Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Gildir frá fimmtudegi 29 mars til miðvikudags 5. apríl Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Lang auðveldast er að lifa í vananum. Það kanntu best. En lífið er breytingum háð og best væri að fá þær í smáum skömmtum svo þægilegra sé að aðlagast. Ef þú ert í jafnvægi, þá ertu tilbúinn. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Það er fólk nálægt þér sem er langt frá því að vera vinsamlegt. Láttu reiði þeirra sem vind um eyru þjóta. Reiðin er þeirra og þú gerir þitt besta. Skjöl sem berast þurfa end- urskoðunar við. Hrúturinn (21. mars - 19. apr.) “Svona er það og þannig vil ég hafa það”. Mottó vikunnar! En það er ekki svona auð- velt. Farðu hinn gullnameðalveg og þá færðu þitt fram. Mánudagurinn verður ógleymanlegur. Nautið (20. apr. - 20. maí) Ef þú fjárfestir í einhverju í vikunni vertu viss um að það sé peninganna virði. Leggðu ríka áherslu á gæðin. Helgin verð- ur í einu orði sagt “skrýtin”. Samband sem byggist ekki á traustum grunni og heiðar- leik er lítils virði. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Það er til lítils að vera metast um lífsins gæðin. Leyfðu öðrum að öfundast út í þinn innri mann því þú ert í góðu jafnvægi og óheft(ur). Ánægja, rómantík og gleði dreifast til allra átta. Fólki finnst gott að vera í návist þinni. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Skilaboðin sem þú færð reynast réttar og þú veist alveg hvaðan þau koma. Það verður ekki bara þessi vika sem einkennist af and- legum málefnum, heldur allur mánuðurinn. Hafðu tjáningarásina vel opna en gættu þess að vera ekki auðtrúa. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Það má segja að vikan verði fjarstýrð. Margt framandi og margt í fjarlægðinni vekur áhuga og nýjar hugmyndir fæðast sem framkvæma á í framtíðinni. Það virðist allt svo óralangt í burtu. Kannski er bara best að bíða þar til þetta kemur aðeins nær. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Sparnaðarátak í gang og það strax í dag. Það eru stríðnispúkar í kringum þig og þú ekki beint í skapi til að taka þeim með bros á vör. Reyndu samt. Hugur þinn er á reiki og erfitt að skipuleggja nokkum skapaðan hlut. En hvað er til ráða? Vogin (23. sept. - 22. okt.) Einhver í hrútsmerkinu kemur inn í mynd- ina og vill samstarf við þig. Það er jákvætt. En gæta ber að lagalegu hliðinni og lesa litla letrið. Ef þú kemst í burtu í 1-2 daga yrði það vel varinn tími til að huga að vænt- anlegum verkefnum og nýjum fjáröflunar- leiðum. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þú gefur lítið fyrir fólk sem flýr undan skít- verkunum og láttu álit þitt bara í ljós. Kjör- in vika til að semja um hvað sem er, vega og meta, leita sátta, bæta og kæta, og sam- nýta. Ræddu peningamálin þegar færi gefst. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Þér hættir til að vera aðeins of vísinda- leg(ur) í vinnunni, en einbeitingin leynir sér ekki og er bráðsmitandi. Góðar umræður í gangi um hverju sé hægt að breyta og hvað sé hægt að sætta sig við. Bæði ytri og innri fegurð heillar þig. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Það sem þú varst í óvissu með í byrjun mars er nú að skýrast. Þér er óhætt að vera stolt(ur) af sérstökum eiginleikum þínum og jafnvel hæla þér svolítið af þeim. Þér tekst fyrir rest að koma réttlætinu í gegn. Ekki gefast upp þótt það virðist vonlaust. Bros er góð afmælisgjöf Lionsklúbbarnir á svæöi 6 Frá afhendingu tækisins. Á myndinni eru Laufey Jóhannsdóttir svæðisstjóri, Jóhannes Pálmason framkvæmdadstjóri Borgarspít- alans, Sverrir Haraldsson yfirlæknir og Albert Kemp fjölumdæm- isstjóri Lions á Islandi. Sameig- inleg gjöf til Borgar- spítala Lionsklúbbarnir á svæði 6 sameinuðust nýlega um gjöf til Borgarspítalans. Um var að ræða ómskoðunartæki til blöðruskoð- unar og að sögn forráðamanna spítalns var um kærkomið tæki að ræða. Lionsklúbbarnir sem hér um ræðir eru Lionsklúbbur- inn Kaldá, Lionsklúbbur Hafn- arfjarðar og Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði og Lions- klúbbur Bessastaðahrcpps, Lionsklúbburinn Eik og Lions- klúbbur Garðabæjar. Sverrir Haraldsson yfirlæknir tók við tækinu fyrir hönd Borgar- spítalans og greindi hann frá að tækið væri langþráð fyrir sjúk- linga spítalans og létti mjög með- ferð sjúklinga. Tækið er létt og fyrirferðarlítið og auðvelt að flyt- ja það milli staða til notkunar. Jóhannes Pálmason fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans þakkaði Lionsfélögum fyrir kom- una og bað þá að koma sem oftast í heimsókn. Lionsklúbbarnir hafa aflað fjár til tækjakaupanna með ýmsum hætti og segja forráða- menn þeirra að það sé sérlega ánægjulegt að standa saman að verkefnum sem þessu. Svipmyndir frá bryggjuballinu Bryggjuball Sjálfstæðisflokksins var haldið með pomp og parkt í veitingahúsinu Kænunni um síðustu helgi. Fjölmenni var á ballinu og bekkurinn þéttset- inn en frambjóðendur flokksins í kjördæminu notuðu tækifærið til að ræða málin við stuðningsmenn. Það var svo hljómsveitin Jón forseti sem lék fyrir dansi langt fram á nótt. Hér sjást tveir af frambjóðendunum, Kristján Pálsson og Sigríður Anna Þórðardóttir á tali við gesti. Á myndinni má sjá þau Oddfríði Steindórsdóttur, Steinunni K. Friðjónsdóttur, Magnús Þórðarson, Þórarinn Jón Magnússon og Þorbjörn Eiríksson. Hluti gesta á bryggjuballinu. Æringi meinlegur og miskunn- arlaus skrifar án ábyrgðar Nú er gaman! Jóhann G. Bergþórsson, sjálfstæðismað- ur í orðsins fyllstu merkingu, sneri aftur með glans um daginn. Margir urðtt veru- lega undrandi þegar Jói kom askvaðandi inn í hafnfirsk stjórnmál, ekki síst sam- flokksmenn hans! En mörgum hefur þótt Fjörðurinn dapurlegur síðan Jói Begg fór í frí og að því leytinu komi hann „fagnandi": Braut af sér böndin og kom sér á legg, bölsýnin ofbauð og stjórnmálahnegg. Nú fjör er á ný, með ferlegum gný, er feykist á sjónarsvið JóhannGéBegg. Spáð var asahláku snemma í vikunni og þá varð þetta til: Veðurfræðingur viðrar sitt rabb, voða hann spáir um mannanna labb. Frostið það fór, svo fótanna sjór, flæðir í skóna - það helvítis slabb! Nú hafa aldeilis verið í gangi skælingar, maður! Bæjarstjómarmeirihlutinn grætur vegna þess að Kratarnir eyddu öllum pen- ingunum. Kratamir gráta vegna þess að Bæjarstjórnarmeirihlutinn er alltaf að stríða þeim. Og bæjarbúar gráta af hlátri að öllu saman! Ekki skortir oss glamúrinn, eðal er Hafnarfjörðurinn. Gaurar þó skæla, gaula og væla, gott vær’að fá hingað Grátmúrinn! limra Margt er huga minn að hræra og heilmikið af því má læra ef lítið ég hlotni lán hjá Drottni mundu Magnús Jón og Magnús hinn kæra? Sofus CAFUaH VIKUNNAR ■» Fæðingardagur? 8.7.1970. Fjölskylduhagir? Kvæntur Sigrúnu Hafsteinsdóttur og eigum óskírðan dreng (tveggja vikna). Bifreið? Toyota Corolla árg. ‘92. Starf? Minjavörður. Fyrri störf? Sagnfræðinám. Helsti veikleiki? Veikleiki í vinstra hné varð til þess að ég hætti að keppa í hlaupum. Helsti kostur? Hægra hnéð! Eftirlætismatur? Jólarjúpan. Versti matur? Hrogn og lifur. Eftirlætistónlist? Allt nema hip- hop og rapp. Eftirlætisíþróttamaður? Magnús Haraldsson! Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur? Jóni Baldvin Hannibalssyni. Eftirlætissjónvarpsefni? Fréttir og iþróttir. Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Strandverðir - dýpra verður ekki sokkið. Besta bók sem þú hefur lesið? Nótt yfir hafið (Ken Follett). Hvaða bók ertu að lesa núna? Hringadróttinssögu (J.R.R. Tolkien). Uppáhaldsleikari? Steven Seagal. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Ys og þys út af engu. Hvað gerirðu í frístundum þín- um? Leik golf (á sumrin). Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Heidelberg í Þýskalandi. Hvað meturðu mest í fari ann- arra? Heiðarleika og stundvísi. Hvað meturðu síst í fari annarra? Oheiðarleika og óstundvísi. Hvern vildirðu helst hitta? Það hefði verið gaman að fá að spjalla við Bjama heitinn Sívertsen. Hvað vildirðu helst í afmælis- gjöf? „Flug og bfl” til Evrópu. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir 2 millj. í happadrætti? Kaupa stærri íbúð. Hvað myndirðu gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Láta reisa sómasamlega frjálsíþróttaaðstöðu. Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand- arinn þinn? Góðkunningjar lög- reglunnar í Hafnarfirði ákváðu að ræna banka í Reykjavík. Þeir settu upp grímur og ruddust með offorsi og látum inní bankann, hvor með sína haglabyssuna. - “Upp með hendur, þetta er rán!” O...., hafnfirðingar einu sinni enn.” “Nú hvernig sjáið þið það?” spurði annar ræninginn undrandi. “Þið sag- ið alltaf vitlausan enda af haglabyss- unum!”

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.