Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Side 2

Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Side 2
2 FJARÐARPÓSTURINN (jildir frá fímmtudegi 26 okt. til mið* vikudags 1. nóv. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Ekkert er betra fyrir þig núna en að vera í félagsskap góðra vina sem samhæfa reynslu og sameiginleg áhugamál. Öll vinna framundan gengur betur ef um samstöðu er að ræða hjá samstarfsfólki. Og svo allir í kór "saman stöndum við." Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Það sem virðist erfitt fyrir suma er auð- velt fyrir aðra, hafðu þetta t huga þegar eitthvað gengur ekki eins og þú væntir. Fólk er bara mannlegt og misjafnt. Ekki eru allir fæddir sölumenn. Annars er stór sigur framundan hjá þér varðandi uppá- þrengjandi aðila. Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Margt er að veltast fyrir þér. Spumingin er viltu veltast áfram í sama farinu eða byrja á byrjuninni upp á nýtt? Þitt er val- ið. En það þýðir heldur ekki að byggja of- aná vandamálagrunn, hann þarf að hrein- sa og styrkja að nýju svo stólpamir verði traustir og stöðugir. Nautið (20. apríl - 20. maí) Þú ert á tímamótum núna sem gæti fært þér mikla hamingju og gæfu, ef rétt er að staðið. Hér þarf að koma bæði hæfileik- um og söluvöru á framfæri. Ráðfærðu þig við þá sem sérhæfa sig í dreifmga- og auglýsingastarfsemi. Trúðu á það sem þú ert að selja. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Ef þú treystir þér ekki til að tjá tilfinning- ar þínar og skoðanir í heyranda hljóði, getur þú alltaf komið þeim til skila skrif- lega, sem er oft þægilegra að gera, raun- særra og meira marktækara. Það er nefni- lega hægt að lesa aftur og aftur það sem skrifað er. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Þér tekst vel til við að leysa vandamálin, eitt í einu. Hálfnað verk þá hafið er. Þér fínnst allt hellast yfir þig um þessar mundir. En mundu að neikvætt hugarfar skapar neikvætt og oft gerum við þá líka úlfvalda úr mýflugunni. Þetta er ekki eins slæmt og það sýnist. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Þú virðist í mikilli þörf fyrir viðurkenn- ingu og upphefð. Eitt gott ráð við því er að velja þá góðu vini þína sem þú veist að þykja vænt um þig og geta hvatt þig til dáða og örvað á heiðarlegan og óhlut- drægan hátt og boðið þeim í heimsókn. Gjalda skaltu síðan í sömu mynt. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Njóttu þes að vera heimafyrir í faðmi nánustu fjölskyldumeðlima. Allt sem þú hefur lagt í heimilið á s.l. mánuðum get- ur þú nú virt fyrir þér og verið ánægð(ur) með. Það jafnast ekkert á við að koma "heim" í kotið sitt. Svo ekki sé nú talað um þegar vel er heilsað. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Núið er það sem skiptir miklu máli í dag og þú græðir lítið á því að "pæla" í fortíð- inni. Það er svo mikið um að vera t kring- um þig að þér veitti ekki af tvöföldum degi. Reyndu að krefjast svars sem allra fyrst og láttu engan draga þig á asnaeyr- unum með því að fresta stöðugt ákvörð- unartöku. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Dagdraumar eru ómissandi í lífí hvers og eins því oft koma góðar hugmyndir út frá þeim. Svo gefðu þér góðan tfma þessa daga og leyfðu ímyndunaraflinu að ráða ferðinni. Þú ert það staðfastur einstak- lingur að þú veist alveg hvað er raunveru- legt og hvað ekki. Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Þér er að öllu leiti óhætt að treysta á þetta venjulega, það sem er einfalt og þægilegt og allt það sem þú veist nokkumveginn fyrirfram að komi uppá. Ekki beint spennandi, en örruglega það þægilegasta. Vissurðu að andstæður heilla og virka hvetjandi? Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Þér er heimilt að hugsa stórt, því þú ert á háum og áhrifamiklum stalli, og láttu endilega til þín taka og til þín heyra. Þú mátt svo sannarlega þakka fyrir að hafa sneitt frá svartsýninni, um daginn, annars værir þú ekki svona stórtæk(ur) og bjart- sýn(n) í dag. Gleðin skín í brosandi andliti Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör Aðstandendur lcikhússins. Uppselt á allar sýningar Hið nýja atvinnuleikhús, Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör, hefur farið glæsilega af stað með sínu fyrs- ta verkefni "Himnaríki" eftir Árna Ibsen. Uppselt hefur ver- ið á allar sýningar þess frá upphafi þann 14. september s.l. og má ætla að rúmlega 3000 gestir hafi heimsótt leik- húsið til þessa. Ekkert lát er á aðsókninni því sýningar í nóvember eru á góðri leið með að seljast upp. Til þess að bregðast við þessari miklu að- sókn hafa forsvarsmenn leik- hússins brugðið á það ráð að stækka áhorfendarýmið og fjöl- ga sætum í salnum. Sýningar hafa verið fjórar til fimm í viku en auk þess hefur leikhúsið í hyggju að efna til miðnætursýninga sem hefjast þá kl. 23.00. Fyrsta miðnætursýn- ingin verður laugardaginn 28. október. Þessi mikla aðsókn hefur einnig skilað sér á veitingahúsið A. Hansen sem býður leikhús- gestum upp á þriggja rétta leik- húsmáltíð á sanngjömu verði. Hróður leikhússins hefur farið víða því nú hafa forráðamenn stórrar leiklistarsýningar í Bergen í Noregi óskað eftir því að "Himnaríki” verði sýnt þar í janúar á næsta ári. Verið er að kanna hvort möguleiki er á að þiggja þetta boð og verður ákvörðun um það tekin fljótlega. (fréttatilkynning) Bandalag kvenna Hafnarfirði Fundur um umhverfismál í tilefni náttúruverndarárs Evrópu 1995 heldur Bandalag kvenna í Hafnarfírði fund sem ber yfirskriftina umhverfis- mál. Fundurinn verður hald- inn fímmtudaginn 2. nóvem- ber n.k. í Skútunni, Hóls- hrauni 3, og hefst kl. 19.00. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir verður heið- ursgestur fundarins. Dagskráin verður bæði fróð- leg og skemmtileg. Hefst hún á kvöldverði en síðan munu stúlk- ur úr kór Öldutúnsskóla syngja. Fyrirlesarar verða Ögmundur Einarsson framkvæmdastjóri Sorpu sem ræðir um hlutverk heimilanna í endurvinnslu. Ragnar F. Kristjánsson lands- lagsarkitekt hjá Náttúruvemdar- ráði og fulltrúi Umhverfisnefnd- ar Hafnarfjarðar og dr. Páll Skúlason prófessor. Síðan verða frjálsar umræður. Stjórn Bandalags kvenna vill vekja athygli á að fundurinn er öllum opinn og hvetur Hafnfirð- inga til að taka þátt í honum. Þátttaka tilkynnist fyrir 28. októ- ber hjá Jóhönnu s. 565-1938, Þórunni s. 555-1442 og Emu s. 565-0152. (fréttatilkynning) Kerta-og gjafagallerí flutt 1 Nýlega flutti verslunin Kerta ur, Ingibjörg og Lovísa, sem reka Tt T | 1 1 og gjafagallerí f stærra og bjartara verslunina, flytja mest allar vörur húsnæði í Miðbæ. Verslunin er sínar inn sjálfar. Hér er um mjög 1 jJl. í | I ,1 með mikið úrval af skemmtilegri sérstakar vörur að ræða og kemur Í4 "Juí R i i gjafavörum og fallegt og fjöl- fólk víða að til að versla í Kerta breytt úrval af kertum. Þær syst- og Gjafagalleríinu. Æringi - meinlegur og miskunar- laus - skrifar: Nabbi naggur Eftir mikið tilstand, óvissu og erfiði við að koma hingað flotkví þá kemur á daginn að höfnin er ekki nægilega djúp til þess að hægt sé að nota flykkið. Það viil svo undarlega til að það er ekki hægt að "sökkva" flotkvínni, ef Æringi hefur skilið rétt fréttaflutning í síðasta Fjarðarpósti. Einhverjir smávægilegir "nabb- ar" (sennilega afbrigði af hinum húsvísku "nöggum") valda þessum vandræðalegu vandræðum og sannast þar hið fomkveðna að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi: Flotkvíart og gekk trauðl um lnifsins úf, tilstand margt og mikið "nenni". Þeirra stingur því gjörð í stúf, að streða við að sökkva henni. Nú eru blikur á lofti um að ekki sé sjálfgef- ið að SIF flytji skrifstofur sínar í Fjörðinn. Eins og flestum má vera ljóst þá hefur bærinn keypt sér hóteltum í miðbænum og þar er ætl- unin að "planta" viðskiptaþömngunum þegar þeim hentar. En bærinn getur að mínu niati slegið tvær flugur í einu höggi með því að opna hótel: Hatrammt skilyrt hótelkíf og harkan stöðugt vex. IJest mér þætti að setja SIF á svítu númer sex! Það verður ekki af oss Hafnfirðingum skaf- ið. Æringi getur ekki orða bundist eftir að hafa lesið frétt þar sem sagði að lögreglan í Hafn- arfirði hvetti menn til að leggja bílum sínum, þannig að heyrðist ef rúður væru brotnar að næturlagi (ath. halur-maður): Bratt við bætist hugarvíl, brekku mannvits ærinn botnar. Hvernig leggur halur bíl, svo heyrist ei ef rúða brotnar....? Eftir íronískan fréttaflutning Helgarpósts- ins af útgáfu Fjarða-og Kópavogspóstsins, þar sem háðslega var farið með þær sjálfsögðu skyldur fréttablaða að flytja fréttir þótt keim- líkar gætu orðið milli blaða hvort sem útgef- andi þeima er sá sami eða ekki, þá skal Helg- arpóstsmönnum bent á eftirfarandi frá Hafn- firðingum: Nú má Helgarpóstur herða, harðgrín að blaðpystingum. Því Ijóst er að "Kópa" langar að verða ljósrit af Hafnfirðingum ! GAFLARI VIKUNNAR ,"li t’M"'a ri,m" Fullt nafn? Kristinn Guðlaugsson Fæðingardagur? 15. febrúar 1968 Fjölskylduhagir? Einhleypur sjálf- stæður einstaklingur Bifreið? Mitsubishi Colt Starf? Iþróttakennari og Iþrótta- og tómstundafulltrúi Fyrri störf? Verslunarstörf og þjálfun Helsti veikleiki? Gengur illa að læra að segja nei Helsti kostur? Jákvæðni og sama svar og á undan Eftirlætismatur? Rúgbrauð a'la Kristinn Versti matur? Ég borða nú alltaf skötuna með pabba Eftirlætistónlist? Alæta á tónlist Eftirlætisíþróttamaður? Stóri bróðir hefur vinninginn framyfir Linford Chirsti Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur ? Þar er nú hver fuglinn furðulegri öðrum Eftirlætissjónvarpsefni? íþróttir og gamanmyndir Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Sápuóperur Besta bók sem þú hefur lesið? Njála Hvaða bók ertu að lesa núna? Það eru helst kennslubækur Uppáhalds leikari? Sigurður Sig- urjónsson Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Forest Gump Hvað gerir þú í frístundum þín- um? Sef Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Gil við rætur Snæ- fellsjökuls Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika og hreinskilni Hvað metur þú síst í fari ann- arra? Óheiðarleika og tvöfeldni Hvern vildir þú lielst hitta? Jó- hannes Pál Páfa Hvað vildir þú helst í afmælis- gjöf? Ferð til Noregs Hvað nivndir þú gera ef þú ynnir 2 millj. í happdrætti? Njóta þeirra og byrja á að fara í frí erlendis Hvað myndir þú gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Stórbæta aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir Ef þú værir ekki manneskja, hvað værir þú þá? St. Bem- hardshundur Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand- arinn þinn? Þessi um hlauparana úr FH sem skráðu sig í Skeiðarár- hlaupið

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.