Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 30.11.1988, Blaðsíða 7
Guðmundur Jónsson. Ragnar Jónsson. Guðmundur og Ragnar lentu í stórum hópi landsmanna, sem mátti sjá af hlutdeild í 15 milljón króna lottóvinningnum um síðustu helgi. Þeir geta ekki einu sinni státað af aukavinningi, því hvorugur hafði nokkra tölu rétta. Væntanlega eru þeir heppnari í einhverju öðru. Ragnar taldi þetta þó ekki mikið mál, virtist vanur því að sjá af stóru vinningunum. Hann kvaðst ætla að koma með nýjar tölur, „allar stakar" sagði hann. Þær eru: 3-6-17-19-20-31-33 Guðmundur gaf sér tíma til að hugsa nýjar tölur, þvf hann taldi þær gömlu handónýtar. Þegar hringt var heim til hans til að grennslast fyrir um nýju tölurnar, svaraði Ásgeir sonur hans og hafði tölur föður síns á blaði. Þær eru: 3-6-10-14-22-25-31. Ásgeir sagði aðspurður, að tölurnar væru flestar út í loftið, reyndar væri ein þeirra happtalan sín og önnur föður hans. Happatala Ásgeirs er 3, en Guðmundar 6. Tilviljanirnar í talnasamsetningu geta verið einkennilegar, því Ragnar er einmitt með þessar sömu tölur, þ.e. 3 og 6, reyndar einnig 31. Þrjár tölur eins og þó potturinn verði kannski ekki eins stór um næstu helgi og þá síðustu, dregur það ekki úr spennunni hjá okkur í „happ“-firðingaleiknum. Kvennaathvarfiö styrkt Það var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi, að veita Kvennaathvarfinu í Reykjavík nú þegar 200 þúsund krónur sem styrk frá bæjarfélaginu. Það voru fulltrúar meirihlut- e UUMFEROAR ~ F >RÁD 9 ans, sem lögðu fram tillögu þessa efnis. Til nokkurra orðaskipta kom vegna máls þessa. Fulltrúar minnihlutans lýstu yfir stuðningi við málið, en kvörtuðuyfir því, að málið hafði ekki verið lagt fyrir bæjarráðsfund þá fyrr um daginn. Sögðu minnihlutafulltrúarnir, sem tjáðu sig um málið, að þeir hefðu með glöðu geði gerst með- flutningsmenn, ef þeim hefði gef- ist kostur á því. Tillagan var síðan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa. DEKKIÐ Reykjavíkurvegi 56 Sími 51538 Nú er tími vetrardekkjanna Bjóóum úrval af nýjum dekkj- um ásamt sóluðum Noródekk Vanir menn. Ó, ÞÚ HÝRIHAFNARFJÖRÐUR:______________________________ „Hafnfirðingar lifa hátf Ekki var ætlunin, að hagyrðingaþátturinn okkar dagaði uppi. Þann- Þættinum barst einmitt ein slík igfórþó,aðþegargrípaáttiínæstufyrrípartaáritstjórninni,hafðiein- frá hagyrðingi, sem kýs að nota hver tekið sig til og komið þeim fyrir kattarnef. Ekki var það þó vegna skáldanafnið Granni. Hún ber þess, að fyrripartarnir væru taldir illa nothæfir, heldur urðu örlög yfirskriftina „Kreppuvísa" og er skáldskaparins að víkja í hreinsunarátaki á staðnum. svohljóðandi: Við biðjum sendendur velvirð- vísur, eftir hentisemi og því sem ingar og hvetjum þá til að senda hugur stendur til. Gaman væri að okkur línu á ný. Éinnig hvetjum þær fjölluðu um líðandi stund og við alla hagyrðinga til að senda það sem efst er á baugi í Firðin- okkur fullskapaðar stökur og um. Aðrir landsmenn eiga bágt og fara bara á „fittið“. En Hafnfirðingar lifa hátt og far‘ í Rafha í „hittið“. Verðlaunasamkeppni um ritgerð: ísland og Nato, fríður og frelsi í tilefni af fjörtíu ára afmæli Atlantshafsbandalagsins hinn 4. aprfl n.k. hafa Varðberg, Félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu og SVS, Samtök um vestræna samvinnu, ákveðið að efna til samkeppni meðal ungs fólks um rítgerð, sem fjalli um efnið „ísland og Nato, friður og frelsi.“ Reglur samkeppninnar eru eftirfarandi: 1. Höfundarséuáaldrinum 16-25 ára. 2. Ritgerðin sé ekki styttri en sem svarar þremur venjulegum vél- rituðum síðum, (hún þarf ekki að vera vélrituð). 3. Ritgerðir séu merktar dulnefni eða númeri og sendist í um- slagi, þannig árituðu: Ritgerð- arsamkeppni, Varðberg, póst- hólf 28, 121 Reykjavík. Inni í umslaginu sé auk ritgerðarinn- ar annað umslag, lokað, og í því upplýsingar um höfund, heimilisfang hans og símanúm- er. 4. Ritgerðir í samkeppninni þarf að póstleggja fyrir 1. febrúar 1989. 5. Þriggja manna dómnefnd, skipuð af stjórnum Varðbergs og SVS, veitir þrenn verðlaun fyrir bestu ritgerðir, að áliti hennar. 6. Verðlaunin eru fjögurra til fimm daga ferð til höfuðstöðva Atlantshafsbandalagsins í Brússel. Verðlaunahafarnir þrír munu fara saman í fylgd fararstjóra vorið 1989. 7. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 10015. (Fréttatilkynning) Nýr húsvörður í Flensborg Þá er aö greina frá kjörí bæjarstjórnar á síðasta fundi hennar um nýjan húsvörð í Flensborgarskóla. Það var samhljóða tillaga skóla- mcistara og skólanefndar sem hlaut samþykki bæjarstjórnar. Ragnar Sigurðsson, Krókahrauni 8, Hafnarfirði, var því kjörinn með 11 samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. Um stöðuna sóttu níu aðilar. Teppahreinsun Leigjum út léttar og kraftmiklar teppa- hreinsivélar. Pantið tímanlega íyrir jól. Upplýsingar í síma 54979. 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.