Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1989, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 31.08.1989, Blaðsíða 7
FYRIRTÆKINIFIRÐINUM: Hér hefst nýr þáttur í Fjarðarpóstinum, undir yfirskriftinni „Fyrirtækin í Firðinum“. Þar munu birtast upplýsingar um ný fyrirtæki; fyrirtæki sem flutt hafa aðsetur og annað það sem getur orðið lesendum blaðsins til fróðleiks og þæginda varðandi þjónust- una í bænum. - Tilgangurinn er ekki síður, að efla verslun og við- skipti innanbæjar. Fjarðarpósturinn hvetur fyrirtæki og þjónustustofnanir til að hafa samband við blaðið, þegar eitthvað það ber við í starfinu, sem lesendur blaðsins hafa hag af að kynnast. Nýr bílasali ■ aukið öryggi Nýr eigandi hefur tekið við Bílasölu Hafnarfjarðar að Dals- hrauni 1. Það er Valdimar Þorvaldsson. Auk bílasölunnar ætlar Valdimar að opna bílaþvotta- og bónstöð í kjallara hússins. Auk þess verður á næstu dögum settur upp öryggisútbúnaður á bíla- stæðinu, sem hrekja ætti hvern bílaþjóf á brott. Valdimar er hér á myndinni til hægri, ásamt starfsmanni sínum, Gunnlaugi Viðars- syni. Öryggisbúnaðurinn, sem settur verður upp á svæðinu, er þannig útbúinn, að hver sem fer inn á bílastæðið eftir ákveðinn tíma á kvöldin fær á sig lýsingu í þúsund einingum. Þá verða upptökuvélar staðsettar utan á húsinu sem senda stöðugt myndir inn á stöð öryggisvarða. Hér mun um nýjung að ræða í öryggisgæslu, sem koma á í veg fyrir að harðsvíraðir koppa-, bílaútvarps- og bílaþjóf- argeti gert hafnfirskum bílaeigendum í söluhugleiðingum grikk. Snéri á höfuðborgarveldið Gallerý Sara, sem er vefnaðarvöruverslun, hefur flutt aðsetur sitt að Trönuhrauni 6. Verslunin er eins árs um þessar mundir. Eig- endur eru Ragnheiður Matthíasdóttir, innfæddur Gaflari og Guð- mundur Brandsson, en þau reka einnig heildverslunina Sissý, sem sérhæfir sig í vefnaðarvöru og búnaði í líni fyrir sjúkrahús. Ragn- heiður er hér á myndinni, lengst til hægri, ásamt verslunarstjóran- um í Söru, Björgu Óskarsdóttur í miðið og Rögnu Einarsdóttur afgreiðslustúlku. Ragnheiður hefur á skemmtilegan hátt skotið Reykjavíkurveld- inu á sviði vefnaðarvöru aftur fyrir Hafnfirðinga. Nú streyma höf- uðborgarbúar til Hafnarfjarðar eftir nýjustu efnunum, enda aðeins seld í Söru. Ragnheiður hefur heildsöluumboð frá öllum bestu framleiðendum í Evrópu, m.a. heimsþekktu fyrirtæki í Hollandi, sem framleiðir barnafataefni. Hún selur síðan aðeins einni verslun á hverjum stað á landsbyggðinni vöruna og sér sjálf um söluna á höfuðborgarsvæðinu í Gallerý Söru. Ragnneiöur sagði haustlínuna mjög skrautlega. Hún kvaðst einnig nema mjög vaxandi áhuga fólks, bæði karla og kvenna, á því að læra að sauma. Gallerý Sara gengst fyrir saumanámskeiðum í vetur. Ragnheiður sagði í lokin, að frá og með 1. september yrði Gallerý Sara opin á laugardögum frá kl. 10 til 14. Myndbandaleigu „startað" Norðurbæingar hafa eflaust horft lengur og meira á myndbönd í síðustu viku en gengur og gerist. Þar kemur til opnunartilboð frá nýrri videoleigu í verslunarmiðstöðinni Miðvangi. Myndbandaleigan heitir „Vídeó-Start“ og er eigandi hennar Sigurður Þór Sigurðsson, sem er til hægri á myndinni, ásamt syni sínum Sigurði Björgvini, sem annast afgreiðslu. Myndbandaleigan er opin alla daga frá kl. 14 til 23.30, en Sigurð- ur sagðist kappkosta að hafa ætíð nýjasta efnið á boðstólunum. Fyrir þá sem aldrei vita hvað þeir vilja, liggur frammi nýjasta dómplagg um myndir á myndböndum úr DV. Menntamálaráðuneytið: Tilnefni fulltrúa í skólanefndimar Menntamálaráðuneytíð hefur hvorn skóla fyrir 15. september sent bæjaryfirvöldum bréf, þar n.k. sem þess er farið á leit, að bæjar- Þetta er í samræmi við lög nr. 72 stjórn Hafnarfjarðar tilnefni full- um framhaldsskóla frá þessu trúa í skólanefnd fyirr Flensborg- ári,þar sem ákveðið var að ríkið arskóla og Iðnskólann í Hafnar- yfirtaki þessa skóla. Það mun ger- firði. Tilnefna skal þrjá fulltrúa í ast frá og með næstu áramótum. Húsnæði óskast. Einbýlishús, raðhús, eða stór íbúð óskast í Hafnarfirði eða Garðabæ til leigu. Góð umgengni hjá góðu fólki. Vinsamlegast hafið samband í síma 76539 eða 652501.Jóhann. Til sölu. Skemmtari Casio MT 18, billiardborð fimm feta og Stiga snjósleði með stýri og bremsum. Upplýsingar í síma 52691. Óskast keypt. Eftirtaiin húsgögn óskast keypt, gömul eða í gömlum stíl: 1. Lágur stofuskápur (skenkur) a.m.k.195 cm á lengd. 2. Hjónarúm eða gaflar af gömlu hjónarúmi. 3. Náttborð af gömlu gerðinni með skúffu og skáp. Húsgögnin mega þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 52161. Guðrún. Sjúkrakassar fyrir heimili, vinnustaði og íþróttafélög Kælipokar og aðrar íþróttavörur Tökum á móti fyrndum lyfjum til eyðingar Opið virka daga kl. 9-19 Laugardaga kl. 10-14 Opið annan hvern sunnudag Upplýsingar um vaktþjónustu á sunnudögum og helgidögum í síma 51600 (símsvari) HAFNARFJARÐAR APÓTEK STRANDGÖTU 34 - PÓSTHÓLF 214 - 222 HAFNARFJÖRÐUR SÍLR5RLR HRFnRRFJRRBFtR Dalshrauni 1, Hafnarfirði FORD ESCORTXR3 ’81. Eklnn 100 þús. km. RAUÐUR. Verð 350 þús. BMW 316 ’82. Ekinn 105 þús. km. Verð 290 þús. VlNRAUÐUR. Bein sala. DODGE ARIES '87. Eklnn 45 þús. km. Verð 790 þús. HVÍTUR. Beln sala. TOYOTA CARINA ’82. Eklnn 97 þús. km. GULLSANS. Verð 250 þús. Skiþti ódýrarl. TOYOTA TERCEL 4x4 '83. Eklnn 245 þús. km. BRÚNN. Verð 320 þús. km. Beln sala. PORCHE 924 TURBO '79. Ekinn 125 þús. km. GRÁR og DÖKKBLÁR. Verð 790 þús. CHEROKEE CHIEF ’75. Ekinn 134 þús. km. Verð kr. 295 þús. BEIGE. ERUMMEÐ YFIR 700 BÍLA Á SKRÁ. VANTAR ALLAR GERÐIR BIFREIÐAÁ PLANIÐ. 652930 © 652931 SILR5RLRI HRFRRRFJRRRRR 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.