Fjarðarpósturinn - 28.11.1991, Blaðsíða 4
FMRÐflR
pftsfttww
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: FRÍÐA PROPPÉ
AUGLÝSINGASTJÓRI: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR
ÍÞRÓTTIR: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR
LJÓSMYNDIR OG ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN
INNHEIMTUSTJÓRI: SIGURÐUR GÍSLI BJÖRNSSON
PRENTVINNSLA: FJARÐARPÓSTURINN OG BORGARPRENT
SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ BÆJARHRAUNI 16, 3. HÆÐ, PÓSTFANG 220
HAFNARFIRÐI. OPIÐ ER ALLA VITRKA DAGA FRÁ KL. 10-17, SÍMAR 651945 (SÍMSVARI
EFTIR LOKUN) 651745.FJARÐARPÓSTURINN ER AÐILI AÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG
H^BaBSEHÉUABkÁÐÆ
Eins og óþekkir
skólakrakkar
Sú von, aö breytingarnar á starfsháttum alþingis, þ.e.
fækkun þingdeilda í eina málstofu og þar meö fækkun
þingnefnda, virðist ekki ætla að leiða til markvissari
vinnubragða þingheims.
Það er hálfsorglegt að fylgjast með störfum alþingis
þessa dagana. í gær voru t.d. utandagskrárumræður um
þrjú málefni og samkvæmtfréttum Ijósvakamiðlanna var
hálfgerð óstjórn á þingheimi. Forseti þingsins þurfti að
áminna þingmenn ítrekað. Hljómuðu áminningarnar á
rás 2 í Ríkisútvarpinu eins og að kennari væri að skamma
óþekkan bekk í grunnskóla.
Ekki er enn komin mikil reynsla á, hvort störf þing-
nefnda verða skilvirkari, en það hlýtur að skýrast á
síðustu vikum fyrir jól, enda oftast þá og að vori, sem
flöskuhálsinn í nefndarstörfum bitnaði á þingstörfunum
í gamla kerfinu. - Það verður fróðlegt að sjá, hvort
löggjafarsamkoman verður skilvirkari í nýja kerfinu,
þegaruppverðurstaðiðívor. Þvímiðurbendirfátttilþess,
miðað við fréttir af löggjafarsamkomunni.
Jólin snemma á
ferðinni
Eins og sjá má af fréttum í Fjarðarpóstinum í dag,
virðist jólaundirbúningurinn óvenjulega snemma á
ferðinni. Menn hafa leitað skýringa á þessu og hefur hver
sitt svar. Sumir vilja meina að þetta sé afleiðing af
snemmbúnum jólainnkaupaferðum landans til Evrópu-
borga. Þar eru jólaskreytingar settar upp í verslunar-
hverfum strax í nóvember og allt er gert til þess að auka
jólaverslunina.
Hugsum um það
Jólin stytta svartasta skammdegið. Börnin eru full
tilhlökkunar og velflestir fullorðnir hlakka einnig til hvíldar
og samveru með ættingjunum. Jólin eru því í hugum
velflestra sannkölluð fjölskylduhátíð.
í gær var „bindindisdagur fjölskyldunnar". - Sumum
finnst léttur leikur, að sleppa því að hafa áfengi um hönd
í miðri viku, en því miður er það ekki alls staðar sjálfgefið.
Öðrum finnst sjálfsagt að hafa vín um hönd um helgar
og á stórhátíðum. Margir kunna að fara með áfengi, en
því miður ekki allir. Þau börn eru til, sem fá hnút í magann,
þegar vinirnir tala um jólin. Verður allt í lagi heima á
jólunum í ár? flýgur í gegnum huga þeirra - Þetta er
dapurleg staðreynd, en sönn. Hugsum um það.
Jólaundirbúningurinn óvenjusnemma á ferðinni:
Jólapappírssala Lions um helgina
Lionsklúbbur Hafnarfjarð-
ar verður með sína árlegu
jólapappírssölu um helgina.
Allur ágóði rennur óskiptur til
líknarmála hér í Hafnarfirði,
að sögn Baldvins E. Alberts-
sonar, kynningarfulltrúa
klúbbsins. Lionsmenn hafa ár
hvert staðið sjálfir við pökkun
ájólapappír,eníhverjum poka
eru ennfremur merkimiðar og
skrautband.
Lionskúbbur Hafnarfjarðar
hefur látið til sín taka í líknar-
málum í bænum á 35 ára starfs-
ferli sínum, en klúbburinn var
stofnaður 14. aprfl 1956. Þeirhafa
m.a. styrkt heimili fyrir þroska-
hefta í Norðubænum, einnig
sambýlið að Klettahrauni 17. Þá
hafa þeir gefið búnað til St. Jós-
efsspítala og Hrafnistu, DAS, að
ógleymdum stuðningi við Kisu-
deildina á dagheimilinu Víði-
völlum. Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar pakka inn jólapappírnum.
utf iæáúM
GLER-, POSTULIN- OG SILFURSKÁRTGRIPIR
Urval af kopar- og messingvörum
Utprjónaðir sokkar og vettlingar
Töskur - Vesti - Dúkar - Slæður o.m.fl.
Saumastofa og verslun með fatnað, íslenska og tyrkneska listmuni
TILVALDAR GJAFIR VIÐ OLL TÆKIFÆRI
Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14
LÆKJARGÖTU 34, - 220 HAFNARFIRÐI - S: 650021
Hrings-
konur
baka
laufa-
brauð
4