Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1989, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 31.08.1989, Blaðsíða 3
Það er Eyrún Gunnarsdóttir sem afhendir hér á myndinni Gísla Jónssyni, formanni Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, ágóðann. Hjá henni standa þœr Matthildur Ragnarsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir. Auk þeirra þriggja stóðu að hlutaveltunni: Matthildur Sigurðardóttir, Ásgeir Helgi Magnússon og Marta Þórðar- dóttir. Krakkamir taka frumkvæöið: Fyrstu tekjur Krabbmeinsfélagsins Krabbameinsfélag Hafnar- fjarðar, sem hélt fund til að endurvekja félagið nýverið, fékk þann 3. júlí sl. fyrstu tekjur færðar á bók. Tekjurnar voru gjöf frá nokkrum börnum, sem gera sér grein fyrir mikilvægi félagins. Þau færðu formanninum, Gísla Jóns- syni, ágóðann þann 3. júlí sl. Með hlutaveltunni söfnuðust kr. 2.242. Það er stór upphæð frá krökkunum í hugum félaga í Krabbameinsfélaginu, enda segja þeir f fréttatilkynningu: „Þetta mjög svo ánægjulega framtak barnanna, eru fyrstu tekjur Krabbameinsfélags Hafnarfjarð- ar, eftir að það var endurvakið í maí sl. Starfsemi þess hafði legið niðri í 25 ár og enginn sjóður né félagatal fyrir hendi.“ - Fjarðarpósturinn sendir krökkunum kveðjur og hamingju- óskir fyrir mjög svo gott frum- kvæði. Gunnar Valdimarsson. Hugborg Umarsaottir. Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá gekk Gunnar Valdimarsson enn á ný af hólmi með sigri. Ekki aðeins það, heldur vann hann á ný með eina tölu rétta - og meira að segja sömu töluna, þ.e. 3. Við þökkum Esteri Láru þolinmæðina og þátttökuna. Við hringdum fyrst í Gunnar. Hann hló „ægilega" og kvaðst enn á ný ætla að láta reyna á „taptölurnar", sem hafa ætíð leitt hann til vinnings. Þær eru því: 3-6-9-12-13-15-26. Ester Lára tók tapinu létt en hafði á orði, að kannski gengi illa að fá tilnefndan arftaka til að vera með. Ester hafði rétt að mæla. Arftakinn hafði þó á reiðum höndum þann sem hún taldi eiga mest og best erindi í leikinn. Það er Hugborg Ómarsdóttir, nemi í Flensborg og starfs- stúlka á Hrafnistu. Það var fyrst þegar við fórum heim til Hugborgar og hún upplýsti hver væri næsti nágranni hennar að við uppgötvuðum að þarna var vel til fundið. AðTúnhvammi 7 býr Hugborg, en að Túnhvammi 5 Gunnar Valdimarsson. Hugborg var heldur ekki í neinum vandræðum með tölurnar, sagði þær sambland af þessu öllu, sem Happfirðingarnir nefna, þ.e, afmælis- dagar, happatölur fjölskyldunnar o.s.frv. Tölurnar eru: 2-7-12-15-25- 28-33. MEIRA FYRIR M NNA VERD Húsbyggjendur! Smíða handrið, hring- stiga og allar gerðir af stigum. Framleiði einnig hliðarfellihurðir Gerifösttilboð JARNSMIÐJA Jónasar Hermannssonar ! Kaplahrauni 14, Hafnarfirði Sími 54468 (símsvari) ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ LEITA LENGRA Q) ðRUNDARKJQRSBÚPIRNAR Sækið eldci vatnið yfír lækinn, því við önnumst allar viðgerðir á kæliskápum, fiystikistum og skápum. Kæliskápa- þjónustan Reykjavíkurvcgi 62 að baki hússins • sími 54860 Furugrund 3 Kópavogi, sími 46955 Stakkahlíð 17 Reykjavík, sími 38121 Reykjavíkurvegur 72 Hafnarfirði, sími 53100 Opið á sunnudögum í Hafnarfirði frá kl. 11.00-18.00 W$> C08756744 „HAPP“- firðingar vikunnar i 3

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.