Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 Skúli Jónsson, framkvaemdastjóri Steinsteypunnar á skrifstofu sinni. Margir sem leið eiga um Reykjanesbrautina hafa tekið eftir bláum byggingum rétt við Krýsu- víkurveginn, en þar reisti Stein- steypan hf. steypustöð sína s.l. vet- ur. Við litum inn einn daginn til að forvitnast um fyrirtækið, en það hóf starfsemi sína um miðjan júní s.l. I smekklegri byggingu við hlið steypustöðvarinnar hittum við fyrir Skúla Jónsson, framkvæmdastjóra. Hann sagði að stöðin hefði verið keypt frá Landsvirkjun hf., en áður hefði hún verið notuð við byggingar á Hrauneyjarfossvirkjun og síðan Blönduvirkjun. Stöðin er mjög full- komin, öll tölvustýrð og er aflcasta- geta hennar 40-50 rúmmetrar á klukkustund. Skúli segir að þrátt fyr- ir að Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi segi að þetta sé lélegasta sumar þeirra í sölu á sementi um langan tíma, þá eru þeir hjá Stein- steypunni ánægðir með sinn hlut. „Viðtökur hafa verið mjög góðar og við erum ánægðir með okkar hlut. Eg hef að vísu ekki nákvæmlega tölur um hlut okkar að Stór-Reykjavíkur- svæðinu, en við stefndum að því að ná 10-15% af markaðnum og við Það er ár síðan hjónin Ingveld- ur Gísladóttir og Eyjólfur Péturs- son, keyptu og yfirtóku reksturinn á sóluskálanum Jolli við Fiata- hraun. I tilefni þessara tímamóta hittum við Ingveldi einn morgun- inn, þar sem hún var að undirbúa daginn ásamt þeim Andreu og Fríðu. Viðskiptin voru þegar hafin og á milli þess að afgreiða við- skiptavinina, gerðu þær allt klárt. Það vekur athygii hvað öllu er vel fyrir kornið í ekki stærra húsnæði og snyrtimennska er auðsjáanlega mikil. En hvaðan koma þau Ingveldur og Eyjólfur? „Við erum Vestmannaey- ingar. Eyjólfur var skipstjóri, síðast á Vestmannaey, en þegar hann fór í land ákváðum við að flytja í land og stefndum alltaf á Hafnarfjörð, þó að við settumst fyrst að í Mosfellsbæ, þá hefur stefnan alltaf verið hingað. Þess vegna keyptum við Jolli þegar staðurinn var til sölu og sjáum ekki eftir því,“ segir Ingveldur. „Við höf- um fengið alveg frábærar móttökur hjá fólki, miklu betri en við þorðum að vona. Við erum með mikið af föstum viðskiptavinum og maður saknar þeirra ef þeir missa dag úr.“ A meðan við erum að tala saman er erum sáttir við það sem við höfum náð í dag,“ segir Skúli, „þetta er eina stöðin á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem er utan sjálfrar höfuðborgarinn- ar.“ A meðan við erunr að spjalla saman hringir síminn nokkrum sinn- um og Skúli leysir úr málum við- Ingveldur að gera kæliborðið, þar sem geymt er álegg og annað sem þarf til matargerðarinnar, klárt. Allt er þetta unnið fumlaust og auðséð að hreinlæti er mikið. „Við eru'm með fjölbreytt úrval af alls konar mat á boðstólum, bæði heita og kalda rétti. Við lögum sem allra mest sjálf, þan- nig að allt sé nýtt og ferskt. Við erum skiptavina sinna á allúðlegan hátt. Þegar ég spyr hann hvort viðskiptin komi aðallega úr Hafnarfirði, þá svarar hann, „Nei, að vísu versla þeir mikið hjá okkur, en viðskiptavinimir, sem eru bæði einstaklingar og verk- takafyrirtæki, koma af öllu höfuð- t.d. með okkar „special“ sósur og þar er sinnep sósan vinsælust," segir Ingveldur og þegar ég spyr hana hvort það haft ekki aukið viðskiptin að fá endastöð Almenningsvagna og BSH við hliðina á sér, svarar Ing- veldur því að það hafi vissulega áhrif, en ekki eins mikið og ætla mætti. Viðskiptin hafi verið að borgarsvæðinu og einnig fáum við nokkur viðskipti sunnan frá Reykja- nesi, enda ekki svo langt að fara þangað." Steinsteypan hf. er með sex steypubíla til að fiytja steypu til við- skiptavinanna og þeir eru með sína eigin rannsóknarstofu til eftirlits, en það eru tekin reglulega prufur úr framleiðslunni. Allt er þetta unnið í nánu samstarfi við Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins. Sementið fá þeir frá Sementsverksmiðjunni hf., en annað efni fá þeir frá Vatnsskarðs- námunni hjá Krýsuvík. Allt efni er því landefni og því algjörlega alcal- ifrítt. En veturinn, hvemig leggst hann í Skúla, er ekki erfitt að halda uppi rekstri í þessari grein yfir veturinn? „Jú, eflaust er það erfitt, en þetta er okkar fyrsti vetur og viðtökur hafa verið góðar og eins og ég sagði áðan þá er stöðin öll tölvuvædd og því ekki mannfrek í rekstri, svo að við erum bara bjartsýnir á framtíðina," segir Skúli Jónsson, framkvæmda- stjóri Steinsteypunnar hf. að lokum. Þegar við erum að aka frá stöðinni eru steypubílar að koma og fara, enda veðrið gott til steypuvinnu. aukast jafnt og þétt allt þetta ár sem þau hafa rekið staðinn. En voru þau skipstjórahjónin vön svona rekstri. Ingveldur brosir og segir svo, „nei, við höfðum aldrei komið nálægt þessu, en við höfðum okkar ákveðnu skoðanir á hvemig við vildum hafa þetta og svo höfum við reynt að fara að óskum viðskiptavinanna. Hafa allt ferskt og gott.“ Þau Ingveldur og Eyjólfur vinna ásamt fjölskyldu sinni að þessu auk dugmikilla starfs- manna. Það eru 8 manns sem vinna hjá fyrirtækinu, sumir þó aðeins í hlutastarfi. Enda em þau með nætur- sölu á föstudags- og laugardagsnótt- um. An alls aukaálags. Sama verð allan sólarhringinn. Hvað kom þeim mest á óvart? „Það er hvað þetta er mikil vinna, ef reksturinn á að vera í lagi og reynd- ar líka hvað fólk hefur tekið okkur vel,“ segir Ingveldur og þegar ég spyr hvort hún sakni ekki Eyjanna þá svarar hún. „Við söknum fyrst og fremst vinanna, en hér er svo margt sem minnir á Vestmannaeyjar. Hafn- arfjörður er sérstaklega vinalegur bær með skemmtilegu fólki, svo að við komum til með að kunna vel við okkur héma,“ segir Ingveldur Gísla- dóttir að lokum. Bókað í bæjarráði vegna uppsagna á sérkjörum Vegna uppsagna á sérkjör- urn bæjarstarfsmanna óskuðu bæjarfulltrúarnir Magnús Gunnarsson og Lúðvík Geirs- son að bókað yrði á síðasta fundi bæjarráð að þeir teldu vinnubrögð bæjaryfirvalda í ntáiinu með slíkum eindæm- um að engu taii tekur. I heild sinni hljóðar bókunin svo: „Vinnubrögð bæjaryfir- valda varðandi uppsagnir á kjör- um starfsmanna bæjarins eru með slíkum eindæmum að engu tali tekur. Einstakir ráðamenn bæjarins taka sér vald til að velja úr hópi bæjarstarfsmanna og senda þeim uppsagnarbréf án þess að fjallað sé áður um málið á formlegan hátt í hagræðingar- og sparnaðarráði. livað þá bæj- arráði. Þessi aðgerð er ekki í samræmi við fyrri samþykkt bæjarráðs og því alls óvíst að hún fái staðist." Handboltadagar í Miðbæ Á laugardaginn 7. okt. verða handboltadagar í verslunarmið- stöðinni Miðbæ. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Dix- ieland hljómsveit sem leikur kl. 13. Klukkan 14 hefst keppni milli meistaraflokksliða FH og Hauka í skotkrafti, hiltni og reiptogi. Linda í Hress mun hita leikmenn og þjálfara upp í palla- leikfimi. Klukkan 15 geta krakkar svo spreytt sig í skot- krafti og hittni og unnið til verð- launa. Fréttatilkynning Rafmagnstruflanir í Vesturbænum Rafmagnstruflanir urðu í vesturhluta Hafnarfjarðar á sunnudagskvöldið er há- spennustrengur biiaði þannig að rafmagn fór af um 1.000 íbúðurn í um 20 mínútur. Að sögn Jónasar Guðlaugssonar rafveitustjóra varð bilunin á inilli Vesturgötu og Merku- götu. Erfiðlega gekk að slá raf- magninu inn aftur eins og íbúar í þessum bæjarhluta urðu varir við en Jónas segir að það hafi verið sökum þess að nokkum tíma tók að finna bilunina. „Það getur alltaf komið fyrir að strengur bili eins og þama varð en strengurinn hafði orðið fyrir hnjaski áður þótt ekki sé gott að segja hversu lengi síðan það varð,“ segir Jónas. “Höfum fengið alveg frábærar mót- tökur,“ segir Ingveldur f Jolli Andrea, Ingveldur og Fríða taka vel á móti viðskiptavinunum í Jolli Framleiddi eigin Það er gaman að fylgjast með því fólki sem fylgir eftir hugmynd- um sínum. Gunnar Már Levisson í Herra Hafnarfjörður er einn af þeim sem fetar stigann upp á við. Fyrir fimm árum var hann að seija lakkrís sem hann framleiddi sjálf- ur í Kolaportinu. En lakkrísinn var ekki nægilegt svigrúm fyrir Gunnar Már, fljótlega bætti hann gallabuxum við og þegar byrjað var að selja hér á markaðs- torgi Strandgötunnar var Gunnar þar með gallabuxumar og seldi mörgum Hafnfirðingnum. Þegar Miðbærinn opnaði setti hann upp draumabúðina sína Herra Hafnarfjörður, tískuversl- un fyrir karlmanninn, þar sem hann leggur áherslu á að vera með góðar vörur á lágu verði. Þegar við spurð- um Gunnar hvemig hefði gengið, þá sagði hann hæverkslega, „þetta geng- ur svona í sveiflum, en mér hefur verið tekið vel og hef orðið marga fasta viðskiptavini. Ég er að fikra mig meir og meir inn á vandaðri og fínni fatnað á herra og er t.d. núna á morgun að taka upp ný jakkaföt, fína lakkrís línu sem er alveg toppurinn í dag.“ Gunnar Már telur að viðskiptin eigi eftir að aukast í Miðbænum. „Ég er og verð alltaf bjartsýnismaður. Ég var bjartsýnn þegar ég opnaði hér og ég hef trú á því sem ég er að gera. Nú flyt ég mest allt inn sjálfur frá Englandi," segir Gunnar Már, um leið og hann fer að afgreiða einn við- skiptavininn. Um leið og við rennum niður stigann í Miðbæ kemur upp sú hugmynd hvort hann fari ekki að halda keppni í Herra Hafnarfjörður áður en langt um líður. Gunnar Már Levisson, í verslun sinni Herra Hafnarfjörður

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.