Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Side 2

Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Side 2
KOMPAN Girðingar rifnar Bæjarráð samþykkti si. fimmtudag að aðstoða Skóg- ræktarfélagið við að nfa girð- ingar á svæði félagsins. Þetta var gjört í framhaldi af sam- þykkt aðalfundar Skógrækt- aifélagsins sem haldinn var 21. apríl sl. Listaverk á brott Ibúar á Hraunbrún 2A, 2B, 4 og á homi Garðavegar og Hraunbrúnar hafa farið fram á við bæjaryftrvöld að listaverk á hólmanum í Víðistaðatjöm- inni verði flutt burtu. Enn- fremur var þess farið á leit að komið verðí upp hraðahindr- un íyrir framan umrædd hús. Fram kom á síðasta bæjar- ráðsfundi að unnið er að því að koma upp hraðahindrun á þessum stað. Ekkert er bókað á fundinum varðandi bónina um listaverkið. Ókyrrð í höfninni Hafnarstjóm samþykkti á fundi sínum 5. maí sl. að láta fara fram athugun á „meintri aukinni ókyrrð“ í höfninni, eins og það er orðað. Sam- kvæmt heimildum Fjarðar- póstsíns telja vettvangsffóðir menn, að uppfyllingar og endanlegt afnám fjöm við höfnina orsakai umrædda ó- kyrrð. GAFLARIVIKUNNAR: - Vildi hitta Sigga T. undir gafli Fullt nafn? Gaflarinn. Fæðingardagur? Góðviðris- dagur á fyrri hluta aldarinnar. Fæðingarstaður? Undir súð í gamla miðbænum. Fjölskylduhagir? Eg og hún Stína mín höfum eignast tíu böm, sem öll búa í Firðinum. Afkom- endumir teljast í tugum. Bifreið? Nota nú bara tvo jafn- fljóta, eða næstum því. Starf? Grásleppukarl þegar 'ann gefur. Fyrri störf? Sjómaður og hafn- arverkamaður. Helsti veikleiki? Neftóbakið. Helsti kostur? Mjúkur á manninn og viðræðugóður. Uppáhaldsmatur? Ýsa og kartöfiur með hamsatólg. Versti matur sem þú færð? Pissur og pulsur og hvað það nú heitir allt þetta mslfæði. Uppáhaldstónlist? Lögin hans Friðriks, tónskáldsins okkar. Uppáhaldsíþróttamaður? Hallsteinn og Jóhannes á Borg. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Bjami læknir og Emil. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttir og þjóðlegur fróðleikur. Hvaða sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast?Amerískar hasar- myndir sem em að forheimska ungdóminn. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Helgi Hjörvar var góður, þegar hann las Bör Börsson. Uppáhaldsleikari? Gísli Hall- dórsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Fer aldrei í bíóhús. Hvað gerir þú í frístundum þín- um? Rabba við karlana undir gafli. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Hafnarfjörður og hef lítinn áhuga á öðmm stöðum. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Vinnu- og ráðdeildarsemi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti- og eyðslusemi. Hvaða persónu langar þig mesta að hitta og hvers vegna? Sigga T. í Hlíf undir gafli. Til að reyna að hjálpa honum að finna gömlu góðu verkalýðshreyfing- una. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Svona spyr maður ekki. Það þótti bara gott að geta sótt skóla. Hvað myndir þú vilja í afmælis- gjöf? Islenskt neftóbak og klút, ef það er ekki til of mikils mælst. Ef þú ynnir 2 millj. kr. í happadrætti, hvernig myndir þú verja þeim? Leggja inn í bankann til mögm áranna. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndir þú helst vilja vera? Svoleiðis er, held ég, bara í bíómyndum. Ef þú værir í spurningakeppni, hvaða sérsvið myndir þú velja þér? Hafnarfjörð fyrri tíma. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Að draga grásleppunetin mín. Hvað myndir þú gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Færi á Vor '93 í Kaplakrika. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Þeir em allir góðir, en svolítið ýktir a.m.k. þeir sem sagðir hafa verið af mér. „ÞETTA VERÐUR mjög umhverfisvænn gegnumakstur og það fer enginn þarna ógal-inn í gegn, án þess að eiga þangað erindi“. Pannig svaraði bæjarstjóri fyrirspurn Asu Maríu Valdimarsdóttur _ á bæjarstjórnarfundi í gær. Asa María spurði um fyrirhugaða tengingu Jófríðarstaðarvegs og Staðarhvamms við nýja kirkju Kaþólska safnaðarins. - „Um- hverfisvænn gegnumakstur“ heitir það sem sagt. MAGNÚS JÓN ÁRNASON flutti heilmikla ræðu á fundinum og hélt uppi merkjum einkaframtuks og frumhcrja í viðskiptum og verslun hérlend- is. Svo ranunt kvað að málflutn- ingi hans að Jóhann Gunnar gat ekki orða bundist og kvað þetta merkan atburð og ánægjulegan. Magnúsar Jón flutti meira að segja tillögu um skipan nefndar til að undirbúa hátíðarhöld á 200 ára afmæli verslunarsög- unnar á næsta ári. Þá eru 200 ár liðin frá því Bjarni Sivertsen, faðir Hafnarfjarðar hóf verslun. Magnús bætti því við að eigin- lega vantaði slíka menn í dag til að rífa upp verslun og viðskipti. TILLAGA MAGNÚSAR _ var samþykkt samhljóða, en Árna Hjörleifs fannst citthvað að sér vegið. Hann benti á að fram- takssamir athafnamenn myndu opna stórt vcrslunarhúsnæði á 200 ára afmælisárinu. ,Já Bjarnabúð" skaut bæjarstjóri þá inn í. J^ista Fjölbreyttar uppákomur allan júnímánuð Lifandi listviðburðir á hverju kvöldi Hádegisverður, kaffi, kvöldverður og kvöldKaffi með léttum vínveitingum Opið frá hádegi og fram eftir kvöldi MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR • STRANDGÖTU 34

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.