Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Blaðsíða 5
Penni Sofusar: Nönnukot, ný kaff istofa Nönnu Hálfdánardóttur: ----------------------------w Útvarp Hafnarf jöröur: Listahátfðarútvarp f júní Bœjarstjórinn okkar er besta skinn en bágt á hann reyndar drengurinn. A5 leiðrétta rœðu svona þú sérð sem líkja mœtti við magnylgerð. En betri er líkingin líklega þín að líkja uppbyggingu við vítamín. Og auðvitað núna verð ég að votta að víst myndi Sverrir nú glaðlega glotta. Lok, lok og læs Fagrar konur úr Framtíðinni fóru og lokuðu sjálfa sig inni. Það er sem ég sé, aðSigurðurT., hafi hlegið hátt að þessu sinni. Útvarp Hafnarfjörður verður með Listahátíðarútvarp út júní- mánuð. Útvarpað verður alla virka daga frá kl. 17 til 19. Jafn- framt verður bráðlega útvarpað á kvöldin beint frá klúbbi Lista- hátíðar í Hafnarborg þar sem ýmsir tónlistarmenn leika fjöl- breytta tónlist. I Listahátíðarútvarpi verður dagskrá Listahátíðar kynnt með viðtölum við listamenn og starfs- Nanna til vinstri, ásamt frœnku sinni, Jenný Lind Valdimarsdóttur, í hinni nýju og vistlegu kaffistofu Nönnu- menn hátíðarinnar, leikin tónlist f,otl ’ ' ffá tónleikum hátíðarinnar og ný- afstöðnu lúðrasveitarmóti. Þá verður og fylgst með hverju einu af því sem er að gerast í bæn- um. Senditíðni Útvarps Hafnar- fjarðarerFM91,7. selt bl«f- lesið blað Hyggst gefa út „Astarljóð aldarinnar", ef vel gengur Nönnukot, er heiti á nýrri heimilislegri kaffistofu í miðbænum. Nönnukot er í litla gamla húsinu að Mjósundi 2, sem er beint fyrir ofan húsið sem Brunabótafélag íslands var í við Strandgötuna. Eig- andi kaffistofunnar Nönnukots er Hafnfirðingurinn Nanna Hálf- dánardóttir, en hún og fjölskylda hennar hafa gert kraftaverk á húsinu, endurnýjað og lagfært, en þó leyft öllum gömlu innviðunum að halda sér. Nanna er gift Sigurði Jónssyni, fyrrverandi lögreglu- þjóni í Hafnarfirði, núverandi starfsmanni Skýrsluvéla ríkisins. Nönnukot er hið vistlegasta og má lesa sögu hússins úr gömlum innviðum, svo sem þröskuldum þar sem óteljandi fótspor fyrrum íbúa hafa markað för sín. Nanna ætlar að reka kaffistofuna „upp á heilbrigðið“ segir hún. Þama verð- ur kellt upp á könnuna á gamla mátann, kaffið er heimabrennt og malað. Auk kaffis verður boðið upp á te og alvörusúkkulaði. Aðrar drykkjavömr verða sannkallaðir heilsudrykkir, án aukefna og fullir vítamína. Allt meðlæti verður þjóðlegt og heimabakað svo sem kleinur og flatkökur. Auk þess að reka kaffistofuna ætlar Nanna að selja minjagripi og taka í umboðssölu heimagerða muni fyrir bæjarbúa sem stunda heimaiðju. Nanna kvaðst aðspurð hafa fengið hugmyndina að Nönnukoti á ljóðakvöldi í Kram- búðinni í Reykjavík. Hún er ljóð- elsk og hefur m.a. safhað gífurleg- um fjölda áður óbirtra ástarljóða, sem hún hyggst gefa út í bók. Ætl- un hennar er, ef einhver hagnaður verður af rekstri Nönnukots, að nýta afraksturinn til útgáfu ljóða- bókarinnar, sem kæmi væntanlega til með að heita: „Ástarljóð aldar- innaf‘. Nönnukot er reyklaust hús, en þeir sem reykja geta annað hvort reykt utandyra, þar sem einnig verður aðstaða til að setjast niður í sumar, eða fengið hjá Nönnu nikótín-tyggjó og/eða plástur. Þá býður Nanna listamönnum að sýna verk sín í Nönnukoti, sem tekur alls um 30 manns í sæti. Hún er einnig tilbúin að leigja húsnæð- ið undir fundi og samkomur. Hús- ið er eign bæjarsjóðs og fékk hún það til afnota gegn því að halda því við og lagfæra, sem hún hefur vissulega gert skammlaust. Hún hyggst síðar setja upp eldhús í kjallara hússins og býður í fram- haldi af því upp á meiri þjónustu, t.d. heita súpu og smárétti. Til að byrja með verður opið í Nönnukoti alla daga frá kl. 14 til 23. Að lokum má geta þess„ að Nanna hefur geftð út sjómanna- kort með ljóði eftir sjálfa sig um ís- lenska sjómanninn. Kortið er myndskreytt af Rósu Ingólfsdóttur og er það til sölu í Nönnukoti. Glæsilegur sumarfatnaöur Ný sending af unglingafatnaöi DALAKOFINN Linnetsstíg 1 - sími 54295 Guðjón, lengst til hœgri, ásamt Ólafi Torfasyni, eiganda Garðakaups, sem afhendti fyrsta viðskiptavininum, Sigrúnu Ingólfsdóttur, blómvönd. Hópferðabílar BUS SERVICE Kristján Willatzen Breiöás 1-210 Garöabæ tS 658507 658505 - Fax 650330 STÓRAR OG LITLAR RÚTUR p er verkefni ekki vandamál! Meö samstarfi og samnýtingu þekkingar og reynslu náum viö árangri S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Stærsta samstarfsverkefni sveitarfélaga á íslandi Guðjón í Garðabæinn Guðjón Sveinsson sem starfað hefur í áratugi í Fjarðarkaupum flutti sig um set og gerðist versl- unarstjóri í nýrri stórverslun Garðakaups í miðbæ Garðabæj- ar, en verslunin opnaði 28. maí sl. Guðjón segir markmið Garða- kaups verða að halda vöruverði í lágmarki og veita góða þjónustu, enda sé Garðakaup stórmarkaður í alfaraleið í miðjum Garðabænum og stutt ffá Hafnarfirði og Reykja- vík, er haft eftir honum í fréttatil- kynningu sem barst Fjarðarpóstin- um með ósk um birtingu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.