Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.02.1989, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 23.02.1989, Blaðsíða 5
FMRDtt pösturmn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ AUGLÝSINGASTJÓRI: ANNA ÓLAFSDÓTTIR ÍÞRÓTTIR: HLYNUR EIRÍKSSON DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERT ÁGÚSTSSON ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN PRENTVINNSLA: BORGARPRENT SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN). Sorpumræðan í msli Hún er orðin nokkuð skondin umræðan um staðsetningu svo- nefndrar „böggunarstöðvar" Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins b/ s. Eftiröll lætin í Árbæjarhverfi í Reykjavík bauð bæjarstjórinn í Hafn- arfirði Davíð að leysa vandann, enda sagði hann nóg svæði utan- byggðar í Hafnarfirði undir eitt slíkt hús. Síðan var málum komið þannig fyrir, að stjórn Sorpu (skammstöfun tæknimanna bæjafélaga á Sorpeyðingarstöö höfuðborarsvæðsins b/s) muni senda bæjarráði óformlegafyrirspurn á bæjarráðsfund í dag. Fyrirspurnin verður í því formi, hvort Hafnarfjarðarbær sjái sér fært aö íhuga, hvort lóð sé að fá undirstöðina í Hafnafirði. Lóö í Hellnahrauni Faglega gert, og má þá alltaf skjóta sér undan, ef Hafnfirðingar fara að láta illa, eins og Reykvíkingar gerðu í Árbæjarhverfi. Fjarðarpóst- urinn kannaði málið í gær. Innan embættismannakerfisins hefur þessi „hugsanlega" lóðarúthlutun verið könnuð. Skipulagsstjóri segir í við- tali í blaðinu í dag, að „lóðin“, sem hugsuð hefur verið til þessara nota, sé í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá fyrirhugaðri byggð á Hval- eyrarholti, rétt hjá Stálfélagslóðinni. Gaman verður að fylgjast með, hvernig bæjarráð snýr sig út úr „fyrirspurninni" í dag. Að fenginni reynslu, spáir Fjarðarpósturinn því, að í fundargerð bæjarráðs verði ritað: „Bæjarstjóra, í samvinnu við bæjarverkfræðing, falið að athuga málið.“ - Það skýrist á sama tíma og þetta blað verður í dreifingu um miðjan dag. Flýtum okkur hægt Pað er kannski ekki svo merkilegt, en athygli vert, hversu gífurlegur áhugi er á landsvæðum Hafnarfjarðar, utan byggðar. Nýverið var - og á mjög hagkvæman hátt - komið fyrir æfingarsvæði fyrir Skotfélag Hafnarfjarðar, rétt við Krísuvíkurveg. Fjarðarpósturinn greinir frá í baksíðufrétt í dag hugmyndum um uppsetningu bifreiðaíþróttavallar þar í grennd. Þá höfum við tvöföldum álversins framundan og nú síð- ast eiga Hafnfirðingar að leysa vanda Davíðs vegna „böggunarstöðv- ar“. - Kannski væri ráð að íhuga aðeins gang mála, áður en við fáum beiðnir um enn fleiri og stærri framkvæmdir. Sléttun stórra svæða í hrauninu er nokkuð, sem ekki verður aftur tekið. „Böggunarstöðin“ ekki verst Eflaust er „böggunastöðin" ekki stærsta vandamálið, sem við gæt- um leitt yfir okkur. - En hvað verður um urðun afraksturs hennar, þegar henni hefur verið plantað niður innan bæjarmarkanna. Bestu staðir til urðunar í dag eru taldir á Kjalarnesi og þar í grennd, að sögn sérfróðra manna. Með staðsetningu hér í bæ verður þrýstingur á staöarval í nágrenni Hafnarfjarðar eflaust ágengari, þ.e. vegna flutningskostnað- ar. sem Davíð hefur sérstaklega gert að umræðuefni í tengslum við staðsetningu í Hafnarfirði. - Það yrði stórslys, ef Hafnfirðingar sam- þykkja, í framhaldi af staðsetningu stöðvarinnar í Hellnahrauni, að urðun fari fram í Krísuvíkurlandi. - Þá væri betur heima setið en af stað farið. - Látum Davíð fremur nota Reiðhöllina undir „böggunarstöðina" sína. - Það gæti verið góð lausn, jafnvel sú besta, einnig fyrir borgar- stjórn Reykjavíku. -Rættvið Má Pétursson, bæjarfógeta, um tollstjóm, „Síberíuvisf reykvískra tollvaröa, viðskipti viÖfjárniálaráðhefra, síöbúiÖ Þorrablóto.fl.: A DÖFINNIIHAFNARBORG: Tollstjómin heim eftir mikið þóf í!Í!3?5konur Hafnarfjörður er næststærsta tollhöfn landsins og ört vaxandi. Fjöldi tollafgreiðslna meira en áttfaldaðist á árunum 1981 til 1988, úr 4.352 afgreiðslum árið 1981 í 35.070 1988. Hafnarfjörður er nú stærri en allar aðrar tollhafnir utan Reykjavíkur samanlagt og líklega eina tollhöfn landsins, þar sem innflutningur óx á síðasta ári, en hér fjölgaði afgreiðslum um rúmlega 11% meðan innflutningur til landsins í heild minnkaði. Síðustu árin hafa verið mikil átök milli yfirvalds tollgæslu á landinu, - sem staðsett er í Reykjavík - og tollgæslunnar í Hafnarfirði. Nú sér fyrir endann á þeim deilum með viðurkenningu ráðuneytis á valdsviði tollstjóra umdæmisins, bæjarfóge*- •, honum er nú fengið á ný það vald í hendur að ráða í stöður og stjórna. Á sama tíma er deilt um húsnæði til handa tollgæslunni í Firðinum og blandast þær inn í stöðu annarra stofnana í bænum. Vegna nýfenginnar viðurkenn- ingar á tollstjóraembættinu í Firð- inum náði Fjarðarpósturinn fyrr í vikunni tali af Má Péturssyni, bæjarfógeta. Þeirsem þekkjaMá, vita að honum verður sjaldan orða vant. Blaðamaður vissi af reynslunni, að best væri að gefa honum lausan tauminn, enda ræddi hann stöðu mála vítt og breytt og fer afraksturinn hér á eftir. Már ræddi fyrst almennt um tollgæslumálin í Firðinum og sagði: „Hafníirðingar, bæði þeir sem innflutning eða rekstur stunda, og þeir sem sinna fjármál- um hafnarinnar eða bæjarfélags- ins, hafa fyrir löngu komið auga á hversu mikla þýðingu það hefur að tollafgreiðsla sé hér í lagi. Góð og hröð þjónusta hjá tollinum getur, ásamt góðri hafnaraðstöðu og bættum samgöngum, orðið til þess að fyrirtæki flytji innflutning sinn frá Reykjavík til Hafnar- fjarðar. „Hálfgerð Síberíuvist“ Varðandi málefni tollgæslunn- ar gerði Már fyrst grein fyrir einu af fyrsta embættisverki sínu. Hann sagði: „Það var að rita ráðu- neytinu bréf, þar sem ég gerði til- lögur um fjögur atriði, í fyrsta lagi kerfisbreytingu. Áður voru toll- verðir starfsmenn bæjarfógeta- embættanna á hverjum stað, með sama hætti og til dæmis lögreglan. Fyrir rúmum áratug var sett upp ríkisstofnun sem heitir Tollgæsla íslands, og síðan hafa allir toll- verðir landsins verið starfsmenn hennar. Bæjarfógetar hafa þó áfram verið tollstjórar og hafa haft á hendi daglega stjórnun toll- mála, þar á meðal tollvarða. Toll- gæsla íslands hefur sem sagt lagt bæjarfógetaembættum til toll- verði. Þetta fyrirkomulag hefur reynst gallað. Állir tollverðir hafa fyrst verið ráðnir í Reykjavík. Síðan hafa bæjarfógetarnir þurft að fara bónarveg að Reykjavíkur- valdinu til þess að fá menn. Þeir hafa oftast litlu eða engu um það ráðið hverja þeir fengu. Tollverð- irnir sjálfir hafa stundum litið á það sem hálfgerða Síberíuvist að fara í umdæmin utan Reykjavík- ur. Þeir hafa til dæmis litið það svipuðum augum að fara í Hafn- arfjörð og Danir að vera sendir til Grænlands. Tollverðir hafa verið í þeirri kostulegu aðstöðu að þurfa að þjóna tveimur herrum. Tollgæsl- an í Reykjavík hefur í vaxandi mæli farið að gefa þeim bein fyrir- mæli um dagleg störf, framhjá bæjarfógetunum. Þegar ég tók við, þá var það orðið lítið annað en formsatriði að stíga skrefið til fulls og færa tollinn hér algjörlega undir Reykjavík; gera tolladeild bæjar- fógetaembættisins að útibúi frá Reykjavík. Reykvíkingar vildu sumir helst leggja tollinn hér alveg niður. Ég gerði því ráðuneytinu tvo kosti. Annað hvort yrðu stöður tollvarða færðar undir bæjar- fógetaembættið, sem ég taldi for- sendu þess að geta stjórnað þessu af einhverju viti, eða að ég yrði algjörlega losaður við tollinn. Auðvitað vann ég að því með öll- um ráðum að fá hina raunveru- legu yfirstjórn hingað. Innflytj- endurnir stóðu með okkur. Bæjarstjórnin stóð með okkur sem einn maður. Nú hafa þau tíðindi gerst, að þetta er komið í gegn eftir nær tveggja ára þóf. Fyrir helgina fékk ég bréflega staðfestingu ráðuneyt- isins á þessari kerfisbreytingu. Tvær stöður tollvarða hafa verið fluttar hingað og tvær nýjar stofn- aðar til viðbótar þannig að við bæjarfógetaembættið munu starfa fjórir tollverðir. Það er eftir að ganga frá formsatriðum um það hvernig staðið verður að því að við yfirtökum skipavaktina, sem var flutt algjörlega undir Reykja- vík fyrir fjórum árum. En málið er að öðru leyti í höfn. „Hjálp frá fjárveitinganefnd“ „Annað atriði sem ég fór fram á, var að fá fjölgun stöðugilda toll- endurskoðenda. Starfsskipting á tolladeildinni er þannig, að toil- verðirnir sjá um löggæsluþáttinn og tolleftirlitið, og að rétt sé toll- flokkað, en tollendurskoðend- urnir yfirfara síðan skýrslurnar og sjá um að gjöldin séu réttilega útfærð og útreiknuð, bera farm- bréfin saman við farmskrá og sjá um bókhaldið, gjaldkerastörfin og annað þess háttar. Þetta gekk líka, að fá fjölgun tollendurskoð- enda. Þegar ég gekk á fund fjár- veitinganefndar í haust lagði ég sérstaka áherslu á að fá þessi stöðugildi. Þeir í fjárveitinga- nefnd hjálpuðu mér og bættu þessu inn í fjárlögin. Pappírsflóðið rénar Þriðja atriðið sem ég fór fljót- lega að vinna að, var að tölvuvæða tollinn. Skattstjórinn gerði okkur þann greiða að leyfa okkur haust- ið 1987 að stinga þremur skjám í samband við Skýrsluvélar ríkisins um tengibox skattstofunnar. Hjá Skýrsluvélum er tollskráin, farm- skrárnar og tölvuforritið fyrir toll- akerfið. Það var byrjunin. Núna í október settum við síðan upp full- komið kerfi, höfum tíu skjái tengda við Skýrsluvélar og þar að auki sérstaka vél með eigin hug- búnaði, sem tekur við disaim, þannig að innflytjendur þurfa ekki lengur að koma með papp- íra. Þeir geta komið með tölvu- diska og gera það margir, sérstak- lega þeir sem eru með fjölbreytt- an innflutning t.d. vörulistarnir. Tölva með andúð á eiturlyfjum Þetta er þvílík gjörbylting í vinnubrögðum að það er ótrúlegt, ennfremur stórkostlegt öryggis- atriði. Tölvan ber mörg atriði sjálf- virkt saman við þau fyrirmæli sem hún hefur í forritinu. Ef þú ætlaðir t.d. að fara að flytja inn eiturefni og hefðir ekki fyrirfram skráða heimild, ég tala nú ekki um eitur- Már Pétursson bœjarfógeti. lyf, þá myndi hún segja nei, takk, og spýta öllu út úr sér. Breytingin gekk ótrúlega fljótt og vel. Fólkið lærði á tölvurnar á fáum dögum, enda úrvalsfólk á tollinum eins og annars staðar hér hjá embættinu. Valinn maður í hverju rúmi. Aðförin að Matthíasi Þegar Reykvíkingar tóku sínar tölvur í notkun hálfu ári fyrr en við, þá varð vandræðagangurinn landsfrægur. Innflutningurinn var nánast stopp í Reykjavík vikum saman eftir því sem blöðin sögðu. Hér gekk allt smurt. Það er ekkert vafamál, að hér er nú bæði fljót- asta og öruggasta tollafgreiðsla á öllu landinu. Þannig á það líka að vera hér í Hafnarfirði. Þannig hef- ur það verið. Gunnlaugur Guð- mundson var hér tollvörður í 50 ár. Hann hafði hvers manns lof. Matthías Andrésson kom hingað um 1980. Hann er einhver færasti tollvörður landsins og vann tímunum saman margra manna verk, þegar á þurfti að halda. f fyrra, þegar Reykvíkingar gerðu okkur það til bölvunar að neita okkur um tvo tollverði, sem við hefðum átt að fá, þá vann Matthí- as einfaldlega þriggja manna verk. Ég hélt um tíma að hann myndi drepa sig á þrældómi. Hann vann allar helgar og öll kvöld. Það er enginn vafi á því, að Matthías á stóran þátt í því, hversu margir innflytendur fluttu sig hingað. Þjónustan var einfald- lega betri en í Reykjavík. Matt- hías var ekkert að þegja yfir því að svo væri. Það þoldu Reykvík- ingarnir ekki, og mér er kunnugt um að tilteknir menn heimtuðu það af tollgæslustjóra, að Matthí- as yrði rekinn. Það var búið að koma okkur í erfiða stöðu í fyrravor. Þá voru þeir orðnir tveir einir, Matthías og Jón Strandberg, og komust ekki í sumarfrí. En þá fengust loksins þrír menn innanað. Þeir hafa verið síðan og eru úrvals- menn. Friðjón Margeirsson og Ásgeir Eyjólfsson eru með allra færustu tollvörðum. Friðjón er til dæmis einn aðalkennarinn við Tollskóla ríksins og er mikið þar núna, þessa tvo mánuði sem skól- inn stendur.“ Honum til ævarandi skammar Þá kom Már að húsnæðismál- unum og eins og heyra má er hon- um nokkuð mikið niðri fyrir hvað þann hluta málsins varðar: „Fjórða atriðið, sem einnig hefur þýðingu, er húsnæðið. f suður- endanum á jarðhæðinni við Suðurgötu 14, þar sem tolladeild- in er með tíu starfsmenn í hundr- að fermetra húsnæði, er við hlið- ina á álíka stórt pláss. Ríkið leigði það einkaaðilum, en það losnaði nú um áramótin og stendur autt. Ég bað strax í fyrravor um að fá þetta húsnæði. Bæjarstjórinn fór einar tvær eða þrjár ferðir til Jóns Baldvins meðan hann var fjár- málaráðherra, til þess að ýta á eft- ir því að við fengjum leigusamn- ing, en það dugði ekki. Ég talaði strax við Ólaf Ragnar, þegar hann tók við. Hann lét okk- ur hafa 3,6 milljónir á fjárlögum til þess að breyta húsnæðinu og kaupa innréttingar og húsgögn. En íeigusamninginn er hann ekki búinn að undirrita enn, blessaður. Hann verður að fara að gera það, ef hann ætlar ekki að verða sér til ævarandi skammar, - sem þing- maður hér í kjördæminu, meira að segja ráðherra, með sína menn í bæjarstjórnarmeirihlutanum. Ég minni hann á þetta næstum vikulega. En það er kengur í mál- inu. Skattstjórinn vill líka fá plássið. Verkurinn er sá, að við þurfum að losna við gjaldheimt- una, sem er bæjarfyrirtæki, úr húsnæðinu sem hún hefur í vest- urendanum. Þá gæti skattstjórinn fengið það pláss, sem liggur miklu betur við samnýtingu frá efri hæð- inni, þar sem skattstofan er. Ríkið mundi spara fleiri milljónir með þeirri lausn málsins. Skákin stendur á bæjarstjóra Skákin stendur á bænum, hvort tollurinn kemst í viðunandi hús- næði. Nú reynir á, hvort þeir hafa meint eitthvað með öllum álykt- ununum. Þeir eru með leigusamn- ing fyrir Gjaldheimtuna til árs- loka 1990, sem ljóst er að verður ekki endurnýjaður, en þyrfti að semja um að yrði laus í síðasta lagi í vor. Fjárlaga- og hagsýslustjóri er fyrir mín orð búinn að lofa að skrifa bænum og biðja þá um að sleppa leigusamningnum og rýma húsnæðið. Gjaldheimtunni stend- ur til boða ágætishúsnæði uppi við Bæjarhraun sem þeir gætu flutt í strax á morgun. Ég vil ekki fyrir nokkurn mun lenda í útistöðum við skattstjórann. Allir fá að flytja ávörp Við Ólafur Ragnar ætlum að bjóðaöllum stærri innflytjendum, bæjarstjórninni, þingmönnunum, prestunum og mörgum fleiri í eins konar síðbúið Þorrablót í tollhús- inu við Suðurgötu 14, þegar við tökum viðbótarhúsnæðið í notkun. Þá geta allir fengið að flytja ávörp. Ég er búinn að bjóða, eða ætla að bjóða, þeim Ólafi Ragnari, Guðmundi Arna, Mathiesen, Árna Grétari, og kannski fleirum að ávarpa sam- kunduna sérstaklega. Ætli ég flytji ekki ávarp líka. Þá verður nú gaman að vera tollstjóri í Hafnar- firði og stjórna best búnu og best reknu tollstöðinni á landinu", sagði bæjarfógeti að lokum. Hann bað að síðustu fyrir þau skilaboð, að sig vantaði góða vélritara í afleysingar á tölvurnar í sumar. í myndlist Hrafnhildur Schram listfræðingur flytur fyrirlestur í Hafnarborg mánudaginn 27. febrúar n.k. kl. 20.30. Erindi Hrafnhildar fjallar um aldamótakonur í íslenskri myndlist. Þá mun Edda María Guðbjörns- dóttir opna málverkasýningu föstudaginn 24. febrúar n.k. kl. 17. Um síðustu aldamót stunduðu um Qg hindranir sem komu í veg nokkrar íslenskar konur mynd- listamám í Kaupmannahöfn, þar af nokkrar við Listaakademíuna* Eftir þær liggja fá en athyglisverð verk og bera mörg þeirra vitni urn ótvíræða listræna hæfileika. Flest- allar konurnar snéru heim aftur að námi loknu, giftust, helguðu sig fjölskyldunni og lögðu þar með málaralistina á hilluna. 1 fyrirlestri Hrafnhildar mun hún rekja sögu nokkurra þessara kvenna og sýna litskyggnur af verkum þeirra. Hún mun einnig tala um möguleika kvenna til myndlistarmenntunar fyrr á tím- Fóstrur Fóstrur óskast í eftirfarandi stöður: 1. Forstöðumaður á Leikskólann Álfaberg, frá 1. maí. 2. Forstöðumaður á Leikskólann v. Norðurberg frá 1. maí. Einnig óskast fóstrur strax eða eftir samkomu- lagi á flest dagvistarheimili í Hafnarfirði, í heilar eða hlutastöður. Upplýsingar gefur dagvistarfull- trúi í síma 53444. FÉLAGSMÁLASTJÓRI fyrir að þær gætu stundað list sína. Edda María Guðbjörnsdóttir sýnir 28 olíumálverk, sem máluð eru á síðustu árum, bæði hér heima og erlendis. Edda María er fædd og uppalin 1 Hafnarfirði, dóttir hjónanna Juttu D. Guð- bergssonar listmálara og Guð- bjöms Guðbergssonar bygginga- meistara. Hún stundaði myndlist- arnám í Þýskalandi samfara öðru námi á árununum 1970 til 1974. Þetta er fyrsta einkasýning Eddu Maríu. Undír gafli Hafnfírðingum er ekki treyst til að annast cigið bifreiðaeftirlit. Tollgæslan er nú loksins komin í bæinn á ný - eftir langvarandi slagsmál við Reykjavíkurvaldið.- Hafnfírðingum virðist þó treyst- andi til að taka við sorppökkunar- stöð. Kannski er það bara gott á Reykvíkinga að þurfa að aka með ruslið sitt til Hafnarfjarðar, a.m.k. á meðan Hafnfírðingar þurfa að aka alla leið upp á Ártúnsholt með bflana í skoðun. Einhver er að tala um „ruslara- Iýð“, og segir það nýjasta Hafn- arfjaröarbrandarann. Því má svara með sögunni af Litlu gulu hænunni. Það var svínið sem sagði „ekki ég“, þegar átti að þreskja kornið. Kötturinn og hin dýrin tóku undir. Litla gula hæn- an tók það að sér og einnig aðra umsjón brauðgerðarinnar. Sögu- lokin eru best, eins og gengur í góðum ævintýrum. Litla gula hænan sat ein að því að borða brauðið. XbegdLMOM Reykjavíkurvegi 68,S 52533 Afmælis- og fermingar- gjafir KENNSLUTÖLVUR Litli Prófessorinn og ENSKU kennarinn. Vorum að taka upp mikið úrval af „hrekkjusvína“-vörum. Opið ki. 9-18 föstudaga kl. 9-19 laugardaga kl. 10-16 sunnudaga kl. 13-16 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.