Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Qupperneq 3

Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Qupperneq 3
Stórviðburður í Firðinum á föstudags- og laugardagskvöld: Hin eina sanna Randver á fjalirnar eftir 15 ára hlé SÖNG- gleði- og hljómsveitin Randver, skipuð úrvalsliði hafnfirskra kennara og skólastjóra, kemur saman í Hafnarfirði um helgina eft- ir fímmtán ára hlé. Alloft hefur verið reynt að fá þá Jón Jónasson, Ellert Borgar Porvaldsson, Guðmund Sveinsson og Ragnar Gísla- son saman á ný en ekki tekist fyrr en nú. Þeir troða upp aðeins tvö kvöld, n.k. föstudags- og laugardagskvöld, 11. og 12. júní, í Firðin- um við Strandgötu. Randver gaf á sínum tíma út þrjár hljómplötur sem eiga það sammerkt að hafa verið og vera enn, einar vinsælustu „partf‘-plöt- umar. A þeim er gleðipopp í þjóð- lagastíl og þekkja velflestir lög eins og „Bjössi on the milk-car“, „Grímstunguheiðin“, „Góðhjörtuð kona“ (sem elskar sinn ótrúa mann), „Ofurmennið Randver" og „Flakkarann“. Þeir félagar hittust íyrir skömmu, tóku nokkrar léttar æf- ingar og að þeirra sögn þá virðast þeir fremur hafa batnað með aldr- inum, en hitt: „Við þroskumst vel“, segja þeir kankvísir, enda fjörkálfar miklir, þó komnir séu í ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu. Það má einnig geta þess, að á sínum tíma þótti sumum ekki til- hlýðilegt að kennarar væm að syngja lífmiklar drykkjuvísur og fara með tvíræð gamanmál. Þeir héldu þó ótrauðir áfram og eítir þá liggja nú hljómplötumar: „Rand- ver“, „Aftur og nýbúnir“ og „Það stendur mikið til“. '68-kynslóðin ætti sérstaklega að gleðjast, auk þess eldri og yngri bæjarbúar, því þessi eðalsveit, sem í dag er skipuð kennara, tveimur skólastjómm og einum forstöðu- manni kennsludeildar, ætlar að rifja upp öll gömlu, góðu lögin í Firðinum um helgina. 500 börn á leikja- og íþróttanámskeiðunum Þátttaka hefur aldrei verið meiri á íþrótta- og leikjanámskeið- um bæjarins, að sögn Geirs Hallsteinssonar umsjónarmanns námskeiðanna. Um 500 börn eru nú á námskciðunum. Geir sagði í samtali við Fjarðarpóstinn, að námskeiðaltaldið veitti um 40 ungmennum vinnu við leiðbeinendastörf. Hann sagði einnig, að þessi góða þátttaka tryggði það, að íþrótta- og leikjanám- skeiðin stæðu alfarið undir sér sjálf peningalega að þessu sinni. Félagarnir íRandver íupptöku í„den tid“, taliðfrá vinstri: EllertBorg- ar Þorvaldsson, skólastjóri, Guðmundur Sveinsson, kennari, Ragnar Gíslason, skólastjóri, og Jón Jónasson, forstöðumaður kennsludeildar, en þeir voru allir kennarar í Hafnaijirði þegar Randver var stofnuð. Slysagildra eða aukið öryggi? - Óánægja íbúa með umferðarmannvirki á Norðurbraut íbúar í nágrenni gatnamóta Norðurbrautar og Hraunbrúar hafa hringt ítrekað á ritstjórn Fjarðarpóstsins síðustu daga til að kvarta yfir stórri umferðareyju sem búið er að koma upp á Norðurbrautinni þar sem ekið er inn á hana af Hraunbrún. Ómar Smári Armanns- son, formaður umferðarnefndar, sagði, er Fjarðarpósturinn leitaði á- lits hans, að þetta væri gert til að ná niður umferðarhraðanum, sem mikið hefur verið kvartað yfir af foreldrum ungra barna á svæðinu. Hann sagði einnig, að í framhaldi af þessari framkvæmd yrði sett upphækkun, þ.e. bunga, við Hraunkambinn, einnig á milli húsanna nr. 11 og 13 á Norðurbautinni. Reykjanesbrautar í sumar. Reikn- að er með að þeim framkvæmdum ljúki fyrir haustið, en með þeim ætti að komast skikk á þungaum- ferð af höfninni, sem hefur verið alltof mikil í gegnum miðbæinn. Ómar Smári gerði sér ferð á staðinn og skoðaði umferðareyj- una, eítir að Fjarðarpósturinn leit- að álits hans. Hann sagði, að upp- haflega hefði verið ætlunin að setja þama upp hringtorg, en pláss- ið ekki verið nægt. Tilgangurinn væri að draga úr hraða og því hefði þetta umferðarmannvirki verið sett þama niður. Hann sagði einnig að fleiri upphækkanir, þ.e. bungur, yrðu settar á götur í nágrenninu, en menn hefðu verulega áhyggjur af gangandi bömum á leið á Víði- staðatún í þeim umferðarhraða sem orðinn væri á götum bæjarins. Ómar bætti því við, að auðvitað væri það alltaf neyðarúrræði að hamla bflaumferð á þennan hátt, en því miður væri umferðarmenn- ing okkar ekki á hærra stigi. Af fyrirhuguðum upphækkun- um, þ.e. bungum, í bænum má nefna að ein verður sett á stútinn við Garðaveg, þá verða gatnamót Hraunbrúar, Hellisgötu þrengd. Framkvæmdir hefjast einnig fjót- lega, að sögn Ómars, við gang- braut á aflíðandi upphækkun á Suðurbraut við Þúfubarð. Þá hefj- ast framkvæmdir við mislæg gatnamót á mótum Ásbrautar Eins og sjá má á myndinni hefur innakstur og útakstur afNorðurbraut- inni verið þrengdur verulega. T K O Tónleikar í Kaplakrika Laugardaginn12. júní kl. 20:30 rage against the machine Rage against the Machine / Jet Black Joe. Þessi kraftmikla bandaríska rokk/rapp hljómsveit sem skyndilega hefur brotist fram í heimsfrægðina spilar hér ásamt hafnfirsku hljómsveitinni Jet Black Joe. Pantið miða tímanlega! Upplýsingar og miðapantanir (síma 65 49 86. Aðgöngumiðasala: Bókaverslun Eymundsson i Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfiröi, Strandgötu 50. ALÞJÓÐLEC LISTAHATIP I HAFNARFIIUM 4.-30. JUNI LI5TIN ERFYRIRALLA! 3

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.