Fjarðarpósturinn - 23.02.1989, Blaðsíða 8
FLUGLEIÐAUMBOÐIÐ
FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL
STRANDGÖTU 19 SÍMI 54930 OG 651330
Allir farseðlar í ferðir
á eigin vegum og hópferðir
BHreiðaíþróttavöllur í Hafnarfirði?
Hjá skipulagsstjóra, Jóhannesi Kjarval, hafa verið til skoðunar
möguleikar á að koma fyrir bifreiðaíþróttavelli innan bæjarmarkanna.
Uih er'að ræða svæði, þar sem Umferðarráð yrði með æfingarsvæði
fyrir byrjendur og aðra, ennfremur keppnis og æfíngasvæði fyrir þá
klúbba, sem stunda bifreiða- og vélhjólaíþróttir hérlendis. - Gert er
þar ráð fyrir keppnissvæði, þar sem uppfylltar yrðu alþjóðlegar kröfur
um keppnisvelli í viðkomandi íþróttagreinum.
Jóhannes Kjarval skipulags-
stjóri sagði í viðtali við Fjarðar-
póstinn að verið væri að leita eftir
heppilegri staðsetningu, en fram
til þessa hefði svæðið í kringum
Krísuvíkurveg helst verið í mynd-
inni. Meðfylgjandi teikningersett
niður við Krísuvíkurveg, en það
svæði er e.t.v. ekki það heppileg-
ast, að sögn Jóhannesar.
Jóhannes er í viðræðum við
Umferðarráð vegna máls þessa,
sat síðast fund með þeim í gær.
I'arna er m.a. margumrætt fyrir-
hugað æfingarsvæði fyrir byrjend-
ur í bifreiðaakstri. Þeir sem hafa
tekið bílpróf að sumarlagi og ein-
vörðungu æft sig á malbiki, vita
mest lítið um akstur í hálku og
snjó, því síður á malarvegum. A
slíku svæði er ætlunin að koma
upp tilbúnum brautum. - Hafn-
arfjörður tekur lengi við, ekki
satt?
Viltu sjá úr-
slitin í París?
Vegna þess, að Hafnfírðingar eiga bestu mennina í landsliði
Islands í handbolta, er þessu komið á framfæri: Viltu sjá úrslita-
leikina í París? Þá er tilboð komið frá a.m.k. einni ferðaskrifstofu-
um ferð til Parísar á laugardagsmorgun og til baka heim á sunnu-
dagskvöld.
Samkvæmt upplýsingum
fengnum hjá útibúi Samvinnu-
ferða-Landsýn við Reykjavík-
urveg 72, er boðið upp á ferð
fyrir kr. 22.500 auk 900 kr. flug-
vallarskatts. Aukalega þarf að
greiðakr. 1.800 fyrireinsmanns
herbergi. Flogið verður frá
Keflavíkurflugvelli kl. 6 að
morgni laugardags og lagt upp
frá París til baka kl. 21 á sunnu-
dagskvöld.
Innifalið er flug, gisting,
morgunverður, ferðir milli flug-
vallar og hótels og miðar á tvo
leiki á laugardag og úrslitaleik-
inn á sunnudag. - Auðvitað von-
um við öll, að þar verði ísland á
fjölunum, með Hafnfirðinga í
fararbroddi, að venju.
Vígslutónleikar í
Víðistaðakirkju
Píanótónleikar verða haldnir í Víðistaðakirkju n.k. sunnudag, kl.
15. Þetta verða fyrstu tónleikarnir þar sem leikið verður á nýjan flygil
af gerðinni Bösendorfer, sem keyptur var nýverið með aðstoð bæjar-
búa og annarra stuðningsmanna. Var keyptur að hluta til fyrir fé
Um þessar mundir er liðið eitt sem safnaðist í tónlistarveislu sem
ár frá vígslu kirkjunnar. Flygillinn haldin var s.l. haust. Auk þess
hafa margir lagt málefninu lið
með fjárframlögum, bæði fyrir-
tæki, félög og einstaklingar.
Á tónleikunum koma fram
píanóleikararnir Guðmundur
Magnússon, Halldór Haraldsson,
Jónas Ingimundarson og Þor-
steinn Gauti Sigurðsson.
Þegar er búið að festa kaup á
flyglinum - með góðfúslega veittri
hjálp frá Sparisjóði Hafnarfjarð-
ar. Fjársöfnuninni verður haldið
áfram, en hljóðfæranefnd kirkj-
unnar sendir hér með bestu þakk-
ir til allra þeirra sem stutt hafa
málefni þetta.
Frægðarför
Félagar í Leikfélaginu eru að
tínast heim úr Indlandsförinni.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel
og hlaut leikhópurinn útnefn-
ingu sem þriðji besti í leikflutn-
ingi, ásamt Belgum.
Björk Jakobsdóttir var kjörin
besti kvenleikari á hátíðinni, en
hún fer með eitt stærsta hlut-
verkið í verkinu „Allt í misgrip-
um“.
Magnavaka í Hafnarborg
Málfundafélagið Magni, gengst breytta dagskrá í tali og tónum. móti frjálsum framlögum í
fyrir svonefndri Magnavöku í Vakan hefst kl. 14 og stendur Menningar og listasjóð Magna.
Hafnarborg n.k. laugardag, 25. yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Að þessu sinni mun það fé sem
febrúar. Á vökunni koma fram Öllum er heimill ókeypis aðgang- safnast í sjóðinn renna til kaupa á
ýmsir listamenn og flytja fjöl- ur, en á vökunni verður tekið á konsertflygli fyrir Hafnarborg.
Nokkrir aðstandendur Magnavökunnar.
FJflRÐflR
Fjarðarkaup, stórmarkaður
Kostakaup, stórmarkaður
Verslunin Arnarhraun, Arnarhrauni 21
Hringval, Hringbraut 14
Kastalinn, Hverfisgötu 56
Biðskýlið Hvaleyrarholti
Söluturninn, Hvaleyrarbraut 3
Söluturninn, Suðurgötu 71
Söluturninn, Hringbraut 14
Olís við Hafnarfjarðarveg, Garðabæ
Bensínstöð ESSO, Lækjargötu 46
Biðskýlið, Flatahrauni
Fjarðarnesti, Bæjarhrauni 4
Dals-Nesti, Dalshrauni 13
Bílastöð Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi 58
Nesti, Reykjavíkurvegi 54
Skalli, Reykjavíkurvegi 72
Söluturninn, Miðvangi 41
Myndbandaleigan Miðbær, Strandgötu 19
Turninn, Strandgötu 11
Söluturninn, Reykjavíkurvegi 3
Söluturninn, Hellisgötu 18
Verslun Þórðar Þórðarsonar, Suðurgötu 36
Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31
Matvöruverslunin Framtíðin, Vesturbraut 12
Kaupfélagið Miðvangi, stórmarkaður
Olís, Vesturgötu 1
Bókabúð Böðvars v/Reykjavíkurveg
Hraunver við Álfaskeið