Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Ríkið segir upp sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu Kippir grundvellinum und- an rekstri slökkviliðsins -segir Ingvar Viktorsson bæjarstjóri Á hefðbundnum samráðsfundi framkvæmdastjóra sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn var í upphafi vikunnar á A. Hansen var meðal annars rætt um uppsögn ríkisins á samningum um sjúkraflutninga á höfuðborg- arsvæðinu. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að nái ætlun ríkisvaldsins fram að ganga sé grundvellinum kippt undan rekstri slökkviliðsins í Hafnarfirði. Fundir sem þessir eru haldnir í hverjum mánuði en auk sjúkraflutn- inga var m.a. fjallað um skattskil borgaranna í kjölfar mikillar um- ræðu um þau mál í Kópavogi, flutn- ing grunnskóla frá ríki til sveitarfé- laga og aðalfund Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn verður um næstu helgi. Ingvar Viktorsson segir að með uppsögn samningsins um sjúkra- flutninga ætli ríkisvaldið að reyna að lækka kostnað sinn af þeim. Ríkið greiðir nú um 100 milljónir króna fyrir þessa flutninga til Reykjavíkur og um 25 milljónir kr. til Hafnar- fjarðar. “Á þessari spýtu hangir að geta boðið upp á þjónustu hér í bæn- um sem telst mjög góð. Þannig eru fimm menn á vakt hjá slökkviliðinu hér í Hafnarfirði til að annast þessi mál,” segir Ingvar. “Ef ríkisvaldið dregur úr fjárveitingu sinni verður að fækka þeim. Það er ekki hægt að ræða um sjúkraflutningana eina og sér í þessu dæmi heldur verður að taka slökkviliðið inn í þá mynd.” í máli bæjarstjóra kemur einnig fram að viðræður hafa verið í gangi milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um sameiningu slökkviliðanna á báðum stöðum eða aukið samstarf þeirra í millum. Ingvar telur að þar verði einnig að taka með þriðja slökkviliðið, það er á Reykjavíkur- fiugvelli. Ríkisvaldið mun ætla að leggja fram tillögur sínar í þessu máli á næstunni en Ingvar segir ljóst að ekkert verði gert á þessu ári og mál- inu frestað fram á næsta ár. “Við telj- um að þessi mál séu í ágætum far- vegi eins og þau eru en sjálfsagt er að skoða alla möguleika á samein- ingu eða aukinni samvinnu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur,” seg- ir Ingvar. Fríður hópur framkvæmdastjóra sveitarfélaga af höfuðborgarsvæðinu ásamt bæjarriturum. Aðalfundur SSH haldinn á laugardaginn Flutningur grunnskólans verður aðalmál fundarins Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) verður haldinn í Garðabæ á laug- ardaginn 7. október. Aðalmál fundarins að þessu sinni er fyrir- hugaður flutningur grunnskólans frá ríkinu og til sveitarfélaganna. Af þessum sökutrt mun Björn lijarnason menntamálaráðherra ávarpa fundarmenn og alls verða flutt fimm erindi um þetta málefni á fundinum. Önnur mál sem fjallað verður um eru ferðaþjónusta fatlaðra, álögur ríkisvaldsins á almenningssamgöng- ur og fjárveitingar til löggæslu á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrir fundinum liggur tillaga um samstarf sveitarfélaga um verkefni grunnskólans þar sem fram kemur að vinnu við tillagna gerð á þessu vett- vangi haldi áfram og nefnd sú sem unnið hefur á vegum SSH á þessu ári haldi þeirri vinnu áfram og skili af sér hið fyrsta. í greinargerð með tillögunni kem- ur m.a. fram að fyrrgreind nefnd hef- ur lagt fram drög að tillögum um fag- legt samstarf sveitarfélagas á höfuð- borgarsvæðinu og að þau drög hafa verið send aðildarsveitarfélögum til umsagnar. Þeir sem flytja erindi á fundinum um grunnskólann eru Hrólfur Kjart- ansson formaður verkefnisstjómar um flutning grunnskóla, Karl Bjöms- son frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga um tekjustofna og mat á kostn- aði við flutninginn, Garðar Jónsson einnig frá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga um hlutverk jöfnunarsjóðs, Halldóra Magnúsdóttir fulltrúi Skólastjórafélags íslands og Viktor A. Guðlaugsson sem fjallar um nið- urstöðu samráðshóps SSH um sam- starf sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Löggæsla Fyrir aðalfundinum liggur tillaga þess efnis að SSH skorar á alþingis- menn Reykjavíkur- og Reykjanes- kjördæma að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til löggæslu á höfuð- borgarsvæðinu. Frá árinu 1989 hafi íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 8% en á sama tímabili hafa fjár- veitingar til löggæslu dregist saman um 15% að raungildi. Samhliða eru svo gerðar auknar kröfur til lögreglu- manna, verksvið þeirra víkkað og tíðni afbrota hefur farið vaxandi. í greinargerð með þessari tillögu segir m.a.: “Tíðni afbrota, sérstak- lega innbrota og þjófnaða hefur auk- ist mikið á undanfömum árum. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar hefur tíðni innbrota aukist um 14% og tíðni þjófnaða um 44% frá árinu 1989. Þessi mál em oft tengd vímu- efnamálum sem gerir vandamálið enn stærra en þessar tölur segja til um. Þessi aukna tíðni afbrota hefur leitt til þess að öryggiskennd al- mennings á höfuðborgarsvæðinu hefur farið minnkandi undanfarið. Það er skylda stjómmálamanna að halda þannig á málum að ekki sé grafið undan öryggiskennd almenn- ings og því ber þeim að bæta úr þessu rnáli. Fjárveitingar til löggæslu á höfuð- borgarsvæðinu hafa lækkað að raun- gildi um 100 milljónir kr. frá árinu 1989, úr tæpum 1,2 milljöðrum króna í um 1,1 milljarð króna. Þetta gerist á sama tíma og íbúum svæðis- ins hefur fjölgað úr rúmlega 143 þús- undum og í tæplega 157 þúsund. Framlög til löggæslu pr. íbúa hafa lækkað um 50% og starfandi lög- reglumönnum hefur fækkað á undan- fömum árum.” Secret skútur Þyts Siglingaklúbburinn Þytur fær loks land undir aðstöðu Þytur, sem stofnaður var fyrir tuttugu árum hefur undanfarin ár ekki haft neina aðstöðu í bænum. Klúbburinn hefur nokkru sinn- um, í gegnum tíðina, fengið land undir aðstöðu til bráðabirgða en aldrei varanlega lóð og hefur það háð honum mjög. Nú hefur þó ræst úr, því nú nýver- ið var siglingaklúbbnum Þyt úthlut- uð lóð austan við Flensborgarhöfn- ina, lóð sem að sögn Þytsmanna hentar þeim mjög vel. Þytur telur nú um 60 virka félagsmenn og í eigu klúbbsins eru tvær 26 feta Secret skútur, ein 21 feta Fönn og 17 feta Way farer en auk þeirra eru fleiri skútur í einkaeign félagsmanna. Siglingaklúbburinn Þytur hefur átt fulltrúa á flestum siglingamótum sumarsins og hafa þeir staðið sig mjög vel. KERTA OG GJAFAGALLERÍ Kæru viðskiptavinir! Við erum fluttar nokkra metra, í stærra og bjartara húsnæði í Miðbæ. Verið velkomin. Miðbæ s. 565-0675 AKAI FULLKOMIN ÞRIGGJA DISKA SURROUND-HLJÓMTÆKI Á AÐEINS KR. 49.900, "STGR ÁÐUR KR. 64.900,-

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.