Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 IÞROTTIR OG HEILSA Jóhann G. Reynisson Yfirburðasigrar í frjálsum íþróttum Hafnfirðingar sýndu dug sinn og djörfung á meistaramóti ís- lands 15-18 ára í frjálsum íþrótt- um nýverið. Þar varð Ólafur S. Traustason þrefaldur íslands- meistari, sigraði með yfirburðum í 50 m hlaupi, langstökki og þrístökki. Rakel Tryggvadóttir varð fjórfald- ur Islandsmeistari, sigraði með yfir- burðum í hástökki, þnstökki, lang- stökki og þrístökki án atrennu. Sigrún Össurardóttir sigraði í þrístökki meyja og varð önnur í há- stökki þótt hún stykki þar sömu hæð og sigurvegarinn. Sveinn Þórarinsson sigraði í 50 m grindahlaupi sveina og setti þar Hafnarfjarðarmet og lék sama meta- leikinn í kúluvarpi þar sem hann varð þriðji. Sveinn varð þriðji á há- stökki og komst í undanúrslit í 50 m hlaupi. Ulfar Linnet sigraði í langstökki án atrennu í sveinaflokki, varð annar í þrístökki án atrennu og fjórði í há- stökki. Sigmar Vilhjálmsson varð annar í kúluvarpi drengja, sem er Hafnar- fjarðarmet. Dagrún G. Sævarsdóttir varð fimmta í þrístökki meyja og Ásta Rún Jónsdóttir varð sjötta í kúlu- varpi meyja. Sterkasti maður heims fluttur í Hafnarfjörðinn íhugar málshöfð- un á hendur Stöð 2 Við Suðurvang klíf ég pappa- kassafjali til þess að komast í tæri við annað fjall, öllu óárennilegra. Þar er átt við einn nýjasta Hafn- firðinginn og eflaust þann sterkasta; Magnús Ver Magnús- son. Jamm, sterkasti maður heims er fluttur í Fjörðinn. Þar með hef- ur mannaflafjöldi, ja ég segi ekki margfaldast en verulega hefur styrkur vor Hafnfirðinga aukist. Magnús segist fyrst og fremst vera að sækja hingað Seyðisfjarðarandann en hann á/ætur sínar að rekja þangað austur. „I Hafnarftrði get ég búið í bæjarfélagi sem hefur flest þau góð- kunnu einkenni sem ég þekki frá heimaslóðunum,” sagði Magnús Ver í samtali við Fjarðarpóstinn. Og það er ekki seinna vænna en byrja að flytja fréttir af þessum sterka Hafnfirðingi. Blaðamaður Fjarðar- póstsins hafði spumir af bréfi sem Ólafúr Sigurgeirsson lögmaður sendi til íslenska útvarpsfélagsins hf. þar sem hann rak erindi Magnúsar Vers. Upphafsorð bréfsins eru á þá leið að Magnús hafi falið Ólafi málshöfðun á hendur IU. Bréfið sendi Ólafur eft- ir að ranglega var farið með stað- reyndir, að því er Magnús segir, í frétt á Bylgjunni og Stöð 2, af að- gerðum Magnúsar og annarra dyra- varða á skemmtistað í ReykjaviÍc. I bréfinu er því haldið fram að frétta- mennimir Telma Tómasson og Sig- mundur Emir Rúnarsson hafi vitað Leikgleði og innlifun rfkjandi á Þorramóti Ef einhvers staðar er ríkjandi hin göfuga hugsjón íþróttanna þá er hana að finna mcðal fatlaðra í- þróttamanna. Þetta kom berlega í ljós á móti sem Fjörður, íþróttafé- lag fatlaðra í Hafnarfirði, hélt um síðustu helgi. Þar voru saman komnir fatlaðir sem ófatlaðir til keppni í boccia. Keppendur Fjarð- ar voru á öllum aldri og vakti eftir- tekt hversu agaðir þeir eru. Engu að síður ríkir mikil leikgleði og innlifun í hópnum. Eftirvæntingin skein úr andlitum þeirra eftir að boltanum hafði verið kastað, þar til hann staðnæmdist misjafnlega nærri settu marki. Þá var allt hið jákvæðasta við kastið metið að verðleikum. Annað skipti miklu minna máli. Töluvert mun lagt upp úr ögun og slökun á æfmgum hjá Firði og birtust dýrmæt áhrif slíkrar þjálfunar á mót- inu. Þá mun vera lögð áhersla á það af hálfu Fjarðarfólks að allir hafi ein- hverju hlutverki að gegna. Þar með situr enginn auðum höndum og eng- inn þarf að hrópa eftir athygli. Fyrir- komulag til fyrirmyndar. „Góóðuuur!” Bæjarstjóm og félögum í Lions- klúbbunum Ásbirni og Kaldá var boðið til leiks á mótinu og var vei mætt. Níu bæjarstjómarmenn skip- uðu þrjár þriggja manna sveitir og Magnús Gunn- arsson keppti með Lionsmönn- um. Sex komu frá Ásbimi og Kaldá, alls fjórar sveitir. „Mótið tókst frá- bærlega,” sagði Hanna G. Krist- insdóttir í samtali við Fjarðarpóst- inn nú í vikunni. Hún segir það hafa farið l skemmtilega fram og þá hafi sett glaðlegan svip á mótið þegar gestakeppendurnir hrósuðu hverjir öðrum með tilvitnun í Skaupið: „Góóðuuur!” Magnús Jón Iéttri sveiflu Ein sveit Fjarðar keppti til úrslita á Magnús Ver Magnússon h'tur yflr nýju heimabyggðina Aðspurður um málsatvik telur betur þegar sagt var frá því að Magn- ús hefði verið kærður fyrir Iíkams- árás og hpnum sagt tímabundið upp störfum. IU er geftnn kostur á að ljúka málinu með því að leiðrétta fréttaflutninginn „á eins áberandi hátt og fréttin sjálf var”. Þá muni Magnús falla frá málinu. Magnús að ekki haft verið staðið á fullnægjandi hátt að leiðréttingunni. „Þannig að ég er enn að íhuga máls- höfðun,” segir hann og bætir við að ekkert svar haft borist fráýslenska út- varpsfélaginu við bréfi Olafs Sigur- geirssonar. Hluti sigurliðsins í keppninni, þeir Lúðvík og Þorgils Óttar. Þorramótinu við eina af sveitum bæj- arstjómar en þrjár sveitir af síðar- nefnda bænum höfnuðu í þremur efstu sætunum að leikslokum. Sigur- sveitin var skipuð Magnúsi Jóni Ámasyni bæjarstjóra, Lúðvík Geirs- syni og Þorgils Óttari Mathiesen. Allir em þeir ágætlega boltahnútum kunnugir og hafa ugglaust gripið til reynslu sinnar af íþróttum í keppn- inni. Og bæjarstjórinn mun hafa ver- ið stoltur af sigrinum því um kvöldið MATREIÐSLUSKÓLINN KKAR BOLLA - BOLLA Verkleg kennsla. Gerdeigs og vatnsdeigs bollur, fjölbreyttar fyllingar. 25. febrúar kl. 13 - 18 SUÐUR-AMERÍSK MATARGERÐ Creola smáréttir og aðalréttir. Fyrir holl og létt matarboð. 28. febrúar kl. 19-22:30 BÖKUGERÐ Sýni- og verkleg kennsla. Spennandi matarbökur og sætar bökur. 4. mars kl. 13 -18 KÖKUSKREYTINGAR Verkleg kennsla. Skreytingar á brúðkaups-, fermingar-, skímar-, og afmælistertur. 6.-7. mars kl. 19-22 INDVERSKT Sýnikennsla. Spennandi réttir ásamt fræðslu um krydd og matreiðslu- aðferðir. 7. mars kl. 19-23 SMURBRAUÐ Sýnikennsla. Smurt brauð, snittur og pinnamatur. 8. mars kl. 19-22:30 KRANSAKÖKUR Sýnikennsla. Allskonar nýjungar í skemmtilegum bakstri á kransa- kökum. 9. mars kl. 19 - 22:30 KJÚKLINGARÉTTIR ÚR ÖLLUM HEIMSHORNUM t.d. frá Japan, Suður-Ameríku og Indlandi. 11-12. mars kl. 13 - 18 FERMINGARKÖKUR OG ANNAÐ GÓÐGÆTI Leiðbeiningar um undirbúning fermingarveislunnar, tertur, bökur, konfekt og annað á veisluborðið 15-16. marskl. 19-22 Sér námskeið fyrir hópa Bæjarhraun 16 Uppl. í símum 565 3850 & 565 3854 INNRÖMMUN Falleg mynd - - m í fallegri umgjörð ^ er góð jólagjöf Sími; 565 2892 Erum flutt í Miðvang 41 Landsins mesta úrval af Keramikvörum Glerungar - Verkfæri Brennsluofnar Námskeið hefst þriðjudag 7. mars kl. 20 - 22:30 fjórar vikur Innritun hafin Urval af páskavörum Opið: 10 - 18 mán. - föstud. 10 - 16 laugardaga Listasmiðjan Dalshrauni 1 Hafnarnrði sími 565 2105, fax 555 3170

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.