Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Qupperneq 9

Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Qupperneq 9
FJARÐARPÓSTURINN 9 Fyrsti vetrarsnjórinn mættur Smáárekstrasúpa og ös á hjólbarðaverkstæðum Fyrsti vetrarsnjórinn er mættur til leiks hér í bænum með tilheyr- andi smáárekstrasúpu, umferð- artöfum og ös á hjóibarðaverk- stæðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu 6 árekstrar á mánudag, smánudd í flestum til- vika en tvisvar þurfti að fjarlæga bíl með krana frá slysstað. Eins og oft áður vöknuðu öku- menn upp við vondan draum á mánudagsmorgun og hópuðust á hjólbarðaverkstæðin til að setja vetr- ardekkin undir bíla sína. Hjalti Þór- arinsson hjá Hjólbarðaþjónustu Hjalta segir að það hafi verið vitlaust að gera hjá þeim fyrri hluta vikunnar og hann nefnir sem dæmi að á mánu- dag hafi þeir umfelgað eina 120 bíla sem sé sami fjöldi og alla vikuna þar á undan. Sömu sögu segir Bjami Magnús- son hjá Dekkinu. "Það er búið að vera snælduvitlaust að gera hjá okk- ur og við kölluðum út aukamannskap til að anna eftirspurninni," segir Bjami og nefnir að örtröðin á mánu- dag þegar þeir umfelguðu 120-130 bíla sé svipuð og tveggja vikna vinna hjá þeim undir eðlilegum kringum- stæðum. Hlaðbær-Colas og JVJ unnu sam- an við Suðurlandsveg Okkar pakki var 50 milljónir kr. -segir Sigurður Sigurðsson fram- kvæmdastjóri hjá Hlaðbæ-Colas Hlaðbær-Colas og JVJ, tvö verktakafyrirtæki í Hafnarfirði, unnu saman við ákveðna verk- þætti í hinum nýja Suðurlandsvegi sem nú hefur verið opnaður. Sig- urður Sigurðsson framkvæmda- stjóri hjá Hlaðbæ-Colas segir að þeirra pakki hafi numið 50 millj- ónum króna eða um 12% af heild- arkostnaði við veginn sem nam 420 miljónum kr.. Um var að ræða frágang á efsta burðarlagi, mal- bikunarframkvæmdir, frágang á umferðareyjum o.fl. I máli Sigurðar kemur fram að samstarf Hlaðbæjarog JVJ hafi byrj- að á síðasta ári og framhald orðið í ár. "Við erum að öllu leyti mjög á- nægðir með samstarfið enda getum við stutt hvom annan í ýmsum verk- um sem við tökum að okkur. Því verður framhald á þessu samstarfi," segir Sigurður. "Það er ekki annað hægt að segja en við séum einnig á- nægðir með þátt okkar í Suðurlands- veginum." Yngsta kynslóðin fagnar fyrstu snjókomunni. Hér sjást þær Vigdís, Elísabet, Karen, Elva Dögg og Friðrós í Hellisgerði. Vetrarstarf Vitans Áhersla lögð á klúbbastarf Vetrarstarf félagsmiðstöðv- arinnar Vitans er nú komið í fullan gang og margt á döfinni í nóvember. Geir Bjarnason forstöðumaður Vitans segir að vetrarstarfið sé á hefð- bundnum línum en meginá- herslan sé lögð á klúbbastarf- ið. "Við teljum að við náum best til einstaklinga í gegnum hópstarfsemi eins og klúbb- arnir eru," segir Geir. Auk hefðbundins félagsstarfs í Vitanum er rekin einskonar útideild á hans vegum sem kallast Götuvit- inn en markmiðið er að fylgjast með unglingum síðla kvölds og frameftir nóttu um helgar. Og síð- asta vetur var starfrækt starfsemi sem kallast "Foreldrarölt" og þótti gefa góða raun. Þessu verður framhaldið í vetur en um er að ræða samstarfsverkefni milli Foreldrafélaga í grunnskólum bæjarins og Vitans. Foreldrar mættu í litlum hópum á Vitann á föstudagskvöldum í spjall og kaffi en síðan var rölt um bæinn. Geir vill skora á foreldra að gefa kost á sér og láta skrá sig á lista þeirra sem áhuga hafa. Fræðslufundir vimuvarnarnefndar i skolunum Vímuvarnarnefnd Hafnarfjarð- ar heldur fræðslufundi í skólum bæjarins um vímuefni og skaðsemi þeirra. Fundir eru haldnir fyrir bæði foreldra og nemendur og hafa tveir foreldrafundir þegar átt sér stað, í Hvaleyrarskóla og Set- bergsskóla. Vímuvarnarnefnd heldur þessa fundi í samvinnu við foreldrafélög grunnskólanna og skólayfirvöld. Fræðslufundir fyrir foreldra nem- enda í 8.,9. og 10. bekk verða sem hér segir á næstunni: I Öldutúnsskóla 7. nóv., í Víðistaðaskóla 8. nóv. og í Lækjarskóla 14. nóv. Fundartími er frá kl. 20-22. Fræðslufundir fyrir nemendur verða sem hér segir: I Hvaleyrar- skóla 15. nóv., í Öldutúnsskóla er 8. og 9. bekkur þann 21. póv. og 10. bekkur þann 22. nóv. I Víðistaða- skóla er 8. og 9. bekkur þann 28. nóv. og 10. bekkur þann 29. nóv.. Setbergsskóli og Lækjarskóli halda fundina sameiginlega þannig að 8. og 9. bekkur þessara skóla funda 5. des. í Setbergsskóla en 10. bekkur hjá báðum funda 6. des. í Lækjarskóla. SPRENGIDAGAR Rmmtudag Föstudag Laugpidag Andorra Snyrtivöruverslun Strandgata 32 Bláskel Fataverslun Strandgata 41 Söluturninn Ann & Nína Strandgata 3 Ás - Fasteignasala Strandgata 33 Söluturninn Björk Strandgata 11 Pylsa - Coke - Síríuslengja kr. 200 Efnaval - Nýjar matvörur Strandgata 50 Kakómalt - Súkkulaðidrykkir Idýfur- Diet sósur Lyng - Ljósritunarstofa Eigin mynd á boli ogpúsluspil STRANDGOTU Filmur og Framköllun Strandgata 19 15 % afsláttur af 13 x 18 mynd karton og ramma Strandsmfði sf Strandgata 50 Guðm. Ingólfsson og Þorgeir Gunnarsson Málmsmíði - Stál - A1 - Ryðfrítt Úr og skartgripir Strandgata 37 Bókabúð Ólivers Steins Strandgata 31 Búsáhöld og leikföng Strandgata 11 Verslunin Okkar Strandgata 9 Töskur - Hanskar - Bamafatnaður Söluskálinn Strandgata 30 Pylsa - Super Coke kr. 190 Tommi - Tölvuleikjaverslun Strandgata 28, 2. hæð Skiptimarkaður fyrir Nintendo-leiki og Sega Mega drive - Hlutverkaspil Islandsbanki Strandgata 1 Kaffi Royale Strandgata 28 Tilboðsdagar Gæludýrabúðin Strandgata 26 Apótek Hafnarfjarðar Strandgata 34 Sparisjóður Hafnarfjarðar Strandgata 8-10 Fjörukráin Strandgata 55 ohð IAUGARDAG IOjOO-1600

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.