Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1989, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 31.08.1989, Blaðsíða 1
4US FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐflR WÉmpösturtnn ■ ■ K ■ r m ■■■■ 24. TBL1989-7. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST VERÐ KR. 70,- FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Eigendur Stálskipa segjast ekki trúa því, að Landsbankinn eda Fiskveiðasjóður setji þau út á klakann: „Hefðum keypt Otur, en var ekki gefinn kostur á því“ Áhöfhinni á Sigurey verður boðið að halda störfum sínum. Þingmenn Reykjaneskjördæmis hvattir til að leggja orð í belg. Bæjamtari auglýsinga- stjóri á ný Bæjarritari, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, hefur tekið við auglýsingamálum bæjar- félagsins á ný. Bæjarstjóri hefur sjálfur annast auglýs- ingamálin um skeið, en hefur nú afhent bæjarritara umsjónina á ný. Kaup eigenda Stálskipa í Hafnarfirði á Sigurey, togaranum frá Pat- reksfirði, hafa vakið mikið umtai. Málið hefurþó svo til eingöngu verið rætt frá sjónarmiði Patreksfirðinga. Minna hefur verið rætt um hags- muni Hafnfirðinga, en staðreynd er að Hafnfirðingar hafa á skömmum tíma misst úr Firðinum fimm skip, síðast Otur til Hornafjarðar. Salan á Otri fór þannig fram, að Hafnfirðingum gafst ekki tækifæri á að kaupa skipið og sagði einn eigandi Stálskipa, Ágúst Sigurðsson, í samtali við Fjarðarpóstinn í gærkvöldi, að Stálskip hefðu mjög líklega keypt Otur á sínum tíma, ef þeim hefði staðið það til boða. Söluverð Oturs var 245 millj. kr., en Sigureyjar 257,5 millj. kr. f>að kom einnig fram í viðtalinu við Ágúst, að eigendur Stálskipa hafa frá upphafi verið ákveðnir í að bjóða núverandi áhöfn Sigur- eyjar að halda áfram störfum. Sig- urey er nú að veiðum, en mun landa í Reykjavík bráðlega, ogþá fá núverandi eigendur væntanlega skipið til ráðstöfunar. Eigendur Stálskipa eru hjónin Guðrún Lár- usdóttir og Ágúst Sigurðsson, ennfremur bróðir Ágústar Þor- steinn Sigurðsson. Alyktun hafnarstjórnar, sem birt er í heild á baksíðu, er til stuðnings því að eigendurnir geti haldið skipinu, en orðrómur var á kreiki í gær þess efnis, að Lands- bankinn og/eða Fiskveiðisjóður myndu ganga að nýju eigendun- um vegna þeirra ábyrgða sem hvíla á skipinu. Ágúst sagði aðspurður, að hann tryði því ekki að svo yrði gert: „Við vitum ekki annað en að við séum viðskipta- menn Landsbankans. Við höfum ætíð staðið við okkar skuldbind- ingar gagnvart þessum aðilum og Skólamir að hefjast: Gmnnskólanemendur eru rúmlega 2.600 Skólarnir eru að hefjast. Kennarar mæta í skólana þann 1. septem- ber, en grunnskólanemendur eiga að mæta þann 6. september. Rúm- lega 2.600 grunnskólanemendur hefja skólagöngu í flmm skólum, þar af hefur Setbergsskóli starfsemi í fyrsta sinn. I Setbergsskóla verða nemendur á aldrinum 6 til 12 ára. skiljum ekki ef við verðum sett út á klakann. Þar verður þá togað í einhverja spotta." Ágúst sagði að þeim hefði fyrir- fram verið kunnugt um að Byggðasjóður myndi gjaidfella 40 millj. kr. lán til skipsins, en það gætu Stálskip greitt. Hann sagði ennfremur: „Vonandi leggja þingmennirnir í okkar kjördæmi orð í þennan belg.“ Fjarðarpósturinn leitaði upp- lýsinga hjá skýrsludeild Fiskifé- lagsins um landanir Sigureyjar síðustu ár. Það kom fram að togarinn hefur aldrei landað á Patreksfirði á þessu ári. í fyrir- liggjandi skýrslu um landanir í janúarmánuði og út apríl kemur fram að af 851,3 tonna heilarafla landaði skipið 732,8 tonnum er- lendis en 118,5 tonnum á mörkuð- um hér á suðvesturhorninu. Heildarafli Sigureyjar 1988 var 3.767.8 tonn. Þar af landaði það á Patreksfirði 2.704,5 tonnum, er- lendis 785,4 tonnum og á fisk- mörkuðum 277,9. Auk grunnskólanna hefja fram- haldsskólarnir starfsemi um líkt leyti, þ.e. Flensborgarskólinn, Iðnskólinn og Fiskvinnsluskólinn. Umsóknir um skólavist í Flens- borgarskóla hafa aldrei verið fleiri en nú, að sögn skólafulltrúa. Tónlistarskólinn og Náms- flokkarnir hefja starfsemi skömmu eftir að hinir skólarnir hefjast. Þá eru ótaldir ýmsir sér- skólar í bænum, svo sem dans- skólar o.fl. Næg tækifæri ættu því að vera til náms innanbæjar í vetur. FH-dagurinn á sunnudag Hinn árlegi FH-dagur verður n.k. sunnudag, 3. september. Hér er um uppskeruhátíð knattspyrnudeildar að ræða og ástæða til að fagna góðu gengi. Hátíðin fer fram á Kaplakrikavelli og verður svæðið opnað kl. 13.30. Dagskrá hefst kl. 14ogstend- ur yfir til kl. 16. Reyna að bijóta niður jámtjaldið Þessar hafnfirsku stúlkur sem eru, talið frá vinstri: Svafa Árna- dóttir, Kristín Svanhildur Helgadóttir og Helga Loftsdóttir eru á förum til Rússlands. Fjarðarpósturinn ræddi við þær um ferðina í gær og er viðtalið að finna í miðopnu blaðsins. Listi yfir þá sem I Frá reisugildi 1 Nýrþáttur: fengulóoirá 1 Rafveitunnar 1 „Fyrirtækin í Firðinum" S.-Hvaleyrarholti ,.u a * -sjabls.2 -sjábls.4 -sjálbls.7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.