Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Page 9

Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Page 9
FJARÐARPÓSTURINN 9 Nýr rekstraraðili að Bergi Nýlega tóku hjónin Bessi H. Þor- steinsson og Agnes Jóhannsdóttir við rekstri Gistiheimilisins Berg. Bessi sem er Gaflari í húð og hár er ekki neinn nýgræðingur í þessum rekstri. Eftir að hafa lokið hefð- bundnu námi í Flensborg fór hann að læra matreiðslu á Hótel Loft- leiðum og settist jafnframt í Hótel og veitingaskóla Islands. Að námi loknu vann Bessi á hinum ýmsu hótelum og veitingastöðum, en þegar bamaheimilið á Víðvöllum var opnað var Bessi ráðinn sem mat- reiðslumaður þar. Hann var ráðgjafi um hvaða og hvemig tæki voru keypt í eldhúsið og veit hann ekki betur en þau séu enn í notkun og þjóni staðn- um vel, þó víðast annars staðar á bamaheimilum frá svipuðum tíma, séu þau úr sér gengin og búið að end- urnýja. “Þetta sýnir okkur að það borgar sig oftast að kaupa góð tæki, þó þau séu eitthvað dýrari í byrjun” segir Bpssi okkur í stuttu viðtali við hann. Arið 1981 fer Bessi sem mat- reiðslumaður á Hótel Blöndós og eft- ir eitt og hálft ár er honum falin hót- elstjórastörf hótelsins og þar var hann hótelstjóri í fimm og hálft ár, en flut- ti sig þá um set og var hótelstjóri á Hótel Borgames í 3 ár. Þá söðlaði hann nokkuð um og gerðist sölustjóri hjá ísberg, sem selur aðallega tæki til hótel og veitingastaða. Síðast liðið sumar var Bessi síðan Hótelstjóri á Hótel Eddu á Núpi við Dýrafjörð. Það er því enginn viðvaningur sem tekur við rekstri Gistiheimilisins Berg. Þegar blaðamaður Fjarðar- póstsins leit inn til hans s.l. sunnu- dagskvöld var hann ásamt konu sinni Agnesi og dótturinni Tinnu að þrífa og ganga frá herbergjunum eftir rúss- neska landsliðið, sem hafði gist þar í nokkra daga. Allt var tandurhreint og snyrtilegt, enda Bessi annálaður í ferðageiranum fyrir snyrtimennsku. ar og vonandi verður þessu fylgt eftir. Hér er búið að gera marga já- kvæða hluti, eins og t.d. Jóhannes í Fjörukránni og fleira mætti upp telja. En það er harka í markaðsmálum í ferða- þjónustunni, það eru margir um hvem ferða- mann, þannig að það þýðir ekkert að sofna á verðinum. Það verður sífellt að vera að láta Hér eru þau hjóninn Bessi H. Þorsteinsson og vita af sér.” Það er auð- Agnes Jóhannsdóttir með dóttirina Tinnu í mót- heyrt að þarna talar töku Gistiheimilisins Berg. Við settumst svo niður morguninn eftir og spjölluðum. Þegar ég spyr Bessa hvemig það leggist í hann að fara að reka gistheimili í Hafnarfirði svarar hann. “Það er að mörgu leiti draumastaða að fá tækifæri til að komast inn í þennan rekstur hér í mínum heimabæ. Það er búið að gera mikið í að kynna Hafnarfjörð sem ferðamannabæ og það er nú þegar farið að skila árangri. Tekjur af ferða- mönnum hér er að verða umtalsverð- maður með reynslu og ég spyr hann hvemig sé útlitið með bókanir í sumar? “Bókan- ir eru alveg sæmilegar, að vísu hef ég eins og flestir aðrir orðið fyrir von- brigðum með aðsóknina að HM '95, en bókanir yfir sumarið eru nokkuð góðar. Héma hafa ákveðnir erlendir og innlendir aðilar haft föst viðskipti í gegnum árin og ég mun að njóta þess. Nú, svo er ég ekki alveg ókunn- ugur fólki í ferðaþjónustunni og hef trú á að það muni nýtast mér á næstu árum, þó það haft væntanlega ekki HELLULAGNIR ■ VEGGHLEÐSLUR SNJÓBRÆÐSLA - STOÐVEGGIR JARÐVEGSSKIPTI - GIRÐINGAR ÞÖKULAGNIR - UPPS. LEIKTÆKJA STEYPTAR STÉTTAR - SKJÓLVEGGIR mikil áhrif á þessu ári. Ég rnun reka gistiheimilið í sumar og með reynslu sumarsins fer ég svo af stað í haust, því í ferðaþjónustunni er það á haustin sem “kaupin á eyrinni” yfir- leitt gerast fyrir næsta ár á eftir,” seg- ir Bessi og hann bætir við “hingað koma mikið af íþróttahópum og fjöl- skyldum utan af landi, enda emm við með stór og góð fjölskylduherbergi og flugrútan stoppar hér á leið sinni til á frá Keflavíkurvelli og notar fólk utan af landsbyggðinni það í auknum mæli að sofa hér síðustu nóttina fyrir utanlandsferð og fyrstu nóttina á leið- inni heim.” Bessi er ekkert hræddur við að hér í Firðinum eru að rísa upp fleiri gisti- heimili. “Nei samkeppnin er bara af því góða og fólk sem er í samkeppni getur og á að vinna saman. Aðalatrið- ið er að ná ferðafólki til Hafnarfjarð- ar og ef vel tekst til í því, þá verður nóg að gera hjá öllum,” segir Bessi H. Þorsteinsson að lokum. MUNIÐ SUMARDEKKIN ! 10 % staðgreiðsluafsláttur Bjóöum úrval af nýjum dekkjum, ásamt sóluðum NORDEKK DEKKIÐ Reykj avíkurvegur 56 Sími 555 1538 s I maí afgreiðum við bensín á planinu gegnt smur- stöðinni en í lok mánaðarins opnum við betri og fullkomnari bensínstöð á staðnum. Um leið og við biðjum Hafnfirðinga að sýna okkur biðlund meðan unnið er að endurbótunum, þökkum við viðskiptin á gömlu bensínstöðinni og bjóðum þá velkomna á nýju stöðina. Þar verða allar aðstæður til afgreiðslu eldsneytis betri en áður auk þess sem verslunin verður stærri og vöruúrval meira. Með sumarkveðju f Starfsmenn ESSO við Reykjavíkurveg J •3Í. 3 < i <01 Olíufélagiðhf

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.