. Það eru tæplega firðingum ekki verið nægilega vel 100 listaverk í eigu Listasafns kunnugt um reksturinn. Hafnarborgar. KOMPAN: SAMNINGAR UM SKÓLAAKSTUR Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að leita samninga við lægstbjóðanda í skólaakstur á komandi skólavetri. Lægstbjóðandi er Pálmi Larsen, Hjallabraut 19. KAPLAKRIK11 FJARLÆGT FH hefur farið fram á það við bæjaryfirvöld, að húsið Kapla- kriki 1, sem FH hefur haft til afnota, verði fjarlægt. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nýverið að láta fjarlægja húsið. ÁFENGI OG SPILAKASSAR Bæjarfógeti sendi bæjaryfir- völdum nýverið tvö bréf. í öðru eru sendar til umsagnar beiðnir tveggja aðila um vínveitingar- leyfi. f hinu er fjallað um beiðni um áframhaldandi leyfi til starf- rækslu fimm leiktækjakassa. Beiðnir um vínveitingaleyfin eru annars vegar frá aðstandenum Fjörunnar, en þeir fara fram á endurnýjun leyfis. Hitt er frá eig- anda „Matreiðsluskólans okkar“, Hilmari B. Jónssyni, en hann fer fram á veitingu leyfis. Flóamarkaður Kona óskast til að koma heim og gæta tveggja ára drengs alla virka daga frá kl. 8-17, frá og með 1. september n.k. Uppl. í síma 53227. íbúð óskast. Eldri kona óskar eftir lítilli íbúð á leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Uppl. í síma 52484 eftirkl. 17. laugardaga 809-1809 sunnudaga 1109.1809

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.