Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 07.09.1995, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 Meistaramót í frjálsum 15-22 ára Frjálsíþrótta- deild FH sár um framkvæmdina Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum verður haldið á Laugar- dalsvellinum um helgina en það er frjálsíþróttadeild FH sem sér um framkvæmd mótsins. Mótið hefst á morgun, föstudag, og lýkur skömmu eftir hádegi á laugardag. Þær greinar sem keppt verður í eru: (karlar) 100 m, 200 m, 400 m, 800 m, l .500 m og 5.000 m hlaup. 110 m og 400 m grindarhlaup. 4x 100 m og 4x400 m boðhlaup. Hástökk, langstökk, þrístökk, stangarstökk, sleggjukast, spjótkast, kringlukast og kúluvarp. Keppnisgreinar kvenna eru: 100 m, 200 m, 400 m, 800 m, 1.500 m og 3.000 m hlaup. 100 m og 400 m grindarhlaup. 4x100 m og 4x400 m boðhlaup. Hástökk, langstökk, þrístökk, stangarstökk, sleggjukast, spjótkast, kringlukast og kúluvarp. FH sigraði á Viðarsmótinu Um síöustu helgi stóð ÍH fyrir hinu árlega Viðarsmóti sem haldið er í minningu Viðars Sig- urðssonar handknattleiksmanns sem lék m.a. með Haukum, FH og ÍH en hann lést fyrir aldur fram í umferðarslysi við Sand- skeið fyrir nokkrum árum. FH sigraði á mótinu með töluverð- um yfirburðum og vann alja sína leiki. Auk ÍH og FH tóku ÍBV og Grótta þátt í mótinu. FH vann sína leiki örugglega þrátt fyrir að liðið hafi að nokkru hvílt sína bestu menn og að Sig- urður Sveinsson var frá vegna meiðsla. IBV varð í öðru sæti en liðið tefldi fram nýjum erlendum leik- manni sem náði ekki að sýna sínar bestu hliðar. Eina 2. deildarliðið, IH, varð í þriðja sæti og var Hannes Leifsson þjálfari sáttur við þá niðurstöðu. Grótta rak lestina og tapaði öli- um sínum leikjum en liðið lenti í erfiðleikum vegna meiðsla leik- manna a motmu. Það var Aðalskoðun sem styrkti Viðarsmótið að þessu sinni. Bergþór Jónsson tekur á móti gullmerkinu frá Gunnlaugi Magnússyni. Hann heldur á fyrsta eintakinu af 65 ára afmælisriti FH. Ber^þór Jónsson sæmdur gullmerki FH A enn gilt bæjar- met f 60 m hlaupi Bergþór Jónsson fyrrverandi formaður FH var sæmdur gull- merki félagsins við hátíðlega at- höfn s.l. föstudag. Bergþór hlaut gullmerkið fyrir yfir þriggja ára- tuga starf í þágu FH. Það vekur at- hygli að Bergþór á enn gilt innan- bæjarmet í 60 metra hlaupi en metið 6,9 sekúndur setti hann árið 1957. Sjálfur segir hann um metið: “Eg hljóp aldrei lengra, brautin var svo stutt.” Það var Gunnlaugur Magnússon formaður FH sem afhenti Bergþóri gullmerkið og fór nokkrum prðum um feril Bergþórs hjá FH. I máli Gunnlaugs kom m.a. fram að Bergþór hefur unnið ötullega að uppbyggingu félagsins og hefur einkum látið til sín taka hvað varð- ar framkvæmdir á Kaplakrika- svæðinu. Þakkaði Gunnlaugur Bergþóri hjartanlega fyrir frábært starf í þágu FH. Við þetta tækifæri var Bergþóri afhent fyrst eintakið af 65 ára af: mælisriti FH sem nú er komið út. í því er farið ítarlega yfir sögu fé- lagsins á árunum 1979-1994 en ritstjóri var Sæmundur Stefánsson. Ritnefnd skipuðu þeir Ingvar Vikt- orsson, Bergþór Jónssgn, Gísli Agúst Gunnlaugssgn, Olafur Þ. Harðarson og Arni Agústsson. Rit- ið mun verða til sölu í bænum á næstunni. Búnaðar- bankinn styrkir Hauka Nýlega var undirritaður auglýs- inga- og stvrktarsamningur milli körfuknattleiksdeildar Hauka og Búnaðarbankans í Hafnarfirði. Samningurinn nær til fimm ára og á þeim tíma auglýsir Búnaðar- bankinn á öllum keppnisbúningum deildarinnar. Á móti mun körfuknattleiksdeildin standa fyrir ýmsum uppákomum í körfubolta í nafni bankans, t.a.m. götulmlta- keppni. I vetur munu 14 flokkar stunda æf- ingar og keppni hjá deildinni og á samningurinn því eftir að styrkja deildina í sessi. Á myndinni má sjá þá Gunnar Beinteinsson og Sverri Hjörleifsson undirrita samkomulagið. Suðurbæjarlaug Mánudaga - föstud. kl. 07:00-21:00 Laugardaga kl. 08:00-18:00 Sunnudaga kl. 08:00-17:00 Baðgestir kallaðir upp úr 30. mín. eftir ofanskráðann lokunartíma. oggott Sundhöll Hafnarfjarðar Mánudaga - föstud. kl. 07:00-21:00 Laugardaga kl. 08:00-12:00 Sunnudaga kl. 09:00-12:00 Baðgestir kallaðir upp úr 30. mín. eftir ofanskráðann lokunartíma. íþróttaráð Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.