Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 ■ ■■ gjor- >tefna ar kveðjur sem þessir rúmlega 100 einstaklingar fá. Klúður að mati STH Það hefur alla tíð verið mat starfs- mannafélagsins að þessar fjöldaupp- sagnir séu algert frumhlaup. I fyrsta lagi er ljóst að þessi margfræga bókun sem kom allri þessari atburðarrás af stað hefur ekki verið látin gilda eins og hún er heldur hefur spamaðar- og hagræðingarráð handplokkað út hóp sem segja á upp og sleppt öðrum. Það er Ijóst að málið er illa grundað frá upphafi og ekkeil vitað hver hugsan- leg útkoma er. Ut frá starfsmanna- stjórnun eru aðgerðimar algert klúður enda starfsandi með versta móti. Al- menn óánægja og viðvarandi er meðal starfsfólks. Það má geta þess að 1993 að mig minnir gerði þáverandi bæjar- stjóri sambærilega úttekt án þess að koma málum í þær ógöngur sem menn hafa nú ratað í. Þá voru mál könnuð og í framhaldi af því voru einhverjar smávægilegar leiðréttingar gerðar gagnvart starfskjörum en þess í stað unnið að og komið í verk aðhaldi varðandi yfirvinnu almennt. Það verk- lag var að mörgu leyti til eftirbreytni og kostaði ekki það geysilega rask sem núverandi verkstjórar hafa komið af stað. Að lokum þetta Ekki verður séð fyrir endann á þessum málum. Það er hinsvegar ljóst að það mun taka töluverðan tíma að koma hlutum í samt lag. það hefur alltaf legið ljóst fyrir frá hendi STH að sú aðferð sem bæjaryfirvöld hafa beitt í þessu máli er byggð á mikilli skammsýni og hefur einkennst af fljótfæmi. Það verður að gera kröfur um mun vandaðri vinnubrögð þegar að haft er í huga að aðgerðir þessar snerta lífsafkomu fjölda fólks og fjöl- skyldna þeirra hér í bæ. f* Ein af þeim verslunum, í Hafn- arfirði, sem nær viðskiptavinum langt út fyrir bæjarmörk Hafnar- fjarðar er Skóhöllin í Bæjarhrauni 16, sem hjónin Svavar Júlíusson og Helga Pórðardóttir, eiga og reka. Við vissum að Svavar var alinn upp við skóviðgerðir og hafði verið kaupfélagstjóri á Vestfjörðum. Til að kynnast manninum betur feng- um við hann í kaffispjall einn dag- inn. Svavar fæddist og ólst upp í Laug- arásnum í Reykjavík, sem þá var eins konar sveit í úthverfi Reykjavíkur. Faðir hans, sem var skósmiður með skósmíðaverkstæði niður í Aðal- stræti, var jafnframt með nokkurn bú- skap aðallega hesta og hænsni. Snemma byrjaði Svavar að hjálpa til á verkstæðinu hjá pabba sínum og þar kynntist hann mörgum mætum mann- inum, því margir þekktir Reykvíking- ar voru fastir viðskiptavinir hjá pabba hans og menn settust gjarnan og spjölluðu um leið og þeir sóttu skóna sína. Var oft lífleg umræða um þjóð- félagsmál, og hin ýmsu dægurmál og ekki var minna rætt um hesta því Júl- íus pabbi Svavars var áhugasamur hestamaður og átti alltaf góða hesta. Þegar Svavar hafði aldur til settist hann í Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal, en atvikin höguðu því nú þannig að Svavar varð ekki bóndi, heldur fór að vinna við verslunar- og sölustörf. Hann var lengi við sölu- störf hjá Magnúsi Víglundsyni, sem Hjónin Helga Þórðardóttir og Svavar Júlíusson í hinni björtu og fallegu verslun sinni Skóhöllinni. af skóm vítt og breytt frá í heiminum, sem fagmenn frá EUROskóm hafa valið. Þessum sýnishornum er komið fyrir í stórum sýningarsal og síðan göngum við um og skrifum niður pantanirnar sjálf, því þarna eru engir sölumenn. Síðan senda þeir hjá EUROskóm pantanir okkar til við- komandi skóverksmiðja, hvort sem þær eru í Suður-Ameríku, Spáni, Ital- íu eða Kína, svo einhver lönd séu nefnd. Þó að við fáum betra verð með þessum samkaupum, þá verðum við að kaupa meira í einu og liggja því með stærri lager.” Við Svavar fáum okkur aftur í bollann. Eftir að við höfum gleymt okkur aðeins við al- mennt spjall spyr ég Svavar hvers vegna hann hafi flutt verslunina hér upp í Bæjarhraun, frá þekktri versl- unargötu hingað í iðnaðarhverfi? “Bæði var það nú til að fá stærra hús- næði og svo er Bæjarhraunið hugsuð þjónustugata, en ekki iðnaðargata, þó að það virðist hafa gleymst í skipu- laginu að fólk gæti komið hingað án þess að vera akandi. Eg finn til með þessum ungu konum sem eru að aka hér barnavögnum eftir akbrautunum. Það eru engar gangstéttir, eins og þú veist. Þessu þarf að ráða bót á sem allra fyrst, áður en hér verður stór- slys. Nú er Sýslumannsembættið að koma hér og þangað þurfa margir að leggja leið sína og ekki allir á bílum. Hér eru margar verslanir og margs konar þjónustufyrirtæki, en ekki er gert ráð fyrir gangandi fólki. Það er Hef verið meira og minna innan um skó mestallt mitt líf Viðtal við Svavar Júlíusson skókaupmann í Skóhöllinni var með mikinn iðnrekstur í Reykja- vík á sjötta áratugnum. Þaðan lá leið- in vestur á firði, þar sem Svavar var verslunarstjóri og kaupfélagsstjóri í tuttugu ár eða frá 1963 til 1983. Hann fór fyrst sem verslunarstjóri til Kaup- félags Tálknafjarðar og síðan þegar kaupfélagsstjórinn lést 1967 tók Svavar við því starfi og var þar til 1971 er hann tók við starfi kaupfé- lagstjóra hjá Kaupfélagi Patreksfjarð- ar. A þessum árum var mikil upp- bygging á Tálknarfirði og Patreks- firði bæði til lands og sjávar. “Já,” segir Svavar, “á þessum árum var lögð mikil áhersla á að byggja upp, enda mikill afli og næg vinna. Þá komu á land 9 þúsund tonn af fiski en nú er landað þarna 3-4 þúsund tonn- um. Við byggðum gott frystihús og nýtt sláturhús, en því miður var mið- stýringin, bæði til sjávar og sveita alltof mikil, sem leiddi til þess að alltof seint var brugðist við þeim breytingum sem voru að verða.” Maður þarf ekki að tala lengi við Svavar til að komast að raun um að þarna fer maður sem hefur myndað sér ákveðnar skoðanir á hlutunum, enda hefur hann sennilega snemma byrjað á því þegar, hann ungur að árum, heyrði þjóðfélagsumræðurnar á skóverkstæðinu hjá pabba sínum. En hann segist ekki vilja ræða þetta í svona blaðaviðtali, því til þess verði hann að nafngreina menn sem ekki séu til staðar til að svara fyrir sig. Skóhöílin keypt Á meðan Svavar bjó vestur á fjörð- um höfðu þau Svavar og Helga fjár- fest í íbúð á Álfaskeiðinu. Það lá því beint við að þegar þau 'fluttu suður að setjast þar að. Fyrstu tvö árin var Svavar að vinna við bókhald, en 1986 keyptu þau Skóhöllina, sem var til húsa á Reykjavíkurvegi 50. Ég spurði Svavar hvort það hafi blundað í honum frá bamæsku að fara að fást við skó aftur? “Já, það má vera,” segir Svavar og svo bætir hann brosandi við, “ég hef nú beint eða óbeint verið að selja skó frá því ég byrjaði sem sölumaður hjá Magnúsi Víglundssyni, sem átti og rak Nýju Skóverksmiðjuna og ég var í því að selja skó sem þar voru framleiddir. Til gamans má segja frá því að þeir skór voru hannaðir af Eiríki Ferdin- andsyni, sem rak hér skóvinnustofu í Hafnarfirði. Nú alltaf vom seldir skór í kaupfélögunum sem ég vann við, svo segja má að ég hafi verið meira eða minna innan um skó mest allt mitt líf.” Við fáum okkur meira kaffi og spjöllum örlítið um veðrið, en síð- an spyr ég Svavar hvernig það sé að reka skóverslun í dag? Hann hlær en segir síðan, “auðvitað er þetta basl. Þetta er ekkert öðruvísi en í bátaút- gerð, fjölskyldufyrirtækin, sem blómstruðu hér áður fyrr, eru að hver- fa og stórfyrirtæki að koma í staðinn. Skóverslun er dálítið öðruvísi en flestar aðrar verslanir, því við þurfum að spá svo langt fram í tímann. Við þurfum að panta í mars það sem við ætlum að selja um haustið og vetur- inn á eftir og í september kaupum við inn fyrir sumarið. Hér á landi eru ekki heildsalar sem eiga lagerinn og fylla á eftir þörfum. Þetta byggist því nokkuð á spá okkar um tísku, veður- far og efnahagsástand. Það er oft erfitt að spá um það í mars hvernig veðurfar verði næsta vetur á eftir, eða í september hvort aftur verði rign- ingasumar næsta ár. Að þessu leiti skera viðskipti með skó sig nokkuð úr öðru. Tískuna getur maður nokkuð séð fyrir, en hitt er erfiðara,” og eftir nokkra umhugsun heldur hann áfram, “árið 1988 urðu þáttaskil í þessu hjá okkur, þá gengum við ásamt fimm öðrum skókaupmönnum hér á landi inn í norskt skófyrirtæki, EUROskó, sem er samkaupafyrirtæki 200 norskra skóverslana og okkar þessara fimm íslensku. Eins og ég sagði áðan þá förum við út tvisvar á ári, í sept- ember og mars og skoðum sýnishom sama hvað skipuleggjendur reyna, þeir búa ekki til miðbæ. Það hefur hvergi tekist. Það eru þær aðstæður sem skapast sem ráða því hvar mið- bær verður til frambúðar. Skipulags- nefnd er til að setja niður deiliskipu- lag, en hún á ekki að vera með ein- hverja Rúmenska miðstýringu. Við verðum að vara okkur á þessari bless- aðri pólitísku forsjárhyggju,” segir Svavar og honum er mikið niðri fyrir og talið berst í framhaldi af þessu að framtíðinni og hvað sveitarfélag get- ur gert til auka að atvinnulífið í bæn- um. "Það á nú fyrst og fremst að vera ekki að vasast í atvinnurekstri,” segir Svavar. “Það á að skapa viðunandi grunn til að atvinnufyrirtækin geti gengi það vel að þau skili arði og geti því greitt til bæjarfélagsins. En það á ekki að leggja skatt á skrifstofu og verslunarhúsnæði, skatt sem senni- lega stenst ekki gagnvart EES. Ef fyr- irtækjum eru sköpuð betri starfsskil- yrði hér en í nágrannasveitarfélögun- um, þá koma þau hingað. Þegar Reykjavík úthlutaði ekki lóðum fyrir smáiðnað, þá kom hann hingað og í Kópavog. Aðalatriðið er að skapa þann grunn að fyrirtækin geti dafnað og vaxið, þá skapa þau atvinnu og aukna veltu inn í bæjarfélagið,” segir Svavar Júlíusson, skókaupmaður í Skóhöllinni, að lokum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.