Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 30.03.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Jóhann G. Bergþórsson tók sæti í bæjarstjórn á ný Harkaleg gagnrýni á flutning sýslumanns Jóhann G. Bergþórsson tók að nýju sæti í bæjarstjórn á hefð- bundnum bæjarstjórnarfundi síð- degis á þriðjudag. Ekki urðu mikil átök á þessum fundi og einkennd- ist hann annarsvegar af harðri gagnrýni á flutning sýslumanns- embættisins upp í Bæjarhraun og umræðum um málefni Hagvirk- is/Kletts. Snemma fundarins lagði Magnús Jón Ámason bæjarstjóri fram tillögu frá honum, Magnúsi Gunnarssyn og Ingvari Viktorssyni þar sem bæjar- stjóm mótmælir harðlega áformum um flutning sýslumannsembættisins úr miðbæ Hafnarfjarðar. Fram kom á fundinum að embættið muni flytja á Bæjarhraun 18 þann 1. nóvember og opna skrifstofuna þar þann 7. nóv- ernber. í fyrrgreindri tillögu kemur m.a. fram að embættið muni flytja þrátt fyrir ítrekuð tilmæli forráðamenna bæjarins um að það verði áfram stað- sett í miðbænum. Þar með sé gengið þvert á ítrekaðar samþykktir og brot- ið gegn samningi sem gerður var við ríkisvaldið á sínum tíma um að þetta embætti hefði áfram skrifstofur á miðbæjarsvæðinu. Af þessum sökum áskilur bæjarstjóm sér rétt til að taka málið upp að nýju í framtíðinni með vísan til þessa samnings. Tillagan var síðan samþykkt með 11 sam- hljóða atkvæðum. Hagvirki/Klettur Það var Ámi Hjörleifsson sem opnaði fyrir umræðuna um Hag- virki/Klett með fyrirspurn um hvort fleiri mál en viðskipti þessa fyrir- tækis yrðu send til athugunar hjá fé- lagsmálaráðuneytinu. Meðal þeirra sem til máls tóku voru Jóhann G.Bergþósson sem fagnaði því að úrskurður setts félags- málaráðherra lægi nú fyrir og að hann væri mættur aftur til starfa í framhaldi af honum. Tryggvi Harð- arson tók einnig til máls og kvað framhald málsins, það er að Magnús Jón Ámason og Magnús Gunnarsson hefðu óskað eftir opinberri rannsókn, vera alvarlega ákæm á hendur fyrr- verandi bæjarstjórn. Magnús Jón Ámason bæjarstjóri sagði m.a. að það væri nauðsynlegt að fá botn í þetta mál en slíkt hefði ekki fengist með niðurstöðu setts félagsmálaráð- herra. 20 ára afmæli Textílfélagsins er um þessar mundir 37 félagar sýna nú í Hafnarborg Um síðustu helgi hófst textflsýn- ing í Hafnarborg í tilefni þess að nú eru 20 ár liðin frá stofnun Textflfélagsins. í félaginu eru nú 37 meðlimir sem vinna ýmist við nytjalist eða frjáisa myndlist. Hafnarborg hefur nú skipulagt sýningarhald fram á sumarið. Að lokinni textflsýningunni, sem stend- ur til 20. apríl, verður sýningin “Nor- rænt landslag”. Þar mun norski list- málarinn Patrick Huse sýna olíumál- verk en sýningin er styrkt af Norræna menningarsjóðnum og norska menntamálaráðuneytinu. Tvær aðrar sýningar verða í maí en þá mun Kjartan Guðjónsson sýna olíumálverk og Harpa Bjömsdóttir Hluti gesta við opnun sýningarinnar sýnir olíumálverk í Sverrissal. í júní verða annarsvegar sýningin List og trú - Andinn sem er samsýn- ing 39 íslenskra listamanna og hins- vegar mun Hartmut Eing sýna olíu- májverk. í júlí mun svo Ria Eing sýna skúlptúr en sýningar Ríu og Hartmut eru styrktar af Cuxhaven vinabæ Hafnaríjarðar í Þýskalandi. Sverrir Ólafsson íhugar málsókn gegn bæjarstjóra og formanni bæjarráðs fyrir ærumeiöandi ummæli Ákvörðun á næstunni Kannast ekkiyið ærumeiðandi ummæli, segir Magnús Jón Árnason bæjarstjóri Sverrir Ólafsson myndlistar- maður íhugar nú málsókn á hend- ur Magnúsi Jóni Árnasyni bæjar- stjóra og Magnúsi Gunnarssyni formanni bæjarráðs fyrir æru- meiðandi untmæli í sinn garð. I yf- irlýsingu frá Sverri um málið kent- ur m.a. frant að hann muni taka ákvörðun á næstunni hvort hann höfðar einkamál á hendur fyrr- greindum einstaklingum. Magnús Jón Árnason segir að hann kannist ekki við neitt frá sér sem geti talist ærumeiðandi í garð Sverris. í yfirlýsingu sinni segir Sverrir að hann jelji ummæli þeirra Magnúsar Jón Árnasonar og Magnúsar Gunn- arssonar um sig og störf sín í þágu Listahátíðar í Hafnarfirði auk ann- arra starfa hans að framgangi menn- ingarmála í bænum á undanfömum ámm ærumeiðandi. Síðan segir í yf- irlýsingunni: “í framhaldi af ofan- greindum ummælum þeirra hef ég falið lögmanni mínum að yfirfara gögn, viðtöl og yfirlýsingar í fjöl- miðlum og á opinberum fundum allt til þessa dags. Það er mat hans að óyggjandi grundvöllur sé fyrir mál- sókn vegna ósannra fullyrðinga og ærumeiðandi ummæla í minn garð.” Sverrir segir í samtali við Fjarðar- póstinn að hann geti ekki lengur sætt sig við að böm sín verði fyrir aðkasti á götum úti í bænum vegna ummæla þeirra tveggja. “Eg vil ekki standa lengur undir rógburði og níði þessara manna í minn garð,” segir Sverrir. Frjálst að leita réttar síns Magnús Jón Ámason bæjarstjóri segir að hann hafi í raun ekkert um þetta mál að segja annað en hann kannist ekki við neitt af sinni hálfu sem talist geti ærumeiðandi ummæli í garð Sverris. “Honum er að sjálf- sögðu frjálst að leita réttar síns ef hann telur að brotið hafi verið á sér,” segir Magnús Jón. ATHAFNADAGAR S I MIÐBÆ GtæsUegue heerafatnaður nEfMttMENN Miðbæ s. 565 4960 Herra og dömuskór í úrvali Sköverslun Hafnarfjaráar Miðbæ s. 565 4960 Framköllun á FILMUR & FRAMKQþLLUN Miðbæ sími 565 4120 Ladu tískuverslun Fallegur fatnaður á dömuna Töskur Skartgripir Tískusýning um helgina Miðbæ s. 565 1518 í r U TILBOÐ Má Á KERTUM OG KERTA OG S GIAFAGALLERÍ SERVIETTUM MIÐBÆ - sími 565 0675 Gleraugna- spangir í miklu úrvali Miðbæ - slmi 565 4789 Tískuverslun ungu dömunnar Fermingarföt í úrvali NÝJAR VÖRUR Miðbæ - sími 565 5655 IMYND

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.