Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Nýtum fjármagnið Samkvæmt upplýsingum frá Kaupmannasamtökunum fara um 150 þúsund íslandingar til út- landa á hverju ári í margvíslegum erindagjörðum. Sumir versla þar lítið en aðrir mikið. Ef hver ein- staklingur verslar fyrir 25.000 krónur að jafnaði samsvarar það 3,75 milljörðum króna. Sem fyrr segir myndi þessi velta á Islandi hafa þau áhrif að 750 ný störf myndu skapast. Þar að auki rynnu 750 milljónir í rík- issjóð sem vsk en það jafngildir um 11% af áætluðum halla ríkis- sjóðs á næsta ári. Fyrir þá upp- hæð mætti auka framlög til Há- skóla íslands um 50% eða kaupa nýja björgunarþyrlu eða lækka skatta á hverja fjögurra manna fjölskyldu um 12.000 kr. á ári. Ýmsir víðburðir Átak það sem hér er hafið hef- ur verið kynnt meðal tæplega eitt þúsund verslana stórra og smárra um land allt og þar með talið í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýs- ingum frá Kaupmannasamtökun- um má vænta að á næstu tveimur vikum verði efnt til ýmissa við- burða hjá versluninni víða um land í tengslum við þetta átak. Ómar Smári Ármansson: Umræðan hefur því miður verið handahófskennd og einkennst af vanþekkingu á málatilbúnaði refsimála. kemur skýrt fram að ef um vanefndir verði að ræða eigi að fara með mál þar lútandi fyrir héraðsdóm Reykja- ness. Ef um slíkt mál er að ræða verður það ekki sent til rannsóknar hjá RLR, eins og látið er í veðri vaka í sömu bókun, enda sagðist bæjar- stjóri réttilega ekki vita hvað eða hvem ætti að kæra. Refsiandlag skortir Til þess að hægt sé að senda Ásgeir Long endursmíðar þekktustu gluggaútstillingu Hafnarfjarðar Lá gleymd upp á háa- lofti í tæplega 60 ár Ásgeir Long vinnur nú að end- ursmíði á einni þckktustu glugga- útstillingu Hafnarfjarðar. Þetta er verk sem stillt var í búðarglugga á verslun föður hans, Valdimars Long, fyrir jólin 1935 og bar heitið "Kvöld í Haf'narfjaröarborg eftir hálfa öld". Útstillingunni, sem er 5 sinnum 2 metrar að stærð var að- eins stillt upp í tvo dag en síðan hefur hún legið upp á háalofti í húsi við Brekkugötuna. Ásgeir fann það þar fyrr í sumar og ætl- unin er að það verði til sýnis við opnun Miðbæjarmarkaðarins í lok nóvember. Mjög vandað hefur verið til alls í útstillingunni sem á að sýna miðbæj- arkjaman í Hafnarfirði. Eins og sést er hönnunin á svipuðum línum og nú- verandi miðbær sem er að rísa. I út- stillingunni, sem er upplýst að innan, má finna fjórfalda rafmagnsbílabraut og litlar fígúrur af fólki em sömuleið- is rafknúnar en hreyfast hægar en bfi- amir. Á sinni tíð vakti útstillingin mikla athygli í bænum og segir sagan að mikil umferðarteppa hafi myndast fyrir framan verslun Valdimars Long en hún stóð þar sem Café Royale er nú að Strandgötu 28. Ásgeir Long segir í samtali við Fjarðarpóstinn að það hafi verið móðir hans og bróðir, Amfríður Ein- arsdóttir Long og Einar Long, sem smíðuðu útstillinguna en Guðmundur Ámason síðar aðstoðarbankastjóri í Búnaðarbankanum lagði einnig hönd á verkið. "Móðir mín og bróðir unnu við mál til RLR þarf að vera refsiandlag. Umræðan hingað til hefur því miður verið handahófskennd og einkennst af vanþekkingu á málatilbúnaði refsimála og er í rauninni mun alvar- legri þegar haft er í huga að inn í hana hafa verið dregnir, auk hlutað- eigandi aðila, bæði fyrrverandi bæj- arfulltrúar og ekki síst ákveðnir emb- ættismenn bæjarins. Eitt er að ræða um vanefndir á samningum og annað er að ræða um refsiverðan verknað án undangenginnar rannsóknar. Það á þrátt fyrir allt að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu til ábyrgra bæjarfull- trúa að þeir sýni fólki hæfilega og eðlilega tillitsemi. Hafa ber í huga að enginn telst sekur fyrr en sekt hans hefur verið sönnuð. Það er því rétt að fara varlega í allar getgátur eða al- hæfingar út frá lítt ígmnduðum full- yrðingum misviturra manna. Skynsamleg tiilaga I lokaorðum umræddrar skýrslu kemur fram að "endurskoð- endurnir leggja til að stjóm listahá- tíðar og aðrir, sem að henni stóðu, verði fengnir til að yfirfara fyrirliggj- andi niðurstöðu". Þetta er skynsam- leg tillaga og ástæða til að skoða vel áður en lengra er haldið. Af mörgu þarf að hyggja. Ef í ljós kemur að til- teknar greiðslur hafi ekki verið taldar fram til skatts af hálfu fjármála- stjórnar bæjarins, eins og fram hefur komið, þarf málið sérstaka skoðun hjá skattayfirvöldum. Ef í ljós kemur að ætla megi að samningsaðili hafi Mikið hefur verið lagt upp úr smáatriðum í útstillingunni. þetta verk frá því um haustið og fram til jóla árið 1935" segir Ásgeir. "Það var siður hjá föður mínum að smíða alltaf nýja útstillingu í búðargluggana fyrir jólin og því var þessi aðeins not- uð einu sinni. Þau settu hana upp laugardaginn fyrir jól og hún stóð að- eins þá einu helgi." I máli Ásgeirs kemur fram að hann hafi fundið útstillinguna í framhaldi af sjónvarpsþætti á Sýn þar.sem ver- brotið bókhaldsiög, sbr. 12. lið 2. gr., þarf það mál sérstakrar rannsóknar. Ef í ljós kemur að um stórfellda bók- haldsóreiðu hafur verið um að ræða, eins og fullyrt hefur verið, varðar hún við 261. gr. alm. hgl. Svo er einnig ef um umboðssvik eða auðg- unartilgang hafi verið að ræða hjá einhverjum aðila tengdum fjármálum hátíðarinnar, sbr. 249. gr. s.l. Þá er ekki útilokað að undangenginni at- hugun geti komið í ljós hugsanlegur fjárdráttur er varði við 247. gr. hgl. Ef um ætlað brot á hegningarlögum eða bókhaldslögum getur verið um að ræða er ástæða til að senda málið til rannsóknar hjá RLR. Efnislega hefur það þó aldrei verið rætt því ég veit ekki til þess að málið hafi verið skoðað í því ljósi. Alla þessa þætti sem og marga aðra þarf þó að skoða ef taka á mark á framkomnum yfir- lýsingum, en það er engin ástæða til að ana að einu eða neinu í þeim efn- um. Ekki er vitað að raunhæf eða eiginleg skoðun í framhaldi að gagnasöfnun hafi farið fram áður en stóru orðin voru sögð. Það hefur því engin ástæða verið fyrir núverandi meirihluta að hafa hafa uppi stórar fullyrðingar um ósönnuð brot. Hafa ber í huga að alls ekki er útilokað að einhverjir hlutaðeigandi aðilar geti hugsanlega kært ákveðna fulltrúa fyrir rógburð og rangar sakagiftir ef svo ber undir. Ath. millifyrirsagnir eru blaðsins. Svona leit upphaflega útstillingin út en hún er 5x2 metrar að stærð. ið var að fjalla um 200 ára verslunar- sögu Hafnfirðinga. "Þegar ég sá mynd af útstilingunni í þessum þætti mundi ég eftir að hafa séð hana fyrir 10-15 árum upp á háalofti á Brekku- götunni og þar var hún enn er ég at- hugaði málið og hafði þá legið þar í 59 ár." Eftir að útstillingin fannst kom fram mikill áhugi í bænum á að end- urgera hana og fékk Ásgeir m.a. fyr- irspum frá Ómari Smára Ármanns- syni formanni þjóðhátíðamefndar í Hafnarfirði um möguleikana á því. Ásgeir réðst því í verkið og hefur eytt hátt í ^OO^vinnustundum við endur- smíðina. Útstillingin er pappaklædd trégrind og segir Ásgeir að pappinn hafi verið ónýtur svo hann þurfti að skræla hann allan af. Húsin eru geymd í Smiðjunni á Strandgötunni þar sem Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur aðstöðu en Ásgeir tekur eitt hús í einu heim til sín til endurgerðar. Ás- geir lærði fyrst rennismfði í þessari vélsmiðju á árunum 1943-1947. Ásgeir hefur sótt um styrk til bæj- aryfirvalda sökum þessa verks og hann segir að nauðsynlegt sé að eitt- hvert fjármagn fáist ef honum á að takast að ljúka verkinu fyrir lok nóv- ember. Hann hefur fengið stuðning víða og hefur vinnustaður hans, Tækniskólinn, þannig gefið honum rafmótora og allan drifbúnað í raf- magnskerfið. Einnig má nefna að Byggðasafnið keypti papparúllur frá Danmörku til að klæða trégrindina á ný.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.