Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Blaðsíða 10
Reiðvegur við Flóttamannaveg
Bæjaryflrvöldum barst nýverið beiðni frá „Reiðveganefnd í Kjalar-
nesþingi hinu forna“ og Hestamannafélaginu Sörla. Þar var sótt um
ijárstyrk til að Ijúka lagningu reiðvegar meðfram svokölluðum
Flóttamannavegi.
Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti að ráðist verði í framkvæmdina og
munu bæjaryfirvöld greiða sinn hlut í henni.
í sól og sumarvl
• BARSELÓWA:
< Costa Brava í eina viku. Brottför 12. júní.
Flug og gisting á Lloret de Mar, íbúðarhótel
Fanals Park 32.900*
Flug og gisting á Alcober, íbúðarhótel Arcos II
32.900*
Flug og gisting á Playa de Pals, íbúðarhótel
GolfMar 37.900*
• MÍLANÓ:
p Flug og bíll. Flogið til Mílanó 29. júní og til
baka t.d. um Vínarborg
____________39.700**__________
• VÍNARBORO:
Flug og gisting í eina viku. Brottför 11. júní
48.500***
* Miðað við mann og að tveir verði saman í íbúð. Innifalið er ílug, gisting og
flugvallarsk.
** Miðað við mann og að tveir ferðist saman í bil í A-flokki.Innifalið er flug, bíll í 10
daga, ótakmarkaður akstur og kaskótrygging, ásamt flugvallarskatti. Ekki
innifalið skilagjald á Vinarflugvelli 6.000.
*** Miðað við mann í tveggja manna
herbergi á Hótel Regina. Innifalið
er flug, gisting m/morgunverði og
flugvaHarslc. J|| | 652266
Í 652267
f W*^ FERÐASKRIFSTOFA
!
II s:!
ifiir f 4nMnrlulr'
Kaupstaðarferðir á
sunnudögum f júní
Við Vesturgötu í hjarta bæjar-
ins, þar sem áður hét Akurgerð-
island, eru nokkur gömul og
sögufræg hús. Þeir fjórir aðilar
sem í dag hafa aðsetur við torgið
hafa tekið höndum saman um að
kynna starfsemi sína sameigin-
lega og kalla þeir staðinn „Við
sögutorg“.
Þessir aðilar em Byggðasafn
Hafnarfjarðar, Sjóminjasafn Is-
lands, Veitingahúsið A. Hansen og
í fjórða húsinu, sem er að vísu ný-
legt, er upplýsingamiðstöð ferða-
mála í Hafhaifirði. Söfhin hafa að-
lagað sýningartíma sinn óskum
ferðamanna og verða þau opin í
sumar frá kl. 13-17 alla daga, en
auk þess er alltaf hægt að panta
tíma fyrir hópa.
Uppákomur verða á torginu á
sunndögum í júní, eins konar
,,kaupstaðarferð“ þar sem fólk
kemur með vaming á markaðs-
torg, kaupir og selur í stóru tjaldi.
Sögumaður, lifandi tónlist og
fleira verður til skemmtunar.
Fyrsta, Jcaupstaðarferðin" verður á
Sjómannadaginn 6. júní og þá
snýst allt um sjómennsku og fisk.
13. júní verður áhersla lögð á
sveitina og sveitastörf. Hestamenn
mæta á staðinn á gæðingum sín-
um. 20. júní eru samgöngur fyrr á
tímum í sviðsljósinu, fombílar og
reiðhjól, og hinn 27. verður við-
fangsefhið heimilið, matargerð
áður fyrr og gömul tíska.
Tilbúnir til
sjálfboða-
vinnu
Ibúar við Birkiberg,
Burknaberg og Lækjarberg
hafa óskað eftir því við bæj-
aryfirvöld, að leiksvæði í
hverfinu verið fullfrágengið
hið fyrsta.
Beiðnir sem þessi, þ.e frá-
gangur í einstökum nýjum
hverfum, em ekki óalgengar
en nýmæli er að íbúamir bjóð-
ast í þessu tilviki til að vinna
að verkinu í sjálfboðavinnu, ef
það mætti flýta framkvæmd-
inni. Bæjarráð samþykkti á
fundi sínum sl. fimmtudag að
vísa framkvæmd verkefhisins
til bæjarverkfræðings
ÞÚ TRYGGIR EKKI EFTIR Á!