Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Page 8

Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Page 8
EJflRMR pósturmn Skógardagur á laugardag Skógardagur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður n.k. laugar- dag, 12. júní. Mæting verður við Skógræktarstöðina kl. 9.30 árdegis. Plantað verður stafafuru í Höfðaskógi, einnig verður kennt að stinga niður rofabörð. Að plöntun lokinni verður boðið upp á hressingu í húsi Skógræktar- félagsins, Höfða. Allt áhugafólk um skógrækt og landgræðslu er vel- komið, segir einnig í fréttatilkynningu frá stjóm Skógræktarfélagsins. Ingvar áfram þjálfari Það er nú ljóst, að Ingvar Jónsson verður áfram þjálfari Haukanna í Úrvalsdeildinni í körfubolta og að allir lykilmenn liðsins verða áfram í herbúðum fclagsins. Ingvar Kristinsson, sem hefur verið formaður körfuknattleiks- deildar, mun láta af störfum eftir tveggja ára formennsku og Sverr- ir Hjörleifsson tekur sæti hans. Er þeim óskað farsældar í störfum sínum. Sjóminjasafnið: Fiskur og fólk Ný sýning var opnuð í Sjó- minjasafni Islands í Hafnarfirði á sjómannadaginn. Ber hún yf- irskriftina „Fiskur og fólk“ og er um sögu sjósókna og siglinga á íslandi í aldanna rás. Á sýningunni eru rúmlega 500 einstakir munir, þar af 40 líkön af bátum og skipum af ýmsum gerð- um, sex bátar í fullri stærð og 150 ljósmyndir, margar nýjar í eigu safnsins. Safnið hefur bætt við sig ljósmyndum í tilefni sýningarinn- ar, þ.á.m. frá Þjóðminjasafni ís- lands, Minjasafni Akureyrar og ekki síst Ljósmyndasafni Reykja- víkur. Meðal athyglisverðustu sýning- aratriða má nefna: Landhelgisbát- urinn ,Jnggjaldur“ sem Bretar sökktu undan Hannesi Hafstein, sýslumanni ísfirðinga á Dýrafirði 1899. Ný og fróðleg sýningardeild um köfun. Þar er sýnd í fýrsta skipti skipsklukkan úr franska haf- rannsóknaskipinu „Pourquoi Pas“ sem fórst við Mýrar 1936. Þá er kappróðrabátur frá Oxford og „Hvítbláinn“, fáninn sem sjóliðar af „Islands Falk“ tóku af Einari Péturssyni er hann reri sér til skemmtunar á Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913, fýrir réttum 80 ámm. Fágætir og glæsilegir munir úr safni Vita- og hafnamálaskrif- stofu frá fyrstu ámm vitaþjónustu á íslandi. Ennfremur má sjá á sýningunni árabátana tvo „Mels- húsabátinn" með Faxaflóalagi, sem smíðaður var á Álftanesi á síðust öld og „Hallsteinsnesbát- inn“ sem Þorbergur Olafsson smíðaði með breiðfirsku lagi vet- urinn 1934-1935. „Fiskur og fólk“ er kjörin skemmtun fýrir alla fjöskylduna. Sjóminjasafnið er opið alla daga frá kl. 13-17 út september. Hafnfirskar vatnaliljur Þessar hafnflrsku „vatnaliljur“ komu saman og áttu góða stund í Bláa lóninu nýverið og var myndin tekin við það tækifæri. Konumar hafa stundað sundleikfimi undir stjóm Lovísu Einarsdóttur, leikfimikennara. Starfsstúlkur á Hrafnistu í Hafnarfirði stofnuðu hópinn, en í hann hafa stöðugt bæst konur sem njóta góðs af leiðbeiningum Lovísu. Hún er þriðja frá hægri á myndinni. HAFNFIRÐINGAR! VERSLUM í HEIMABYGGÐ VITINN1 JL Vinir Hafnarfjarðar eru vfða Eitthvað fannst tíðindamanni Fjarðaipóstsins kunnuglegt við brúðuna sem jressar litlu stúlkur vom að leika sér með í Sandgerði þegar hann átti leið þar um nýverið. Þegar betur var að gáð var þama kominn alvöm gaflari, sem önnur litla stúlk- an á og sagðist hafa fengið á sýningunni Vor '93 í Kaplakrika. Við fengum að inynda stúlkumar með okkar „manni“. Sú sem á gaflarann heitir Margrét Ósk, hin heitir Iðunn Ýr. Þær em báðar 8 ára og búa í Sandgerði. Margrét Ósk sagðist ekki aðeins eiga „gaflarann“, sem hún kallaði reyndar fýrst „grall- arann“, heldur væri hún til skráður vinur Hafnar- fjarðar og bauðst hún til að sýna skilríki upp á það virðingarheiti. Þeir Sandgerðingar virðast eiga fleira sameigin- legt með Hafnfirðingum. a.m.k. stendur stómm stöfum á húsinu á bak við stelpumar „Vitinrí*. Fjölbreytt dagskrá á Listahátíð næstu daga: Heimsfrægur gítarleikari og „Rage against the Machine“ Meðal fjölniargra athyglisverðra atriða á Listahátíð næstu dagana eru tónleikar gítarleikarans Manuel Barrueco í Hafnarborg í kvöld. Manuel sem er frá Kúbu er í dag talinn í hópi bestu gítarleik- ara í heimunum. Manuel er kvæntur íslenskri konu. Þá býður unga fólkið spennt eftir tónleikum bandarísku rokkhljómsveitarinnar „Rage against the Machine“, sem verða í Kaplakrika á laugardag. Hafnfirska hljómsveitin , Jet Black Joe“ hitar upp. Annað kvöld, föstudagskvöld, verður einnig aukasýning á gjörningum og dansi Manuel Mendive, en uppselt var á sýningu hans fyrr í vikunni. Af öðmm uppákomum má Cambrian Brass Quintet heldur nefna að Vinir Dóra, Chicago tónleika í Hafnarborg á sunnudag Beau og Deitra Farr verða í Bæjar- kL 20.30. Kl. 15 á sunnudag verð- bíói annað kvöld, föstudagskvöld ur einnig fjölskyldudagur í Portinu kl. 21. við Strandgötu. Félagar í Leikfél- agi Hafriarfjarðar standa þar m.a. fýrir leik, spili og skrúðgöngu, en unglingadeild LH sýnir verk sitt: „Mysingssamloka með sveppum,, í Straumi á mánudagskvöld, 14. júní, kl. 20.30. Leonidas Lipovetsky píanóleik- ari heldur síðan tónleika í Hafnar- borg mánudaginn 14. júní og hefj- ast þeir kl. 20.30. Þriðjudaginn 15. júní verða tónleikar Guðrúnar Óskarsdóttur, semballeikara, og Kolbeins Bjamasonar, flautuleik- ara. Tónleikamir þeirra verða í Hafnarborg og hefjast kl. 20.30. KRAKKAR! Þi& standiö ykkur mjög vel í sölunni. Til hamingju. - Öll hverfi mönnuö. Geriö skil á mánudögum kl. 18-19 aö Bæjarhrauni 16, 3. hæð. Gangi ykkur vel. Dreifingarstjóri s. 651906

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.