Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 1
Álit bæjarlögmanns á bílageymslunni undir Miðbæ
Bærinn hefur óheftan og
ótímabundinn afnotarétt
Ólíklegt að gjaldþrot myndi leiða til riftunar á þessum réttindum
Guðmundur Bcncdiktsson
bæjarlögmaður telur að bær-
inn hafi greitt fyrir og því
keypt óheftan aðgang að bíla-
geymslunni undir Miðbæ fyr-
ir þá sem erindi eiga um mið-
bæ Hafnarfjarðar. “Réttur
bæjarins til bifreiðageymsl-
unnar er því óheftur og
ótímabundinn afnotaréttur
sem er óbeinn eignarréttur og
er meiri réttur en leiguréttur.
Það eru öfugmæli þegar hinu
gagnstæða er haldið fram,”
segir í áliti bæjarlögmanns
sem lagt var fram á síðasta
fundi bæjarráðs.
Alit bæjarlögmanns er svar
við spurningum sem Magnús
Gunnarsson bæjarfulltrúi lagði
fyrir hann nýlega um bíla-
geymsluna en sem kunnugt er
af fréttum hyggjast bæjaryfir-
völd kaupa bílageymsluna af
Miðbæ hf. að sögn til að trygg-
ja hagsmuni bæjarsjóðs og
koma í veg fyrir gjaldþrot fé-
lagsins.
Álit sitt byggir bæjarlögmað-
ur á samþykkt bæjarráðs frá 14.
janúar 1993 þar sem segir m.a.
að áformum um að byggja bíla-
geymslu undir Miðbæ hf. sé
fagnað og bæjarráð samþykkir
að endurgreiða hluta gatnagerð-
ar- og bílastæðagjalda. Endur-
greiðslan samsvari u.þ.b. 3,3
milljónum kr. á ári næstu 15
árin og greiðsla þessi tryggi
þeim sem erindi eiga í miðbæ
Hafnarfjarðar óheftan aðgang
að bílageymslunni.
Hvað varðar hugsanlegt
gjaldþrot Miðbæjar hf. segir
bæjarlögmaður að hann álíti
það mjög ólíklegt að það myndi
leiða til riftunar á þessum þing-
lýstu afnotaréttindum enda sé
ljóst að með þinglýsingunni var
ekki verið að koma hugsanleg-
um verðmætum undan hugsan-
legum gjaldþrotaskiptum þar
sem bæjarsjóður keypti þennan
rétt fullu verði.
-SJÁ NÁNAR Á BLS.5
Syngja
saman á
geisladisk
Barnakórar kirknanna þriggja í
Hafnarfirði, Fríkirkjunnar, Hafn-
arfjarðarkirkju og Víðistaðakirkju,
komu saman um síðustu helgi í
Víðistaðakirkju til að syngja saman
á geisladisk og snældu sem gefin
verða út á vegum Skálholtsútgáf-
unnar í næsta mánuði. Alls eru um
140 börn í þessum kórum en upp-
takan fór fram í Víðistaðakirkju.
Auk kóranna í Hafnarfirði munu 13
aðrir bamakórar víðsvegar um landið
taka þátt í útgáfu geisladisksins en á
honum verða 43 lög, þar af 13 ný lög.
Allt eru þetta bamasálmar og söngvar
sem þekktir eru í bamastarfi kirkjunn-
ar en nafn disksins og snældunnar
verður “Eg get sungið af gleði.”
Upptökumar í Víðistaðakirkju
tókst mjög vel og vom bömin til fyr-
irmyndar í alla staði.
SKOTKEPPNIFYRIR U A kl 1)1101 T A l)A #HD DIXIELAND-
KRAKKA KL 15.00 il #> ll l/ D k I #■% W HLJÓMSVEIT KL. 13.00
í MIÐBÆ - VERSLUNARMIÐSTOÐ
OG HAUKAR BERJAST í SKOTKRAFTI, HITTNI OC REIPTOGI KL. 14.00
DAOSKRÁIN HEFST KL. 13.00'LAUGARDAG.
C3 MÆTUM ÖLL Á CÓÐA SKEMMTUN! S®