Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN íþróttir Hópur dansaru sem keppti á mótinu frá Nýja dansskólanum. Þetta eru þau Agúst Már Agústsson og Sigríður Lovísa Tómasdóttir, Sædís Magn- úsdóttir og Viktor B. Viktorsson og Henríetta Þóra Magnúsdóttir og Jón Skírnir Agústsson. Reykjavíkurpör sigursæl Alþjóðlega danskeppnin Viking Open var haldin í íþróttahúsinu við Strandgötu um síðustu helgi og heppnaðist með ágætum. Pör úr Reykjavík voru sigursæl í þessari keppni því þau náðu efsta sætinu í átta flokkum af þeim átján sem keppt var í. Heimsmeistararnir Martin og Alison Lamb sigruðu í flokki atvinnumanna í latin-döns- um og annað erlent par, Anton og Susanna Novak frá Austurríki, sigruðu í standard-dönsum 35 ára og eldri. Einna bestum árangri af hafnfirsk- um dönsurum náði parið Eðvarð Þór Gíslason og Asta Lára Jónsdóttir eða öðru sætinu í latin-dönsum 12-13 ára og þriðja sæti í standard-dönsum í þessum aldursflokki. Árangur hafnfirsku dansaranna var m.a. annars sem hér segir: í flokki 11 ára og yngri standard urðu Gunnar Örn Ingólfsson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir í fimmta sæti. I flokki 14-15 ára latin urðu Þor- valdur Gunnarsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir í þriðja sæti. I flokki 14-15 ára standard urðu Þröstur Magnússon og Svanhvít Guðmundsdóttir í sjötta sæti en í þessum flokki náðu Reykvíkingar fimm efstu sætunum. 1 flokki 9 ára og yngri, einn dans, urðu Elva Árnadóttir og Ástrós Jóns- dóttir í fimmta sæti og í ílokki 9 ára og yngri náðu Björgvin Guðmunds- son og Hildur Ásgeirsdóttir í fjórða sæti. Fimleikafélagið Björk í húsnæðisvandræðum Nokkrar björtustu vonir ís- lands í fimleikum eru nú um það bil að lenda á hrakhólum vegna skorts á æfingahúsnæði. Bjarkirn- ar, eins og fimleikafólk í Fimleika- félaginu Björk er iðulega kallað, hafa fengið að æfa í húsi, sem Sparisjóður Hafnarfjarðar lánaði þeim af góðum hug, en það hefur nú verið selt. Fimleikafélagið hefur nýverið, með stuðningi bæjarsjóðs, fest kaup á sérstöku keppnisgólfi og fleiru og er um stóra fjárfestingu að ræða; talda í milljónum króna. Gólfið fer ekki vel í miklum og tíðum flutning- um og því er mikilvægt fyrir Bjarkirnar að komast sem fyrst í hús- næði sem er nægilega stórt þannig að ekki þurfi sífellt að pakka gólfinu saman. Sú aðgerð tekur um eina og hálfa klukkustund og gefur augaleið að slíka fyrirhöfn væri gott fyrir hafnfirskt fimleikafólk að vera laust við. Nóg um það að sinni. Um síðastliðna helgi fór fram haustmót Fimleikasambands Islands. Þar kepptu sjö stúlkur úr Hafnarfirði; þær Nína Björg Magnúsdóttir, Elva Rut Jónsdóttir, Þórey Elísdóttir, El- ísabet Birgisdóttir, Hildur Einars- dóttir, Hlín Benediktsdóttir og Marín Þrastardóttir. Gull og silfur í Hafnar- fjörð Að sögn forráðamanna Bjarkar eru stúlkurnar allar á réttri leið og á- gætt dæmi um það er góður árangur tveggja þeirra á mótinu: Nína Björg varð í fyrsta sæti í samanlögðu, á tví- slá og í gólfæfingum. Árangur henn- ar veitir henni þátttökurétt í Norður- landa- og Evrópumótum. Elva Rut hefur einnig náð þessum lágmörk- um. Hún varð í öðru sæti í saman- lögðum árangri á haustmótinu. Áhugi fyrir fimleikum er mikill í Hlín, Elísabet, Þórey, Hildur, Nína Björg, Elva Rut og Marín. Hér eru á ferðinni eldhressar stúlkur og þær kepptu allar á haustnióti Fimleika- sambandsins um síðastliðna helgi. Þar náði Nína Björg bestum árangri keppenda í kvennaflokkum að að sjálfsögðu eru allar þessar stúlkur glæsilegir fulltrúar fyrir hafnfirskt íþróttalíf. Hafnarfirði og stunda nú um 300 manns æfingar hjá Björk. Ásóknin er svo mikil að nær allir hópar eru full- ir og þarf að búa til nýja hópa ef fleiri vilia bvria að stunda fimleika. hæði stúlkur og piltar. Ástæðan er sú að takmarkaður er fjöldi í hverjum hópi til þess að þjálfarar geti með góðu móti haldið utan um þjálfunina og sinnt hverium og einum. Léttir (a.m.k. léttari) á velli og léttir í lund... Gísli Már Finnsson, Karl M. Karlsson, Kristján Oli Hjaltason, Jakob Riehter, Kristján Gunnars- son, Jón Auðunn Jónsson, Axel Alfreðsson, Steingrímur Guðjónsson og Hafsteinn Hilmarsson. DEKKIÐ Reykjavíkurvegur 56 Sími 51538 NÚ ER TÍMI VETRARDEKKJANNA ! Bjóðum úrval af nýjum dekkjum, ásamt sóluðum NORDEKK FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Kassinn út - maginn inn! Þær sátu að snæðingi á kaffi- húsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Á diskunum: gróft brauð, salat og fleira hollnieti. í glösunum: Vatn. Skap: Gott. Viðtökur sýndar blaðamanni seni gengur á fólk í hádeginu meðan það er að fá sér að borða, truflar það og spyr tíð- inda: Góðar. Sem sagt: Gott! Hér er í fáum orðum lýst aðdrag- anda og tilurð eftirfarandi en stúlk- umar, sem um er rætt, era þær Linda og Inga í Hress. Ég spyr: Jlvað er að frétta? Þær svara því til að erfitt sé að velja eitthvað til þess að segja frá; það sé svo margt um að vera. En hvort það er vegna þess að ég er af karlkyni þá segir Linda mér frá því að Inga, sem er fyrrum Islandsmeist- ari í vaxtarrækt, sé á fullu við að hjálpa hafnfirskum karlpeningi við að ná brjóstkassanum út og magan- um inn. (Fjarðarpósturinn hvetur hafnftrska karlmenn að verða sér úti um slíkt vaxtarlag hið fyrsta!) Það gerir Inga með þolþjálfun og styrkt- arþjálfun þar sem unnið er með lóð- um og sérstökum teygjum. Einnig er skokkað úti. Fita og vöðvamassi era mæld og áætlanir gerðar um matar- æði fyrir þá sem þess óska. Fjarðarpósturinn leit við í „öllu sínu karlmannlega veldi" og æfði vöðvahópa vísifingurs hægri handar við að smella myndum af þeim er hneigjast til æðri afreka. Inga sem mun vera einn helsti bumbubani karlmanna í bænum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.