Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 23.02.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Hagnýtt námskeið f fjármálum heimila Kannastu við að liaf'a velt því fyrir þér hvernig í ósköpunum þcssar fáu krónur í launaumslag- inu eigi að hrökkva til að grynnka á reikningabunkanum? Hafirðu ekki færst of mikið í fang þá er fræðilegur miigulciki að ná endum saman. Einn slíkur kostur er greiðslujöfnun þar sem þú og hankinn þinn vinnið saman að greiðslu reikninganna. Heimilislína Búnaðarbankans fel- ur í sér greiðslujöfnun, ráðgjöf og á- ætlanagerð, spari- og verðbréfaþjón- ustu, ráðgjöf um fjármögnunarleiðir og heimilisbókhald, skipulagsbók og fjármálanámskeið. Og það er einmitt fjármálanámskeiðið sem við gefum hér gaum. Bankinn stóð nýverið fyrir nám- skeiði í Boganum fyrir viðskiptavini sína þar sem þeim voru kynntir ýms- ir möguleikar við meðferð fjármuna. Námskeiðið stóð yftr tvö kvöld og var vel sótt. Um 30 manns mættu og fór þátttaka fram úr björtustu vonum. Gísli Halldórsson og Friðrik Hall- dórsson fluttu fyrirlestra og var gerð- ur góður rómur af máli þeirra. Ráðgert er að halda fleiri nám- skeið og eru þegar hafnar bókanir á þau. Áhugasamir geta haft samband við Búnaðarbankann til þess að skrá sig nú þegar en dagsetning verður nánar ákveðin síðar. Þó má gera ráð fyrir að námskeiðin verði bæði í marsmánuði. Lít launin öðrum augum Elías Már Sigurbjörnsson trésmið- ur sat námskeiðið og ber því vel sög- una. Hann segist eftir það líta á ann- an hátt í launaumslagið. „Maður ger- ir sér til dæmis betur grein fyrir því núna að til að eyða 15 þúsundum þarf maður að hala inn öllu hærri upp- Elías Már Sigurbjömsson hæð,” segir Elías sem horfði einna helst til þess hvemig best verður haldið utan um fjárreiður heimilisins. Ýmislegt, sem frá degi til dags kunni að virðast smálegt, reynist ofvaxið Skátastarf f Hafn- arfirði er 70 ára Efnt var til viðamikilla hátíðar- halda á Víðitaðatúninu í gær- kvöldi í tilefni þess að 70 ár eru lið- in frá upphafi skátastarfs í Hafn- arfirði. Það var hinn 22. febrúar 1925 sem fyrsti skátaflokkurinn tók til starfa í bænum en það var Jón Oddgeir Jónsson jjekktur skátaforingi sem var frumkvöðull að þessu starfi og veitti þessum fyrsta skátaflokki lciðsögn. Frá því að skátastarf hófst í bæn- um hafa skátar víða látið til sín taka í bæjarlífinu. Þeir eiga nú tvo útileigu- skála, Skýjaborgir í Krýsuvík og Hverahlíð við Kleifarvatn. Þá hafa þeir markvisst unnið að undanfömu við skipulagningu og landgræðslu á 10 hektara landi sem þeir eiga í Krýsuvík. Nýtt skátaheimili mun rísa á næstu ámm á Víðistaðatúninu þar sem há- tíðahöldin voru í gærkvöldi. Þau hófust með blysför frá skátaheimil- inu Hraunbyrgi að Víðistaðatúni þar sem eldar vom kveiktir og stutt á- vörp flutt. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson vígði síðan svæðið og tek- in var fyrsta skóflustungan að hinu nýja skátaheimili. Athöfninni lauk síðan með flugeldasýningu. Nánar verður greint frá þessari athöfn í Fjarðarpóstinum í næstu viku. i greind með því að kalla til sín svo mik- r ilvægan mann fyrir gott og réttlátt sam- í félag manna. En vegir Guðs eru órann- sakanlegir og það er gott að halda f þá i von að með burtkalli Guðmundar Sveinssonar sé honum ætlað veigamik- ið hlutverk og mikilvægt meðal æðri máttarvalda. í samræmi við rólyndi Guðmundar og lundarfar þess ljúflings sem hann var, bar hann ekki tiifinningar sínar á torg og fór aldrei mikinn á opinbemm vettvangi. Hann lét lítið yfir sér, sum- um fannst hann dulur en þó vom fáir kátari á góðum stundum en Guðmund- ur Sveinsson. Hann var mikill söng- maður, státaði af hárri og hvellri tenór- rödd en fór vel með hana. Margir muna eftir honum, Elierti, Ragnari og Jóni þegar þeir skipuðu söngflokkinn Rand- ver. Mörg lög þeirra hljóma enn á öld- um ljósvakans og munu eflaust gera um ókomna tíð. Og sama gildir um minningu Guð- mundar Sveinssonar. Líkt og segir í Hávamálum þá gat hann sér góðan og ódauðlegan orðstír - eftir hann ómar hið eilífa bergmál; vitnisburður um góðan dreng. Fyrir hönd núverandi eigenda og starfsmanna Fjarðarpóstsins votta ég Guðlaugu, eiginkonu Guðmundar, og börnum þeirra, þeim Sveini, Krist- mundi og Helgu okkar dýpstu samúð. Jóhann Guðni Reynisson. Hluti hópsins á námskeiðinu Margrét B.Karlsdóttir segir mikinn kost. Betri yfirsýn Margrét B. Karlsdóttir nýtir sér einnig greiðslujöfnunina. Hún sótti námskeiðið einna helst til þess að kynna sér kosti heimilisbókhalds og kynnast þeim spamaðarmöguleikum sem í boði eru. „Þeir eru ýmsir og mishagstæðir eftir atvikum," sagði Margrét. „Nú geri ég mér betur grein fyrir því í hvað peningamir fara og hef mun betri sýn yfir fjármálin.” Hún hvetur fólk til þess að sækja námskeið af þessu tagi því viljinn sé vissulega til staðar hjá mörgum þótt framtakið skorti þegar til lengri tíma sé litið. Nám- skeið af þessu tagi veki fólk m.a. til umhugsunar um slíka þætti. Og Elías Már er í samstarfi við bankann um greiðslujöfnun, nokkuð sem hann Aðspurð um það hvað henni hafi þótt skemmtilegast að kynnast á námskeiðinu svarar Margrét því til að verðbréfaviðskiptin standi þar fremst, meðal jafningja þó. Styrkir meningar- málanefndar Menningarmálanefnd hcfur lagt fram tillögur sínar um styrki í ár. Alls hafði ncfndin úr 1,5 milljón kr. að spila cn um- sóknir um styrki til hennar námu ríflcga helmingi hærri upphæð cða um 3,8 milljónir kr. Magnús Kjartansson formaður nefndarinnar segir að þessi lága fjárveiting til nefndarinnar end- urspegli fjármálastöðu bæjar- sjóðs og það sé á hreinu að nefndin muni ekki lofa eða ávísa á styrki nema fé sé til staðar til þessa. Tillögur menningarmálanefnd- ar gera ráð fyrir að sjö aðilar fái styrki. Hæsta upphæðin er til kórs Öldutúnsskóla sökum 30 ára starfsafmælis hans eða 400.000 kr. en kórinn sótti um 800.000 kr. styrk. Aðrir sem nefndin gerir tillögu um að fái styrki eru kór Hafnar- fjarðarkirkju vegna tónleikahalds samtals 250.000 kr. en kórinn sótti um 500.000 kr. Barnakór Hafnar- fjarðarkirkju sótti um 300.000 kr. vegna vinabæjarferðar en fær 150.000 kr. Karlakórinn Þrestir sótti um 400.000 kr. en fær 200.000 kr., Eldri Þrestir sóttu um 80.000 kr. en fá 50.000 kr. og Lúðrasveit Hafnarfjarðar sótti um 800.000 kr. til hljóðfærakaupa en nefndin gerir tillögu um 250.000 kr. Hafnfirðingar SjáIfstæðisflokkurinn i Hafnarfirði hefur ákveðið að bjóða upp á fasta viðverufima bæjarfulltrúa, varabæjarfulltrúa og nefndarmanna í sjálfstæðishúsinu. Fyrstu fjórir viðverutímarnir verða frá 27. feb. til 27. mars n.k. Bæjarbúar eru eindregið hvattir til að nýta sér þessi tækifæri til að koma á framfæri spurningum og ábendingum. Viðverutimarnir verða sem hér segir: 27. febrúar Magnús Gunnarsson oddviti Sjál^éfitisflokksins, formaður bæjarrá&sýog forma&ur glyinriumálanefnd- ar. RaanheiSur Kristjánsdóttir varábæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og forrröoöj: VímuVarnarnefndar og Asa María Valdimarsdóttir fórmábur Ferðamála- nefndar. J I 6. mars Ellert Borgar Þorvaldsson forseti bæjarstjórnar, for- maður Byggingarnefndar og íompmf Hafnarborg- ar. Arni SverrissonTvarabæjqrfufflrui Sjálfstæðis- flokksins, formaður HeilBrigðisnefndar og Húsnæðis- nefnd, Hjördís Guðbjörnsaomf jjélagsmálaráði. M 20. mars Valgerður Sigurðardpttir bæjarfulltní®®rmaður Vor- boða og formaður Fibfnak^jórnar^lMagnús Kjartans- son varabæjarfulltrúi^^OTrmgðiw|'Menningarmála- nefndar Gunnar A. Beinfeinsson í Ipóttaráði. 27. mars Þorgils Ottar Mathie$en varabæjarfujltófog formað- ur Skólanefndar. G(|s^ Guðmundsson varabæjar- fulltrúi og í Vímuvarrigrha'fcd- JÆ' Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.