Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Síða 12

Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Síða 12
Foreldrafélag Víðistaðaskóla: Vorþrif og varðeldur Foreldrafélag Víðistaðaskóla gengst fyrir sinni árlegu vor- hreinsun við skólann í kvöld, miðvikudagskvöld, 19. maí. Eru nemendur hvattir til að taka foreldra sína með í skólann og hjálpa til. Hafist verður handa kl. 19.30 og lýkur átakinu kl. 21.30 með varðeldi. Eins og ætíð er verkefnum skipt á milli manna en þó er mesta á- herslan lögð á að allir hafi gaman af samverunni. Ætlunin er að fjar- lægja rusl, sópa og gróðursetja plöntur. Einnig fá yngstu nemend- umir græðlinga til að fóstra fram á næsta haust. Pylsur og Svali verða til sölu á vægu verði. Oldruðum boðið sér- staklega til messu Bæjarstjórn stofnar eignarhalds félag með 27 millj. kr. stofnfé - Ætlað til eflingar atvinnulífs. Verkalýðsfélögin ekki með við stofnun. fá verkalýðshreyfinguna, fyrirtæki og almennig til samstarfs. Hann lagði til að eignarhaldsfyrirtækið yrði rækilega auglýst með þetta í huga. Magnús Jón Amason taldi einnig af hinu góða að fá fjármagn frá verkalýðshreyfingu og einka- framtakinu til viðbótar. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að stofna eignarhaldsfélag með 27 millj. kr. stofnframlagi úr bæjarsjóði. Hlut- verk fyrirtækisins er að sögn bæjarstjóra á bæjarstjórnar-fundin- um í gær að stuðla að atvinnuefiingu í bænum og veita áhættufjár- muni til fyrirtækja. Stjórn félagsins skipar bæjarráð. Jóhann G. Bergþórsson bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks spurði bæjarstjóra á fundinum, hvort við- ræður við verkalýðshreyfinguna og stjóm lífeyrisjóðanna í bænum hefðu ekki borið árangur, en íyrir- hugða hafði verið að þeir tækju þátt í þessu atvinnueflingarátaki. Bæjarstjóri svaraði því til að viðræður hefðu átt sér stað um langt skeið. Engar endanlegar á- kvarðanir lægju þó fyrir af hálfu þessara aðila. Því hefði verið talið rétt að hefjast þegar handa, þar sem nægar umsóknir væm fyrir hendi um fyrirgreiðslu. Jóhann lagði áherslu á mikilvægi þess, að Krafðist samstöðu Skipulagsstjóri ríkisins krafðist samstöðu í bæjarstjóm, ef embætti hans ætti að samþykkja breytingu á skipulagi miðbæjar skv. 19. gr. skipulagslaga hvað varðar flutning svonefnds „tvíburahúss“ um 20 metra til norðvesturs. Flutningurinn var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum á bæjarstjómarfundi í gær. Ámi Hjörleifsson sat hjá, enda er hann byggingaðili hússins. Hús þetta verður byggt við Fjarðargötu 17. Skilyrði skipu- lagsstjóra er vegna deilnanna sem verið um skipulagsmál miðbæjar. Gefum þeim græðlinga FH-ingar hafa með hjálp Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hafið uppgræðslu trjáa á svæði sínu í Kaplakrika. Hólmfríður Finnboga- dóttir skógræktarstjóri setti niður fyrstu græðlingana ásamt Pétri Sigurgunnarssyni klappstjóra FH um helgina og var myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. FH-ingar skora á bæjarbúa að muna eftir FH-svæðinu þegar þeir grisja garðinn sinn og klippa trén. FJflRÐflB pbsturtnn Hpimaleikur FH: Okeypis fyrir krakka Fyrsti leikurinn í íslandsmótinu í fótbolta verður heimaleikur FH gegn Skagamönnum. Krökkum, 14 ára og yngri, er af því tilefni boðið ókeypis á völlinn. Leikurinn verður á sunnudag, 23. maí, og hefst hann kl. 20 í Kaplakrika. Hvetja má bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn og hvetja sína menn. Oldruðum verður boðið sérstak- lega til Guðsþjónustu í Hafnar- íjarðarkirkju á morgun, upp- stigningardag. Hefst hún kl. 14 og eftir hana er boðið til kaffi- samsætis í Alfafelli. Séra Þór- hildur Ólafs prédikar við Guðs- þjónustuna en báðir prestarnir þjóna fyrir altari. Karlakórinn Þrestir leiðir söng í kirkjunni og syngur í Álfafelli. Þar mun Þórdís Mósesdóttir einnig lesa ljóð. Reynt verður að greiða götu aldraðra til og frá kirkju. Rúta kemur að Sólvangi um kl. 13.30, að Höfn um kl. 13.40 og Sól- vangshúsum um kl. 13.40 og ekur þaðan að kirkju og þangað aftur síðar. Sóknamefndarmennimir Kristj- án Bjömsson, Fjóluhvammi, s. 652785 og Oddur Borgar Bjöms- son, Hellubraut 6, s. 54222 em og við því búnir að annast bílferðir ef óskað er og taka þeir við pöntun- um frá kl. 10-12 í fyrramálið. Kuldalegt á vordegi Lækjarskóla Hann var óncitanlega hryssingslegur sl. föstu- Þau bmgðu sér í hringleik og hlupu rjóð í kinnum í dag þegar foreldrafélag Lækjarskóla hélt árleg- skarðið. an vorfagnað á skólalóðinni. Fátt minnti á vorið, Veðurglöggir menn eygja nú vorkomuna og nema sjálf skemmtunin og leikir barnanna. þykir víst flestum sem tími sé til kominn, og jafnvel Foreldrar stóðu dúðaðir við grillin og veisluborð- þó fyrr hefði verið. in og börðu sér til liita. Krakkamir kunnu betra ráð. II VOR '93 Hátt í 100 fyrirtæki kynna sig á „Athafnadögum" í Kaplakrika 19.-23. maí. FJARÐARPÓSTURINN er eitt af þeim. KRAKKAR8 Minnum ykkur á aö halda vel um hverfin ykkar, því mikil eftirspurn er alltaf eftir söluhverfum, þegar skólarnir hætta. Geriö skil á mánudögum kl. 1 8 að Bæjarhrauni 16, 3. hæö. Dreifingarstjóri s. 651906

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.