Fjarðarpósturinn - 07.03.1991, Side 7
ORÐABELGUR:
Krakkar í drullu-malli
Langlundargeð föðurs, sem býr
að baki Sundhallarinnar, er að
verða þrotið. Hann hafði sam-
band við Fjarðarpóstinn í fyrri
viku og sagði þolinmæðina vera
að þrjóta.
Gefum honum orðið: „Ég bý
hér í einu af elstu hverfum bæjar-
ins, fegursta bæ á landinu. Barnið
mitt og annarra í hverfinu þarf að
bíða á þessu „fallega“ bæjarstæði
eftir skólabílnum. Eg er búin að fá
nóg af sullum-bullinu og drullu-
mallinu á planinu. Er ekki að
verða komið að því í frágangi á
svæðum bæjarfélagins að þessi
hornreka verði fyrir valinu?"
Faðirinn reiði sagði einnig: „Af
hverju er bragginn hér enn þá?
Gleymdist hann? - eða er hann
ekki nægilega í alfaraleið til að
bæjaryfirvöld vilji hann á brott.
Leiðrétting:
„Eins og köld
vatnsgusa“
Fjarðarpósturínn og Reykjavík-
urborg hafa áreiðanlega besta P.R.-
mann í vinnu fyrír sig sem hugsast
getur, að sögn þeirra undir gafli. Þó
er skrítiö aö P.R. maðurínn vinnur
þetta verk alls óbeðinn og launalaus.
Þeir voru hátt í 300 sl. gestirnir á
laugardag á sjávarréttadegi Kiwan-
isklúbssins Eldborgar. Þar var
bæjarstjórínn aðalræðumaður, auk
þess að menn studdu fleiri góða
málstaði.
Guðmundur Arni þakkaði mönn-
um ýmsa hluti og þá sérstaklega
Davíð Oddssyni og Fríðu Proppé,
sem hann sagði í báðum tilfellum
„aðsenda hörmunga“ Hafnarfjarö-
ar. Guðmundur Arni gaf skýríngu
og sagði að þessir „hörmungar“
væru: „Hitaveitan“ - í Reykjavík -
og „Fjarðarpósturínn“, en Fríða
værí úr Garðabæ.
Við hér á Fjarðarpóstinum erum
jafnhreykin, hvort sem það er Davíð
eða Fjarðarpósturínn sem á í hlut.
Hitaveitan og Fjarðarpósturínn ylja
íbúum Hafnarfjarðar áreiðanlega.
P.R.-maðurínn okkar, Guðmundur
Arni Stefánsson, stendur sig hið
besta, enda söluaukning mikil, bæði
hjá Hitaveitunni og Fjarðarpóstin-
um.
Kjartan Guðjónsson er einn af
þeim listamönnum, sem boðið hafa
lista-„snobbinu“ birginn. Hann
sagði í viðtali við Gísla Sigurðsson í
Lesbók Morgunblaðsins á laugar-
dag, að hann gæfi frat í allt saman...
og stóð við það.
Kjartan þessi sýnir í Hafnarborg.
„Listasnoppin“ hans, fulltúar Lista-
safns Islands, báðu um að fá að
kaupa verk af listamanninum um
helgina... ? „Nei. Þau eru ekki til
sölu“, var stutt og snöfurmannlegt
svar.“.......Áreiðanlega einn af
fáum listamönnum sem afgreiðír
Listasafn íslands á þennan hátt.
I grein Irisar Dungal, móður barns að Garðavöllum, sem birtist í síð-
asta blaði, féll niður ein málsgrein.
Fjarðarpósturin biður Írísi afsökunar á niourfellingum þessara lína
sem skiptu þó höfuðmáli, og fyrirsögn greinar hennar var tekin úr
Hér fer á eftir kaflinn sem datt út, óbreyttur:
„Mitt barn er aðeins eitt að 115 börnum sem eiga eftir að fá þessa
köldu vatnsgusu framan í sig. Hvers eiga þau að gjalda?
„Þau eiga miserfitt með að laga sig að breyttum aðstæðum en eitt er þó
víst, að mörg eiga þau eftir að eiga mjög bágt, ef af þessu verður.“
Írís Dungal
Fræðslufundur
og kvöldmessa
Þrjá næstu laugardagsmorgna
mun dr. Sigurður Orn Steingríms-
son, prófessor í guðfræði Gamla
testamentisins fjalla um „sátt-
málahugtakið“ í Gamla og Nýja
testamentinu á fræðslufundum í
safnaðaraðstöðu Hafnarfjarðar-
kirkju í Dvergi, gengið inn frá
Brekkugötu.
Fyrsti fundurinn verður haldinn
laugardaginn 9. mars og síðan
þeir næstu laugardagana 16. mars
og 23. mars. Þessir fræðslufundir,
sem eru öllum opnir, standa til
hádegis, en þá verður þátttakend-
um boðið upp á léttan háegisverð
í boði kirkjunnar.
Sunnudaginn 10. mars n.k. fer
fram kvöldmessa í Hafnarfjarðar-
kirkju. Hefst hún kl. 20.30. Séra
Sigurður Pálsson, aðstoðarfram-
V4'-*** ^ , 4,
rw
r i • \ i
'iii - JL ii "
kvæmdastjóri Hins íslenska Bibl-
íufélags prédikar. Þá syngur Jó-
hanna Möller einsöng. Kaffisam-
vera verður í Álfafelli eftir messu.
FASTUR PUNKTUR
í TILVERUNNI
A. HANSEN
UM HELGAR - í HÁDEGINU - í HAFNARFIRÐI
Húsnæðisnefnd
Hafnarfjarðar
Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar
auglýsir eftir umsóknum um
félagslegar íbúðir í Hafnarfirði.
Um er að ræða:
1. Félagslegar eignaríbúðir (sbr. eldri lög um
verkamannabústaði).
2. Kaupleiguíbúðir:
a) félagslegar kaupleiguíbúöir,
b) almennar kaupleiguíbúðir,
3. Endursöluíbúðir, byggðar samkvæmt eldri
lögum.
Þeir einir koma til greina varðandi félagslegar
eignaríbúðir og félagslegar kaupleiguíbúð-
ir, sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign.
2. Hafa haft meðaltekjur síðustu þrjú árin, sem
eru undir tekjumörkum, sem húsnæðismála-
stjórn ákvarðar.
3. Sýna fram á greiðslugetu og við það er mið-
að að greiöslubyrði lána fari ekki yfir þriðj-
ung af tekjum.
Réttur til almennra kaupleiguíbúða er ekki
bundinn tekjumörkum en tekið er tillit til hús-
næðisaðstæðna og fjölskyldustærðar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
húsnæðisnefndar, Strandgötu 11,3. hæð,
sem einnig veitir nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. og ber að
skila umsóknum á skrifstofuna fyrir þann tíma.
Vakin er athygli á því að eldri umsóknir
þarf að endurnýja, annars falla þær úr gildi.
Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar,
Strandgötu 11, 3. hæð
sími651300
7