Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 12
BLÓMABÚÐIN * Blóm & Gjafavörur T • . r* r- Linnei 0971 Bifreiðastöð H a f n a r f j a r ð a r sími 650 666 TILBOÐSFERÐIR Á LEIFSSTÖÐ l-4 kr. 3.500 & 5-8 kr. 4.200 Húsaleigubætur samþykktar í bæjarráði Um óútfylltan vfxil að ræða -segir Magnús Jón Arnason bæjarstjóri í tillögu sinni um bæturnar Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að taka upp húsl^igubætur til reynslu í eitt ép. I tillögu sem Magnús Jón Arnason bæjarstjóri flutti og samþykkt var segir m.a. að í rauninm sé ríkisvaldið að biðja sveitarfélögin að skrifa upp á óútfylitan víxil. Lögin um húsaleigubætur séu bræðingur af verstu gerð og á þeim ýmsir annmarkar sem gera fram- kvæmdina flókna og torvelda mat á áhrifum og kostnaði. Hvað varðar rökstuðning með húsleigubótunum kemur fram hjá bæjarstjóra að þær séu þó spor fram á við í þeim skilningi að í þeim er í fyrsta skipti gert ráð fyr- ir jöfnun aðstöðu milli þeirra sem kjósa að búa í eigin húsnæði og þeirra sem annaðhvort kjósa að gera það ekki eða hafa ekki fjár- hagslegt bolmagn til þess. Síðan segir í tillögunni: "Vegna þessa og þrátt fyrir fjölmarga augljósa ann- marka á lögunum samþykkir bæj- ALLT FRAM STREYMIR ENDALAUST, ÁR OC DAGAR LÍÐA; NÚ ER KOMIÐ HRÍMKALT HAUST, HORFIN SUMARBLÍÐA. 20% KYNNINGAR- AFSLÁTTUR AF NÝJUM SÉRRÉTTASEÐLI í F|ÖRUNNI VÍKING^VEISLURNAR I ALCLEYMINGI í FIÖRUCARÐINUM. OPIÐ TIL 03.00 UM HELGAR. FJARAN J (heytt w}... eHK Mni STRANDGÖTU 55, HAFNARFIRÐl, SÍMI 651213/651890, FAX 651891 arráð að taka upp húsaleigubætur til reynslu í eitt ár." Magnús Jón telur að eðlilegra og einfaldara hefði verið að greiða húsaleigubætur í gegnum skatt- kerfið með sama hætti og vaxta- bætur til húsbyggjenda og barna- bætur til fjölskyldufólks. Um sam- bærilegar bætur sé að ræða og megnið af þeim upplýsingum sem leggja þarf fram séu þar þegar til staðar. jU . 'V ‘ ■ , . Þau Þröstur Magnússon og Svanhvít GuíYmundsdóttir frá Hafnarfirði í léttri sveiflu. Alþjóðlega danskeppnin heppnaðist vel Það er ekki annað hægt að segja en að aljijóðlega danskeppnin, Viking Open, sem haldin var í Hafnarfirði á laugardag hafi heppnast vel. Reykvísk pör áttu góðu gengi að fagna í kcppninni og í tilefni Sprengidaga 20 % afsláttur af ostabakka ns - , , . * Fjórir ostar og 'l/ U, I—I I I Q | fl sulta aðeins kr. 575,- Fjarðargötu 11 Sími: 653940 ekki kom á óvart að heimsmeistar- arnir í atvinnudönsum sigruðu í sínunt flokki. Nánar er sagt frá keppninni á íþróttaopnu og greint frá gengi Hafnfirðinga. Einna bestum árangri af hafn- firskum dönsurum náði parið Eðvarð Þór Gíslason og Asta Lára Jónsdóttir eða öðru sætinu í latin-dönsum 12-13 ára og þriðja sæti í standard-dönsum í sama flokki. Reykvísk pör voru sigursæl og sigruðu í átta flokkum af átján sem keppt var í. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 10 Dröfn hf. hefur sótt um fram- lengingu á greiðslustöðvuninni. Sala á eignum reynd Dröfn hf. hefur sótt um fram- lengingu á greiðslustöðvun sinni til næstu þriggja niánaða. Jafnframt eru eigendur fyrirtækisins að reyna að selja eignir þess til að létta á erfiðri fjárhagsstöðu. Sem kunnugt er af fréttum var öllu starfsfólki Drafnar sagt upp um mánaðarmótin er þiggja vikna greiðslustöðvun rann út. Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að allar líkur séu á að starfsfólkið fái endurráðningu en alls er um tæplega 60 manns að ræða. Hvað varðar framiengingu á greiðslustöðvuninni mun sýs- lumaður taka afstöðu til málsins í dag, limmtudag. Rúnar er bjart- sýnn á að framlengingin fáist. Engar formlegar viðræður eru hafnar um eignasölu en Rúnar segir að þreifingar séu í gangi við ýmsa aðila. Það sem einkum á að reyna að selja eru eignir við Strandgötuna. "Okkar hugmynd er annað hvort að selja eignir eða leigja þær út ef sala gengur ekki,” segir Rúnar. Líkbíllinn gerður upp? Byggðasafnsnefnd er nú að at- liuga hvort leita eigi til Ford-um- boðsins með styrk til að gera upp gamla Ifkbflinn sem verið hefur í vörslu Byggðasafnsins. Bíllinn er með miklum útskurði eftir Rík- harð Jónsson. Samkvæmt upplýsingum frá Bimi Péturssyni hjá Byggðasafn- inu var bíllinn síðast í notkun á ár- unum 1966-67. Á honum er tré- kassi að aftan og er útskurður Rík- harðs á kassanum. Það er talið nauðsynlegt að gera bílinn upp því talsvert ryð er komið í hann.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.