Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN fxmiR Útgefandi: Framkvæmaastjóri: Ritstjóri: íþróttir og ljósmyndir: Innheimta og dreifing: Umbrot: Prentun: IjJARÐ^RPÓSTURINN hf. Óli Jón Ólason. Friðrik Indriðason. Jóhann Guðni Reynisson Steinunn Hansdóttir. Fjarðarpósturinn Borgarprent. FJARÐARPÓSTURINN, Bæjarhraun 16, 220 Hafnarfjörður. Símar: Ritstjórn 651945. Auglýsingar 651745. Símbréf 650835 Húsaleigubæturnar Fjölmörg sveitarfélag í landinu hafa kosið að taka ekki upp húsaleigubætur. Bæiarráð Hafnarfjarðar hefur aftur a móti sarnpykkt að taka upp húsaleigubætur til reynslu í eitt ár. Þessi ákvörðun bæjarráðs vekur nokkra furðu og er illskiljanleg í ljósi þess að bæjarráð veit ekki hvaða skuldbindingar það er að leggja a bæjarsjóð með þessari samþykkt. Magnús Jón Arnason bæjar- stjóri segir í tillögu um húsaleigubæturnar að með þeim se ríkisvaldið í raun að biðja sveitarfélagið um að skrifa upp á óútfylltan víxil. Að oreyndu mætti telja að bæjar- felag á borð við Hafnaríjörð hefði bitra reynslu ar að láta slíka pappíra í hendur ríkisvaldsins. Réttara hefði verið af bæjarráði að hafna húsaleigu- bótunum enda mæla öll rök með því. Staða bæjarsjóð er nú með þeim hætti að brýna nauðsyn ber til að standa á öllum tiltækum bremsum í fjárútlátum. Auk þess eru húsaleigubæturnar "dæmi um bræðing af verstu gerð" svo vitnað sé aftur til bæjarstjórans.Ú "Að auki eru á þeim ýmsir annmarkar sem gera framkvæmdina mjög flókna og torvelda mat á áhrifum og kostnaði." Rökin sem mæla með húsaleigubótum eru að með þeim er í fyrsta skipti gert ráð fynr jöfnun aðstöðu milli peirra sem kjósa að bua í eigin húsnæði og þeirra sem annaðhvort kjósa að gera það ekki eða hafa ekki til þess fjárhagslegt bolmagn. Þetta eru vissulega gild rök og löngu tímabært að þessi jöfnuður náist. Hinsvegar var til mun einfaldari leið til að nájöfnuðinum með pví að fara með húsaleigubæturnar í gegnum skattkerfið á sama hátt og vaxtabætur og barnabætur. Svo enn sé vitnað til tilTögu bæjarstjóra er hér um sambærilegar bætur að ræða og megmð afþeim upplýsingum sem leggja þarf fram eru tifstaðar í skattkerfinu. Sem fyrr segir veit bæjarráð ekki hvaða skuldbind- ingar það er að leggja á bæjarsjóð með þessari sam- þykkt en slegið hefur verið fram að þetta kosti bæjar- sjóð um 30-40 milljónir króna. Þessi upphæð hlvtur að vera í hærri kantinum því samkvæmt kónnun á högum hafnfirsku fjölskyldunnar sem Fjarðarpósturinn birti niðurstöður úr fyrir nokkru eru aðeins 6,5% bæjarbúa í leiguhúsnæði. Eftir sem áður stendur að það er slæm á- kvorðun að skuldbinda bæjarsjóð til fjárútláta þegar ekki er vitað hve há hin endanlega upphæð verður. Nær hefði verið að hafna þessum botum í núverandi mynd og reyna, í samvinnu við önnur sveitarfélög, að knýja ríkisvaldið til að koma þessu máli í hinn eðlilega farveg, það er skattakerfið. Verslum í heimabyggð Kaupmannasamtökin hafa nú hleypt af stokkunum á- takinu "Tryggjum atvinnu - verslum heima". Fjarðar- pósturinn nefur ætíð verið ötull talsmaður þess að fólk versli í heimabyggð sinni ef það fær þar sambærilegar vörur og þjónustu og annarsstaðar. Nú á tímum at- vinnuleysis er nauðsynlegt að leita allra leiða til að auka atvinnu og erþetta atak ein þeirra. Reiknað hefur verið út að ef þeir Islendingar sem gera innkaup sín er- lendis myndu gera þau her heima gætu 750 af þeim 1100 verslunarmönnum sem nú ganga atvinnulausir fá aftur vinnu. Þetta er verðugt markmið að stefna að. Friðrik Indriðason Átakinu 'Tryggjum atvinnu - verslum heima" hleypt af stokkunum Einn af hverjum sjö starfar við verslun Kaupmenn í Hafnarfirði með ýmislegt í bígerö Sveinn Sigurbergsson formaður Kaupmannafélags Hafnarfjarðar: Ég styð svona átök það er engin spurning. Kaupmannasamtökin hafa nú hleypt af stokkunum átakinu "Tryggjum atvinnu - verslum heima". Hér er um að ræða sam- starfsverkefni fjölmargra félaga og fyrirtækja um land allt en samkvæmt upplýsingum frá Kaupamannasam- tökunum er verslun fjölmennasta at- vinnugrein á Islandi og einn af hverj- um sjö vinnandi mönnum starfar við verslun. Og ef þeir Islendingar sem versla erlendis gerðu það hér heima myndi slíkt skapa 750 ný störf í greininni. Til samanburðar má geta þess að nú eru 1100 verslunarmenn atvinnulausir hérlendis. Sveinn Sigurbergsson kaupmaður í Fjarðarkaupum og formaður Kaup- mannafélags Hafnarfjarðar segir í samtali við Fjarðarpóstinn að kaup- menn í bænum séu með ýmislegt í bí- gerð í tengslum við þetta átak. "Við ákváðum að efna til svokallaðra langra laugardaga hér í bænum og verður sá fyrsti nú um helgina hjá verslunum í Bæjarhrauni og nágrenni þess," segir Sveinn. "Hugmyndin er að skipta bænum í þrjá hluta, það er Hraunið, Reykjavíkurvegur og ná- grenni og miðbærinn. Við byrjum í Hrauninu en síðan verða langir laug- ardagar næstu helgar í hinum tveim- ur bæjarhlutunum." í máli Sveins kemur einnig fram að nú sé að fara af stað hafnftrskir verslunardagar sem einnig tengist þessu átaki. "Við hér í Fjarðarkaup- um tókum þátt í landsátakinu í fyrra og okkur þótti það gefa góða raun. Ég styð svona átök, það er engin spuming. Okkar draumur hjá Kaup- mannafélagi Hafnarfjarðar er að geta gert eitthvað sameiginlega á þessum nótum. Þess má og geta að Kaup- mannafélagið eru elstu samtök kaup- manna á landinu." Mikil velta Árið 1993 var heildarvelta í versl- un samkvæmt virðisaukaskattskýrsl- um um 247 milljarðar króna. Þar af var smásöluverlsunin með 140 millj- arða kr. ef með er talin dreifmg á bensíni og olíu. Til samanburðar má nefna að sama ár velti iðnaðurinn tæplega 90 milljörðum króna og ftsk- veiðar og vinnsla rúmlega 109 millj- örðum kr. Kaupmannasamtökin benda á að þessar tölur undirstriki mikilvægi verslunarinnar í efnahags- kerfrnu og enn frekar sé litið til þeirr- ar staðreyndar að 2 af hverjum 3 krónum sem ríkissjóður innheimtir í vsk koma í gegnum verslunina. Á næsta ári mun verslunin þannig skila 27 milljörðum kr. í vsk. í brennidepli Listahátíð 1993 Sérkennileg umræða Frá því að ég kom inn í bæjar- stjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa einstaka bæjarfulltrúar varið lungan af tímanum í að velta sér upp úr gömlum málum fyrri kjör- tímabila. Það hefur kveðið svo rammt að þessu að þeir, sem í reynd eiga að stjórna bænum eftir ákvörðunum hafa enn ekki fengið forskrift er lítur að nútímanum eða nánustu framtíð. Þetta háir allri stjórnun hjá bænum í dag og ég hef áhyggjur af því að þeir, sem tekið hafa sér það vald að stjórna bænum séu hreinlega ekki starfi sínu vaxnir. Þetta á þó ekki einung- is að þurfa vera áhyggjuefni fyrir mig og félaga mína heldur og bæj- arbúa alla. Ég hef haft ágætan tíma til að fylgjast með hvernig einstaka bæjar- fulltrúi meirihlutans ber sig að og hvað þeir hafa til málanna að leggja. Því miður hafa umræður fyrst og fremst einkennst af afstöðu bæjar- fulltrúa til hvers annars, túlkun á þröngum stjórnmálaskoðunum og persónulegu viðhorfi, sem lýsir fyrst og fremst takmarkaðari skynsemi. Einstök málefni hafa ekki verið rædd af neinu viti í bæjarstjórn. Að hluta virðist framsetning stærstu mála helst vera gerð fyrir fjölmiðla og við- hlæjendur, en af þeim virðist nóg. Omar Smári Armanns- son bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins fjallar hér um hvernig umræður í bæjarstjórn koma honum fyrir sjónir Fulltrúar meirihlutans kveða sér hljóðs þegar þeir eru viðstaddir og setja þá á svið ákveðna sýningu þeim ætlaða. Sumir virðast hafa betri leik- hæftleika en aðrir. En bæði þá og þess fyrir utan er málatilbúnaður þeirra því miður lítið annað en innan- tómt þvarg. Þess vegna hefur öll framsetning fjölmiðla af málefnum tengdum Hafnarfirði að undanfömu verið á afskaplega lágu plani. Oft á árum áður var tilefni til að viðhafa slík vinnubrögð, en það var ekki gert vegna þess að þá unnu kjömir fulltrú- ar bænum sínum. Það virðist alveg hafa gleymst nú að fulltrúar í bæjar- stjóm hafa verið valdir af fólkinu í bænum til að standa vörð um al- mannahagsmuni og velferð þess, en ekki til að nota aðstöðu sína og meg- intíma í að standa í innbyrðis karpi eða að reyna að ná sér niðri á and- stæðingum sínum og fjölskyldum þeirra. Vonandi komast þessir aðilar upp úr "skotgröfunum" fyrr en síðar og átti sig á hlutverki sínu svo á- standið verði ekki þannig sem þeir sjálfir hafa svo ranglega lýst sem þegar orðnu. Raunar finnst mér hálf hjákátlegt að þeir, sem kosnir eru af íbúum sveitarfélags til að fara með þeirra mál í tiltekinn tíma, skuli endi- lega þurfa að skipa sér í andstæðar fylkingar af fyrrgreindum ástæðum. Nær væri að þeir ynnu hver um sig og allir saman af heilindum að þeim málum sem skipta máli fyrir bæinn og fólkið sem hann byggir. En slík skoðun á því miður ekki hljómgrunn í dag. Skýrslan um listahátíð Umræða um skýrslu Endurskoð- unar og reikningsskila h/f í bæjar- stjórn um listahátíð í Hafnarfirði 1993 er ágætt dæmi um það sem ég lýsti hér að framan. I stað þess að fjalla um einstaka efnisliði, málefni listahátíðar eða fyrirliggjandi skýrslu og niðurstöðu hennar hefur umræðan einkennst af fyrirlitningu og óútskýr- anlegum fordómum. Bæjarstjóri hefur fullyrt að samn- ingar hefi verið brotnir. I bókun meirihlutans kemur fram að um- ræddir aðilar haft ekki staðið við gerða samninga. í samningum Hafn- arfjarðarbæjar við AB annars vegar og stjóm listahátíðar hins vegar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.