Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Blaðsíða 9
Námsferð til Cuxhaven 15.-23 apríl sl.:
„Alveg sérstakir vinir“
Tíu nemendur úr þremur hópum sem stundað hafa þýskunám í
Námsflokkum Hafnarfjarðar fóru snemma morguns þann 15. apríl
sl. ásamt kennara sínum, Maríu Eiríksdóttir, í námsferð til Cux-
haven, vinabæjar Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Ætlunin var að bæta
við þýskukunnáttuna í Cuxhaven-Voikhochschule.
Flogið var til Amsterdam og var
sérstök tilfínning að sjá allan gróð-
urinn, en hér heima var hvít breiða
yfir öllu. í Amsterdam tókum við
þrjá bílaleigubíla og keyrðum til
Cuxhaven. Ferðin þangað gekk
vel að undanteknum 100 km sem
fóru í „smá-krók“. Eftir langa en
skemmtilega bilferð komum við á
hótelið kl. 9 að kvöldi. Þar tóku á
móti okkur Rolf Peters, Jurgen
Donne og bræðumir Bem og Mik-
ael Glenz.
Við vorum í skólanum alla daga
til hádegis, nema sunnudag. Kenn-
arinn okkar var Mikael Glenz.
Kennslan byggðist mikið á að æfa
okkur í að tala þýskuna, þó mál-
fræðin væri tekin aðeins með. I
fyrstu byijaði Mikael að spyrja
okkur um daginn og veginn og þar
á meðal hve mörg böm við ættum.
Þegar allir áttu tvö til þijú böm
varð hann mjög undrandi og
spurði hvort allir Islendingar ættu
svona mörg böm . Sagði hann að
flestir Þjóðverjar létu sér nægja eitt
til tvö. Hann tók síðan fyrir hin
ýmsu efni, svo sem að lesa á mat-
seðil, að spyrja til vegar og lesa af
korti. Allir höfðu mikið gagn af
þessu námi, þó það væri einungis í
sex daga.
Móttakan í Cuxhaven var með
ólíkindum því þeir vildu allt fyrir
okkur gera. Má þar fremstan nefna
Rolf Peters sem eyddi miklum
túna með okkur og sýndi okkur
margt. Hæst ber heimsókn í Gall-
ery Artica til Möller-hjónanna, en
þar fengum við að skoða vinnu-
stofu listamannsins. Þau hjón
höfðu mikinn áhuga á öllu sem
viðkom Islandi og fengu okkur að
lokum til að syngja íyrir sig eitt ís-
lenskt lag. Við heimsóttum líka
Kunstler-Haus, en þangað koma
listamenn frá ýmsum löndum og
dvelja í lengri eða skemmri tíma.
Rolf Peters fór einnig með okkur á
flóamarkað, í heimsókn í íþrótta-
klúbb og kom því í kring að við
fengum að skoða dósaverksmiðj-
una Schamalbach Lubecca. Bem
Glenz og Jurgen Donner fóru með
okkur í skoðunarferð þar sem við
byrjuðum á að fara í kaffi á hótelið
See-Pavillion sem er í eigu Donn-
Greinarhöfundw, Emelía Dóra,
flutti þakkarávarp fyrir hönd hóps-
ins í la’öldverðarboði.
ers, fórum að Alte Liebe, Kugel-
bakke, keyrðum um höfhina, fór-
um niður að strönd að ógleymdu
því að ganga um göngugötuna.
Sérstaka athygli okkar vakti sá
mikli munur sem er á flóði og
fjöm þama, en á íjöm er hægt að
fara út í eyjuna Newark sem er tólf
kílómetra frá landi, fótgangandi
eða á hestvangi.
Við vomm boðin í kvöldverð á
See-Pavillion og þar fengum við
að skoða myndband um Cuxhaven
sem er mjög^ eftirsóttur ferða-
mannastaður. A sl. ári komu t.d.
3,6 milljónir ferðamanna en íbúar
bæjarins em aðeins 55.000. Er víst
oft mikil örtröð yfir hásumarið.
A laugardagskvöldinu var á-
kveðið að fara á „pöbbarölt" með
Bem Glenz og vinkonu hans Sa-
brine. Þá var borðað, drukkið og
mikið sungið en íslensku söngtext-
amir höfðu ekki gleymst heima.
Seinna bauð Bem okkur heim til
sín og var það ógleymanleg kvöld-
stund.
Fyrir allar aldir þann 23. apríl
var síðan haldið heim á leið eftir
stórskemmtilega og ógleymanlega
dvöl í Cuxhaven. Keyrt var til
baka til Amsterdam og flogið það-
an heim. Allir vom ánægðir með
dvölina. Þó svo að fólk hefði lítið
sem ekkert þekkst fyrir þessa ferð
þá er óhætt að segja að hópurinn
hafi náð einstaklega vel saman og
emm við nú öll alveg sérstakir vin-
ir Cuxhaven.
- Emelía Dóra Guðbjartsdóttir
Hópurinn í heimsókn hjá þeim Möller-hjónum í Gallery Artica, en þar
fengu þau að skoða vinnustofu listamannsins. Þau hjónin hafa mikinn
áhuga á Islandi og öllu því sem íslenskt er og tóku því Islendingunum
afbragðsveg, eins ogfram kemur í greininni.
WÓNUSIA
Starfsfólk EIMSKIPS leggur metnað
sinn í að veita góða alhliða flutninga-
þjónustu. Þar gildir einu hvort leiðin
liggur á sjó eða landi, um strendur
íslands eða fjarlæga heimshluta.
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
KÆNAN
Heimilislegur
veitingastaóur
Fiskihlaðborð
alla sunnudaga
Fjörug
bryggjustemmning
Harmonikkuleikur
Omflm
Tilboe
t*riggja mánaða kort
í Iíkamsrækt og tíu
tíma Ijósakort
HRES
IJKAMSRÆKT OG UOS
MiW<UUM4VCUilAvt(UIWU»»»SHU2: I?