Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 Umsjón Jóhann G. Reynisson Lúðvík Geirsson formaður Hauka ásamt hjó- Eiríkur Skarphéðinsson veislustjóri á taii við þá nunum Vilborgu Þorfinnsdóttur og Skúla Valtýssyni. Sigtrygg, Binna, Sturlu og Sverri úr körfuboltadeiid. Mikið fjör á árshátíð Hauka „Það má segja að árshátíðirnar okkar séu almennt eins og góð og fjölmenn fjölskylduboð," sagði Lúðvík Geirsson, formaður Hauka, nú eftir síðustu helgi en þá var árshátíð Hauka haldin. Arshátíðin var mjög vel sótt og skemmti Haukafólk sér besta. Hauk- ar sáu sjálfum sér fyrir skemmtiatrið- um og má þar tii dæmis nefna að meistaraflokksmenn röppuðu Haukalagið í nýrri útsetningu. Eins og sjá má á þessum myndum, sem Gísii Jónsson tók fyrir Fjarðar- póstinn á árshátíðinni, eru orð Lúð- víks að sönnu. Þarna voru síðan veittar ýmsar viðurkenningar, m.a. Ásbjamarbikarinn. Hann er veittur þeirri deild sem þykir hafa starfað best að æskumálum fyrir félagið. Körfuknattleiksdeild hlaut Ásbjam- arbikarinn að þessu sinni en flestir leikmanna meistaraflokks eru kom- ungir en þó rótgrónir í Haukum. Þyk- ir deildin því gera vel við dygga í- þróttamenn sína. Hrafnhildur, Harpa og Erna skemmtu sér víst með miklum ágætum á árshátíðinni Jón Hauksson, Sigurgeir Marteinsson og Stefán Jónsson auknefndur tætari á góðri stundu. ER ÁRSHÁTÍÐ FRAMUNDAN ... eða önnur skemmtun! Opib til k 1 . 16 alla laugardaga Vandaður fatnaður á góðu verði. Húðin strekktist og dökknar utan á fimm hafnfirskum vaxtarræktarköppum í nóvember fer fram íslands- meistaramót í vaxtarrækt. Nú er aðeins um mánuður í mótið þannig að væntanlegir keppendur eru farnir að láta verulega á sjá; húðin er tekin að strekkjast um vöðvana og æðarnar að þrútna svo líkamsá- sýnd tröllanna er líkust landakorti af miðhálendinu. Eftir því sem Fjarðarpósturinn kemst næst verða ftmm keppendur á vaxtarræktarmótinu úr Hafnarfirði og æfa þeir allir í Lækjarþreki. Það eru þeir Ámi Gísiason, Sigþór Áma- son, Axel Guðmundsson, sem allir em að keppa í fyrsta skipti, Magnús Bess og Reynir Guðmundsson. Allir em þeir langt komnir með „skurð- inn" en svo er það kallað þegar menn megra utan af sér fituna með ströngu mataræði, æftngum og almennt ofur- heilbrigðum lifnaðarháttum Skurður Sigþór Ámason var 92 kg við upp- haf „skurðar" en er nú 76 kg. Hann hyggst keppa í þyngdarflokki kepp- enda undir 70 kg. Ami Gíslason var 91 kg þegar hann byrjaði að „skera". Hann er nú 85 kg en stefnir á að keppa í flokki keppenda undir 80 kg. I þeim flokki verða einnig þeir Axel Guðmundsson og Reynir Guð- mundsson. Axel var 84 kg við upp- haf „skurðar" en er nú 81. Reynir kemur nú aftur fram á sviðið eftir nokkurt hlé en hann hefur tvisvar áður keppt í vaxtarræktinni og lengi verið viðloðandi líkamsræktina. Magnús Bess er fimmfaldur Is- landsmeistari eftir þátttöku í fimm mótum. Hann hefur aldrei verið ofur- liði borinn og hyggst ekki breyta út af þeirn vana sínum þetta árið. Magnús var 105 kg þegar hann byrj- aði að „skera" og er nú um 100 kg. Magnús mun keppa í þyngsta flokkn- um en þar keppa menn sem eru yfir 90 kg að þyngd. Samræmi í vexti Það er ekki sama hvernig framan- greindum líkamsbreytingum er hátt- að og að mörgu að hyggja. Samræmi þarf að vera í vexti keppenda, þeir þurfa að æfa framkomu sína á svið- inu, en gera þarf ákveðnar skyldu- stöður auk frjálsra, margumræddur „skurður" þarf að vera í lagi og margt fleira. Þannig er frumraun keppenda í vaxtarrækt oft og tíðum Hrikaleg búnt! F.v.: Magnús Bess, Árni Gíslason, Axel Guð- ntundsson og Sigþór Árnason. Á myndina vantar Reyni Guð- mundsson. merki tilrauna því þá eru þeir að læra inn á sjálfa sig. Engu að síður geng- ur mörgum vel í fyrsta móti og verð- ur forvitnilegt að sjá hvernig þessi hafnfirsku vöðvafjöll spjara sig í nóvember; alvanir sem frumbyrjar. Fiskar - Fuglar - Nagdýr Það sem gæludýrið þarfnast færðu hjá okkur Gæludýrabúðin Strandgata 26 - Sími 5 18 80 T | jólbarðþjónusta Hjalta H jallahraun 4 220 Hf. Þj<v Sími - 652121 o Nýir og sólaðir hjólbarðar á góðu verði 10 % stgr. afsláttur af hjólbörðum og þjónustu 20 % stgr. afsláttur af þjónustu fyrir ellilífeyrisþega Láttu okkur geyma sumar / vetrar hjólbarðanna og losnaðu við allt það umstang og þann óþrifnað sem fylgir hjólbörðum fyrir vægt geymslugjald STYBKJUM uandgb/eoslu uqRDDEKK " dekktná Islandt LLL M j | =| Örugglega feti framar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.