Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1989, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 31.08.1989, Blaðsíða 5
EMRMB pöstunnn RITSTJORI OO ABNI.: H-tTOA PROPPE AUGLÝSINGASTJÓRI: ANNA ÓLAFSDÓTTIR ÍÞRÓTTIR: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON. DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHlASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERTÁGÚSTSSON ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN PRENTVINNSLA: BORGARPRENT SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVÍKURVEGI 72 OG ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFTIR LOKUN). Haltur leiðir blindan „Stækkun" ríkisstjórnarinnar meö tilkomu Borgaraflokksins og nýrra ráöherra - í og kannski utan embætta - er dæmigerð fyrir þá óvirðingu sem þjóöinni er sýnd. - Allt stefnir í botnlaus svik stjórnvalda á loforðum gefnum viö síöustu kjarasamninga. Verðhækkanaalda er að ríða yfir og að venju eru opinber fyrirtæki og stofnanir þar í farar- broddi. Á sama tíma dundar forsætisráðherra sér og lögfróðir stuðnings- menn hans við að finna út hvernig unnt er að komast hjá því að fara að lögum um stjórnarráð íslands. Tilgangurinn? Jú, að leiða I valda- stóla áhangendur flokksbrots, sem mælist varla í könnunum á því hvað fólkið í landinu - þjóðin - kýs. Orðtakið að haltur leiði blindan, á hér áreiðanlega best við. Því má bæta við, að kannski skilurforsætisráðherra þetta innst inni. Hann er a.m.k. steinhættur að tala um að styrkja ríkisstjórnina með inntöku Borgaraflokksins. Nú er talað um að stækka hana. Enginn skárri til að taka við? Þjóðin er löngu búin að gefast upp á núverandi stjórnvöldum. Það sýna skoðanakannanir best. Þráseta forsætisráðherra á áreiðanlega aðrar skýringar en þær, að hann trúi í raun á það sem hann er að gera. En það eru einnig margir sem segja, að þó þessi ríkisstjórn sé duglaus og eflaust verri en engin, sé einfaldlega enginn til að taka við þjóðar- búinu. - Ástandið skáni ekkert þótt nýjir flokkar taki við. Of margir Framsóknarmenn í Sjátfstæðisflokki Ef við lítum á stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Sjálfstæðisflokk- inn, þá er hann þessa dagana að kynna nýjar hugmyndir og tillögur í efnahagsmálum. Þær virðast hugnast mörgum en stjórnmálaleg meinsemd aldarinnar kom skýrt fram, þegarforustumaður þessflokks útskýrði hugmyndirnar í sjónvarpinu í gærkvöldi. - Tillögur stærsta stjórnmálaflokksins í landbúnaðarmálunum lágu ekki fyrir. Það er enn verið að ræða þær í þingflokknum og auðvitað eru menn ekki sam- mála fremur en fyrri daginn. - I þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru nefnilega meiri Framsóknarmenn en í sjálfu höfuðvíginu. Hér verða engin nöfn nefnd en fyrsti stafurinn í nafni þriggja þeirra eru: Eggert, Egill og Pálmi. Ein þjóð, eitt land, eitt kjördæmi Eins og Fjarðarpósturinn hefur áður gert að umræðuefni, næst ekki friður til að stjórna landinu við ríkjandi kjördæmaskipan. - Sífellt auk- inn hrepparígur og hagsmunapot þingmanna úr öllum flokkum fyrir sín kjördæmi, eyðileggur meira og stuðlar að vitlausari fjárfestingum, en tvær ríkisstjórnir Steingríms Hermannssonar til samans. Við höfum fjölmörg dæmi hér um. Nýjasta dæmið er t.d. kaup Stál- skipa á togaranum Sigurey. Þeir eru fljótir að gleyma Patreksfirðingar. Þeir voru í sömu sporum og Hafnfirðingar, þegar þeir keyptu skip frá Siglufirði árið 1982. Þá grétu Siglfirðingar. Eina leiðin sem virðist fær til að menn slíðri sverðin, er uppstokkun kjördæmaskipunarinnar. Að landið verði eitt kjördæmi, að þingmenn verði að hugsa um hag þjóðarheildar hverju sinni. Það mætti að ósekju fækka þingmönnum a.m.k. um helming um leið. Sjö Hafnfir&ingar til Rússlands á vegum „Next stop sovét“; Gegnum jámtjaldið með íslensk þjóðlög að vopni Þrjár hafnfirskar stúlkur og fjórir piltar úr hafnfirsku hljóm- sveitinni E-X eru á förum til Rússlands. Þau fara á vegum sam- takanna „Next stop sovét“, sem eru samtök ungs fólks á Norður- löndunum, sem efla vilja frið í veröldinni. Tilgangur ferðarinnar er að kynna menningu ólíkra þjóða, brjóta niður fordóma og stuðla að betri og friðsamlegri samskiptum þjóða á milli. Stelp- urnar, sem Fjarðarpósturinn ræddi við í gær, orðuðu það svo að þær ætluðu að leggja sitt af mörk- um til að brjóta niður járntjaldið. Stelpurnar eru Kristín Svan- hildur Helgadóttir, Helga Lofts- dóttir og Svafa Árnadóttir. Þær halda utan með vel undirbúna söngdagskrá. Hún samanstendur af þjóðlögum, nýjum og gömlum, ogklæðastþærþjóðbúningumþar yfir í þrjár vikur innan Sovétríkj- semþærkomafram. Stákarnireru anna, en um viku tekur að aka frá Pétur Hallgrímsson, Eyjólfur Kaupmannahöfn í bifreið upp Lárusson, Davíð Magnússon og Svíþjóð og í gegnum Finnland. Ragnar Ásgeir Óskarsson. Samtals fara í ferðina 40 manns Hljómsveit þeirra E-X er upp- frá íslandi. runnin í Víðistaðaskóla. í Rússlandi verða borgirnar Ferðalag stúlknanna stendm Leningrad, Kiev og Moskva heimsóttar, auk þess verður farið til Tallin í Eistlandi, Riga í Lett- landi, Vilna í Litháen og Minsk í Hvíta-Rússlandi. í Rússlandi verður búið á einkaheimilum. Hver hópur skipuleggur sína ferð sjálfur, en í lokin hittast allir hóp- arnir, eða um 5.000 manns, í Gorkígarðinum í miðborg Moskvu. Við óskum hafnfirska hópnum góðrar ferðar og vonumst til að þeim takist að lyfta járntjaldinu, þó ekki væri nema svolítið. Reisugildi vegna aðveitustödvar Rafveitunnan Meira rekstraröryggi og aukin flutningsgeta Reisugildi nýrrar aðveitustöðv- ingunni og þakkaði þeim sem þar Flutningsgeta verður með þess- ar Rafveitunnar var haldið sl. að hafa unnið. Einnig flutti bæjar- um breytingum mun meiri, orku- föstudag. Nýja húsið er 4.140 stjóri þakkarræðu. töp minni og rekstarröryggi rúmmetrar og 736 fermetrar að Áætlað er að húsið kosti full- meira, að sögn Jónasar. grunnfleti. Núverandi aðveitu- búið um 30 millj. kr. Meðtilkomu Hönnuðir að byggingu eru: Er- stöð er of lítil. spennar og sumir hússins verður einnig breyting á lendur Hjálmarsson, Sigurður rofar yfirlestaðir, þannig að á sl. flutningi orku til bæjarins. Mun Þorleifsson, Verkfræðiþjónusta vetri þurfti oft að grípa til diesel- það þá koma frá Hamranesi og Wilhelms V. Steindórssonar og véla. í gildinu flutti Jónas Guð- fylgir 132 kílóvolta spennu þaðan Jón Gestur Hermannsson. Aðal- laugsson rafveitustjóri ræðu, þar fyrirferðarmeiri búnaður, sem verktaki við bygginguna er Röst sem hann gerði grein fyrir bygg- krefst stærra húsrýmis. h.f. í Hafnarfirði. Jónas Guðlaugsson rafveitustjóri flytur rœðu sína í reisugildinu sl. föstudag. Merkjasala Krabbameinsfélagsins Merkjasala Krabbameinsfélagsins fer fram á öllu landinu 1. til 3. september n.k. Krabbameinsfélag Islands hefur látið útbúa merkin og auglýsir söluna, sem einstök aðildarfélög munu sjá um. Merkið kostar að þessu sinni kr. 200 og skiptist ágóðinn á milli Krabbameinsfélags íslands og aðildarfélaganna. Sölusvæði Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar er Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur. Hefur félagið samið við Skátafélagið Hraunbúa um sölu merkisins í Hafnarfirði og Fimleikafélagið Björk um sölu í Garðabæ og Bessastaðahreppi. Sölulaunum munu félögin verja til eflingar starfsemi sinnar. Undír gafli hlakkar í nokkrum andstæðingum meirihlutans í bæjar- stjórn, enda ku embættismenn nokkrir hjá bænum klóra sér stíft í höfuðleðrið þessa dagana. - Ástæð- an er sú, að svo mikið lá meiri- hlutanum á að ganga frá lóðaút- hlutunum á Holtinu að fyrri reglur um hvernig staðið er að slíku voru þverbrotnar. Þá var óðagotið þvflíkt, að fæstir vita hversu mörg- um lóðum þeir mega búast við, hvar og því síður hvenær. - Vondar tung- ur segja, að flýtirinn sé í tengslum við hræðslu við einhvers konar lok- un svæðisins vegna mengunarhættu. - Það myndi aftur á móti þýða að illa gengi að ná endum saman í bæjar- sjóði í lok ársins. Á DÖFINNI í HAFNARBORG: Innsýn í menningu íbúa Moldavíu í Hafnarborg stendur yfir sýning Aðalheiðar Skarphéðinsdóttur, en hún sýnir teikningar og grafik. Þá er þar enn sýningin Myndlist frá Moldavíu. MoldavíaíRússlandihefurver- búningum. Sýningin er á vegum ið í fréttum síðustu daga vegna M.Í.R. í tengslum við Sovétska baráttu innfæddra fyrir eigin Daga 1989. tungu. Það er því fróðlegt að Sýningarnar eru báðar opnar bregðaséríHafnarborg. Sýningin alla daga, nema þriðjudaga, frá samanstendur af málverkum, kl. 14 til 19. Þeim lýkur þann 10. svartlist, vefnaði og þjóðlegum september. Römm var sú taug Það gekk ekki áreynslulaust að koma gömlu Kænunni úr Firðinum. Þegar búið var að losa húsið af grunninum voru fengnir tveir kranar til að lyfta því. Notað var sem svarar 50 tonna átak, þegar húsið loksins bifaðist af grunninum. Það var eins og það hefði skotið rótum, svo not- uð séu orð verkstjóra Ríkisskipa, eða vildi ekki fara úr Firðinum, eins og fyrri eigendur vildu fremur trúa. Húsið var flutt í heilu lagi á Ekki sá á því eftir flutninginn. dekki Esjunnar til Brjánslækjar. Það verðurvígtsemþjónustumið- Flutningarnir tókust vel og sagði stöð fyrir farþega nýja Baldurs Atli Michaelsen verkstjóri hjá þann 29. september n.k. og hefur Ríkisskip, að góður viður væri fyrri eigendum þess verið boðið til áreiðanlega í húsinu og það vel vígslunnar. byggt. 230 böm dvöldu í sumarbúðunum Sumarstarfinu í Kaldárseli austan Hafnarfjarðar er að Ijúka um þessar mundir, en þar hafa K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði rekið sumar- búðir aUt frá árinu 1925. I sumar hafa dvalið þar 230 börn í fimm drengjaflokkum og þremur stúlknafiokkum. Undanfarin ár hafa staðið yfir byggingaframkvæmdir í Kaldár- seli og er smátt og smátt verið að taka nýbygginguna í notkun. í sumar var nýr leikja- og íþrótta- salur notaður og kom hann í góð- ar þarfir. Þessa dagana er verið að leggja kyndingu í nýja húsið. Er síðan fyrirhugað að halda áfram við innréttingar. Til að afla fjár til þessara fram- kvæmda munu félögin að venju halda samkomu og kaffisölu í Kaldárseli og að þessu sinni verð- ur það sunnudaginn 3. september. Á samkomunni sem hefst kl. 14.30 mun séra Einar E.yjólfsson fríkirkjuprestur í Hafnarfirði tala. Að ræðu hans lokinni hefst kaffi- salan sem stendur yfir til kl. 23.30. í fréttatilkynningu frá félögum hvetja þeir alla, unga sem aldna, til að koma í Kaldársel n.k. sunnu- dag og njóta þar góðra veitinga og skemmtilegrar náttúru og styðja félögin um leið í starfi fyrir íslenska æsku. Tomstundaheimilið Innritun í tómstundaheimlið Dverg hefst mánu- daginn 21. ágúst. Um er að ræða hálfsdagsvistun fyrir eða eftir hádegi. Starfsemin er ætluð börnum 6-11 ára. Athugið að innritun er ekki bundin við forgangshópa. Innritun og upplýsingar í síma 50299 alla virka daga frá kl. 10-16. Eftir 1. september í síma 52893. ÆSKULÝÐS- OG TÓMSTUNDARÁÐ HAFNARFJARÐAR Hafnflrsk hjón mættu á sauma- námskeið á síðasta vetri. Maður- inn, sem er arkitekt, var ekki síður áhugasamur en eiginkonan. í fyrsta tímanum stóð saumavél eiginkon- unnar eitthvað á sér. Eiginmaðurinn brá sér til hennar til aðstoðar og hafði á orði um leið, að vélin léti svona af því að pabbi hans hefði ver- ið með hana í láni. Morgunhananir á Rás 2 tóku til fótanna hingað í Fjörðinn sl. mánu- dag, eftir að hafa lesið í Fjarðarpóst- inum um eimingartæki Einars Ben á nýju sýningu Byggðasafnsins. Þar hittu þeir fyrir Magnús okkar Jóns- son safnvörð og spurðu hann um tækin, hvemig þau hefðu verið not- uð og fleira. Ekki getur um viðbrögð hlustenda utan Fjarðar við þessu viðtali morguninn eftir, en Gaflarar urðu steinhlessa á fyrirspyrjendun- um að gera sér ekki grein fyrir þeirri stórfrétt, sem þeir höfðu upp úr krafsinu. - Þeir urðu nefnilega fyrst- ir manna til þess að koma að tómum kofanum hjá Magnúsi varðandi gamla muni. Magnús baðst afsökun- ar á fávisku sinni um það hvernig tækin hefðu verið notuð - og bætti því við, að hann væri Stórtemplar. Auglýsingar g 651745 Starfskraftur óskast sem fyrst til afgreiðslustarfa hálfan daginn Upplýsingar í síma 54450 CD kdKUMNKInn Miðvangi 41 - Álfaskeiði 115 - Fjarðarkaup Meira af framboðshugleiðingum og kosningamálum. Kvennalista- konur eru sagðar vera komnar á fulla ferð að koma saman lista fyrir bæjarstjómarkosningar. Ekkert hefur fréttst af Flokki mannsins, né Félagi óháðra, enda af flestum talin útdauð stjómmálasamtök. Ólafur Proppé, bæjarfulltrúi Frjálsa framboðsins, er sagður undirbúa það að leggjast undir feld til að finna sjálfstæða stefnu í bæjar- málunum. Fyrr gerist ekkert á þeim bæ að sögn gaflara. Ólafur verður því væntanlega í bráð sammála síð- asta ræðumanni. WJLA Án rafmagns " ^ " erum við illa stödd. Þeir hyggnu greiða á gjalddaga. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR UTSALA UTSArLA -UTSAL. ,UTSALA .UTSALA ÚTSALAALLUR fatnaður ___^ÚTSALA Á UTSALA“»"*; OPIÐ14-18 I EKKERT YFIR laugard |'n"cÍAI AA KR.1000. .uÍsaalaa KJARABÓT UTSALA REYKJAVÍKURVEGI 68 10-14 5

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.