Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frá fimmtudegi 23. febrúar til miðvikudags 1. mars. Vatnsberinn (20. jan. -18. feb.) Þér er óhætt að treysta á hugleiðing- ar krabbans, hann vill þér vel. Vertu samt á verði gagnvart vissum aðilum sem þráast við og misskilja alla skap- aða hluti. Kannaðu hug þinn og öll þau leyndu skúmaskot sem þar eru, strax í byrjun mánaðarins. Fiskurinn (19. feb. - 20. mars) Þekkingaröfl sem eru á sveimi þessa viku hvetja þig óspart áfram til að takast á við margt sem þú hefðir áður ekki treyst þér í. Þú veist betur en nokkur annar að andlegur kraftur þinn er sterkur og máttugur. Nýttu hann til góðra hluta og hættu að efast. Hrúturinn (21. mars -19. apr.) Þú munt fagna því innilega að vera í takt við sjálfan þig, þessa daga, og að finna þennan innri friö. Það felst mik- ið frelsi í slíku öryggi. Og þetta frelsi geislar út á við og gerir þig að heill- andi persónuleika. Töfrandi tími, njóttu vel. Nautið (20. apr. - 20. maí) Það sem var endur fyrir löngu verður lifandi ímynd dagsins. Ef til vill fylgir þessari upplifun einhver skilaboð? Breyting er í vændum á heimilishög- um og þar með líka einhver óvænt og mjög ánægjuleg tíöindi. Ástin spilar stóra sinfóníu. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Hvað býr í þokunni? Það hafa verið þokukenndir dagar undanfarið en er nú að rofa til og margt er að skýrast. Þó er ekki allt ánægjulegt sem glittar í en taktu það neikvæða ekki til þín, því þú átt það ekki. Annað skaltu grípa, það átt þú skilið. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Svarið sem þú leitar að og vilt heyra er “já.” Margir leita til þin með sín vandamál, sem þú leysir ágætlega úr og hjálpar þér til að leysa, jafnvel, úr þínum eigin. Marsmánuður hefst með því að þú leitar þér þekkingar á and- legum málum. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Helgin færir þér frið og ró sem er orð- ið nokkuð langþráð hugtak. Gerðu nú eitthvað alveg sérstakt fyrir sjálfa(n) þig, t.d. að kaupa þér fatnað í lit sem fyrirfinnst ekki í klæöaskápnum. Þaö kemur í Ijós þegar á reynir. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Heimilisfólkið er ekki alveg sátt við ó- sveigjanleika þinn þessa dagana. Það má nú stundum vega og meta aðstæður og óvæntar uppákomur. Annars eiga börnin og eldra fólkið í- tökin, núna, og munu kunna vel aö meta það að vera meö í hringiðjunni. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Sjóðandi heit kjötsúpa á vel við á svona degi (föstud.) þegar þörf er á uppbyggjandi innri og ytri krafti. Helg- in verður bara með betra móti og ein- lægt fólk í heimsókn. Hlustaðu á ein- hvern af yngri kynslóðinni, þar færðu góða hugmynd. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Það er aldrei að vita hvað þú finnur í Kolaportinu, þetta er svona "grams” helgi og nógar átt þú hugmyndirnar. Þú færð óvænt ómótstæðilega áskor- un. Haltu þínu striki, vertu áfram hisp- urslaus en réttlát(ur). Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Vandaðu orðaval þitt vel, til að fyrir- byggja misskilning. Sumir heyra bara það sem þeir vilja heyra. Það koma góðar fréttir um helgina og þér léttir mikið. Margar nöldurskjóður hafa í- þyngt þig, undanfarið með vandamál. Búið í bili. Steingeitin (22. des. -19. jan.) Föstudagur til lukku, á öllum sviðum. Þú uppskerð reyndar ekki enn það sem þú sáðir fyrir áramót en það á eftir að skila sér. Þetta er bara aö minna þig á, því allt á sinn tíma. Haltu áfram að vera leiðandi Ijós og á rétt- um stöðum. Norræn höggmynda- sýning í Hafnarborg Laugardaginn 25. febrúar kl. 15 verður opnuð höggmyndasýningin “Frá prímitívisma til póstmódern- isma” í Hafnarborg. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Sig- urjóns Olafssonar og Hafnarborg- ar og liður í Norrænu menningar- hátíðinni Sólstafír sem haldin er í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs í Reykjavík. Listamennirnir sem sýna eru sænski myndhöggvarinn og málarinn Bror Hjorth (1894-1968), íslenski myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson (1908-1982), finnski myndhöggvar- inn Mauno Hartman fæddur 1931, Daninn Bjöm Nörgaard fæddur 1947 og Norðmaðurinn Gunnar Torvund fæddur 1948. Með sýningunni er ætlunin að draga fram helstu strauma og ein- kenni í höggmyndalist aldarinnar eins og þau birtast í verkum þessara fimm norrænu myndhöggvara. Stikl- að er á stóru og áhersla lögð á að kynna höggmyndalistina sem list- grein, sérstaklega fyrir uppvaxandi kynslóð. Listamennirnir Mauno Hartman og Gunnar Torvund verða viðstaddir opnunina. Sýningin stendur til 30. mars og er opin á báðum söfnunum >> >• v\ ÍmJBL á M Konurnar í Kiwanisklúbbnum Sólborg Þann 11. febrúar s.l. fór fram vígsla með skemmtilcgri athöfn á Kiwanisklúbbnum Sólborg en klúbburinn var stofnaður 5. maí 1994. Margt hefur verið gert til skemmtunar og fróðleiks í klúbbn- um, m.a. jólaboð með kínvcrsku ívafi fyrir félaga og maka og jóla- skemmtun fyrir börnin. Þá hefur Oddi Erlingsson sálfræðingur heimsótt klúbbinn og rætt um streitu. í klúbbnum eru nú 24 konur og þær vilja endilega fjölga félags- mönnum. Því hvetur Sólborg allar konur sem áhuga hafa á starfi innan Kiwanishreyfingarinnar að hafa samband við einhverja af eftirtöldum konum og fá nánari upplýsingar: Oddný s. 565-3859, Dóra s. 565- 1256 og Halla s. 565-4374. Næstu fundir eru í dag, 23. febrú- ar og 9.mars og hefjast kl. 20.30. Fundarstaður er Kiwanishúsið í Garðabæ að Faxatúni 16. (fréttatilkynning) Ein af myndum Sigurjóns, Maður og kona milli kl. 12-18 en lokað er á þriðju- dö^um í Hafnarborg. Born og unglingar I tengslum við þessa sýningu kem- ur hingað Synnöve Gahrén safna- kennari frá safni Bror Hjorth í Upp- sölum. í Hafnarborg verður hún með nýstárlega safnakennslu sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Þar mun hún leiðbeina nemendum á öllum skólastigum dagana 25. feb. til 3. mars. Henni til aðstoðar verður Jón- ína Guðnadóttir leirlistarkona. Allt efni sem unnið verður með fá nem- endur á staðnum. Þar sem aðeins verður tekið á móti tveimur hópum á dag, þeim fyrri kl. 10-12 og þeim seinni kl. 13-15 er betra að hringja áður og tilkynna þátttöku í síma 50080. (fréttatilkynning) kompan Verslum hvar? Miðbærinn Itefur fengið prentsmiðjuna Odda til að gera fyrir sig fréttabréf og vekur sú á- kvörðun nokkra furðu í ljósi þess að kaupmenn hér í bæ hafa verið ötulir við að áminna neyt- endur um að versla í heima- byggð. Þegar svo kaupmenn í Miðbæ þurfa sjálfir að versla leita þeir út fyrir bæjarfélagið með verkefni sem útgáfufélög í bænum hefðu með auðveldu móti getað unnið fyrir þá. Og það örugglega fyrir töluvert minni upphæðir en kostar að láta Odda um verkið. Ekkert pláss Fréttir um uppsetningu á risa- flotkví í Hafnarfjarðarhöfn í síð- ustu viku vöktu töluverða at- hygli og hér virðist hið besta rnál á ferðinni. Hinsvegar standa töluvert stór vandamál í vegi fyrir þessum áætlunum sem eru annarsvegar þau að ekkert pláss er til staðar t' höfninni fyrir flot- kví af þesssari stærð og hinsveg- ar að fiskverkendur taka ekki í mál að kvíin verði staðsett við Suðurbakka hafnarinnar eins og hugmyndir eru uppi um. Suður- bakkinn er aðalathafnasvæði ftskverkenda og af flotkví af þessari stærð er töluverð nieng- un og því ljóst að þetta tvennt getur engan veginn farið saman. Listhús stækkar í nóvember s.l. hófst samstarf 14 myndlistarmanna um rekstur Llsthúss 39 ,við Strandgötuna í Hafnarfírði. I listhúsinu eru verk þessara listamanna til sýnis og sölu. Samstarfíð og reksturinn hef- ur gengið það vel að nú hefur ver- ið ákveðið að færa út kvíarnar með opnun sýningarrýmis bakatil í Listhúsinu fyrir sýningar ein- stakra myndlistarmanna. Sýningarrýmið verður tekið í notkun laugardaginn 25. febrúar kl. 14 með sýningu á málverkum Sveins Bjömssonar í tilefni af 70 ára afmæli listamannsins. Sýningin mun standa fram til 13. mars. Listhús 39 er opið á virkum dög- um kl. 10-18, á laugardögum kl. 12- 18 og á sunnudögum kl. 14-18. (úr fréttatilkynningu) Prúöar stúlkur Um síðustu helgi fór fram í Seljaskóla íslandsbankamótið í 6. flokki kvenna í handknattleik. Þar kepptu hátt í 200 stúlkur og gerðust þau tíðindi helst á mótinu að Haukar urðu í öðru sæti og FH í þriðja. Að auki urðu FH-stúlkur fyrir valinu sem prúðasta lið mótsins. Klakann úr Flensborgartröppum Fullt nafn? Astrid María Reynis- dóttir. Fæðingardagur? 11.8.1970. Fjölskylduhagir? Ógift og barn- laus. Bifreið? Engin. Starf? Nemi. Helsti veikleiki? Fljótfæmi. Helsti kostur? Bjartsýni. Eftirlætismatur? Lasagnað hans pabba. Versti matur? Súrmatur. Eftirlætistónlist? Hlusta á flest ann- að en þungarokk og ópemr. Eftirlætisíþróttamaður? Magnús Scheving. Eftirlætisstjórnmálamaður? Jón Baldvin Hannibalsson. Eftirlætissjónvarpsefni? Spennu- og gamanmyndir. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Spjallþættir og illa leiknar myndir. Besta bók sem þú hefur lesið? Scarlett og Bókasafnslöggan. Hvaða bók ertu að lesa núna? Námsbækumar. Eftirlætisleikari? Whoopi Gold- berg. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Piano. Fallegasti staður sem þú hefur komið til? ítalska eyjan Sardinía. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Hreinskilni. Hvað metur þú síst í fari annarra? Frekju og end- urtekna óstundvísi. Hvern vildirðu helst hitta? Nelson Mandela. Hvað vildirðu helst í af- mælisgjöf? Þverflautu. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 milljónir í happdrætti? Kaupa mér bfl. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Ráða fólk til að halda Flensborgar- tröppunum hreinum af snjó og klaka á vetuma. Hver er besti Hafnar- fjarðarbrandari sem þú hefur heyrt? Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga út í búð? Af því verðlagið er svo hátt.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.