Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 25.05.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Verkfall hjá Almenningsvögnum skollið á Um 45.000 manns eru nú án almenn- ingssamgangna Ekki er gert ráð fyrir gangstéttum við Bæjarhraun Samkvæmt skipulagi er ekki gert ráð fyrir gangstéttum við Bæjarhraunið í náinni framtíð. Sem kunnugt er af fréttum mun embætti sýslumanns flytja á Bæj- arhraun í haust og búið er að setja upp tæplega 20 bílastæði fyrir framan húsið sem embættið verð- ur í. Ekki er gert ráð fyrir að fleiri bílastæði verði sett upp við götuna. Kristinn Ó. Magnússon aðstoðar- bæjarverkfræðingur segir að ekki hafi verið hugsað fyrir því í skipu- Höfnin Þjónustu- gjöldin óbreytt Hafnarstjórn hefur ákveðið að hækka ekki þjónustugjöldin í Hafnarfjarðarhöfn í ár. Þetta er gert þar sem umferð um höfnina hefur aukist mikið og skilað aukn- um tekjum. Gjaldskrá hafnarinnar var endur- skoðuð í upphaft mánaðarins og þá var fyrrgreind ákvörðun tekin. Það mun einnig hafa verið þáttur í ákvörðuninni að atvinnurekstur í landinu almennt hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarin ár og með þessu er komið til móts við þá erfíð- leika. Hafnarstjóm telur einnig að óbreytt þjónustugjöld muni skila sér í áframhaldandi aukningu á umferð og þannig auka tekjur hafnarinnar. Vortónleikar barnakórsins Barnakór Hafnarfjarðarkirkju heldur vortónleika sína í Hafnar- fjarðarkirkju fimmtudaginn 25. mai, uppstigningardag kl. 17.00. Kórinn var stofnaður fyrir fjórunt árum með það að markmiði að fá meiri fjöibreytni í helgihald kirkj- unnar og að fá börn til starfa inn- an hennar. I dag eru 40 börn starfandi í tveimur deildum kórs- ins og munu báðir hóparnir syng- ja á tónleikunum. I júní nk. mun eldri deild kórsins halda til Danmerku í söngferðalag og er það fyrsta utanlandsferð kórs- ins. Kórinn mun heimsækja þrjár kirkjur á Jótlandinu þar sem bama- kórar munu taka á móti þeim. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Brynhildur Auðbjargardóttir. Undir- leikari kórsins á vortónleikunum verður Ingunn Hildur Hauksdóttir. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 500 fyrir fullorðna og ókeypis fyrir böm yngri en 12 ára. lagi að koma upp gangstéttum í iðn- aðarhverfinu í grennd við Bæjar- hraunið. Sjálft Bæjarhraunið er hins- vegar að mestu orðin verlsunargata og því sé bagalegj að gangtéttir seú ekki við hana. “Eg hef sett í gang könnun á möguleikunum á að koma upp gangstéttum í þessu hverfí en sé ekki í fljótu bragði hvemig hægt er að leysa það mál á einfaldan hátt,” segir Kristinn. “Bæjarhraunið sem verslunargata ætti að vera í forgangs- röð hvað þetta snertir.” Thailenskur matsölustaður PATTAYA Veitingahús Vínveitingar Spennandi matseðill frá kr. 490,- til 650,- PATTAYA Opið til kl. 3:00 um helgar ÓDÝRT NÝTT FRAMANDI V eitingastaðurinn PATTAYA Strandgötu 30 sími 565 5661 Bílstjórar hjá Bifreiðafélaginu Sleipni eru nú komnir í verkfall sem þýðir að akstur hjá Almenn- ingsvögnum liggur nú niðri. Um 45.000 manns eru því án almenn- ingssamgangna því fyrirtækið þjónar íbúum í Hafnarfirði, Kópa- vogi, Garðabæ og Bessastaða- hreppi. Samkvæmt upplýsingum frá Pétri Fenger framkvæmda- stjóra Almenningsvagna er búist við að verkfallið geti staðið í tölu- verðan tíma. Verktakafyrirtækið sem ekur fyrir Almenningsvagna er Hagvagnar hf. í Hafnarfirði. Gísli Friðjónsson fram- kvæmdastjóri Hagvagna segir að 33 bílstjórar þeirra séu nú í verkfalli. Mikið beri á milli í samningaviðræð- um og ekki sé von á að verkfallið leysist í bráð. “Kröfur þær sem bílstjóramir gera teljum við að séu um 30-40% hækk- un á launatöxtum og því langt um- fram það sem samið var um í viðræð- um ASI/VSI í vetur,” segir Gísli. “Við töldum okkur hafa teygt okkur eins langt og við gátum í viðræðun- um og höfðum boðið launahækkanir sem voru nokkuð umfram ASI/VSÍ- samkomulagið. Við getum ekki boð- ið meira.” Sem kunnugt er af fréttum kom ríkissáttasemjari fram með miðlunar- tillögu í málinu fyrr í mánuðinum. Stjóm Sleipnis mæiti með því að sú tiliaga yrði felld og það varð úr í at- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna í síðustu viku. 'mM h ípulagnir - Þjónus Allan sólarhringinn lar almennar pípulat Farsími 985-33709

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.