Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPOSTURINN Utgefandi:FJARÐARPOSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjórn 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Björn Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Athyglisverðar hugmyndir viðskiptaráðherra Nú fyrir nokkrum dögum kom Finnur Ingólfsson, við- skiptaráðherra, inn á það í ræðu, að hann teldi að taka þyrfti til endurskoðunar lífeyrissjóðakerfið og lánamál hús- byggenda. Hér er ráðherra að koma af stað löngu tímabærri umræðu. Vitað er að lífeyrissjóðakerfið getur ekki eða á erfitt með að standa við skuldbindingar sínar og sífellt er húsnæðiskerfið að koma fleiri fjölskyldum í fjárhagsvandræði. Þegar lífeyrissjóðakerfið var sett á laggirnar voru menn bjartsýnir á að þarna væri fólk að leggja til efri áranna og gæti lifað nokkuð góðu lífi þegar það hætti störfum. Hug- myndin var góð. En margir halda því fram og hafa til þess mörg og góð rök að fólk hefði getað haft meir úr að spila ef það hefði t.d. keypt ríkisskuldabréf, eða fjárfest á annan hátt. Ekki er þó víst að hinn almenni borgari hefði sett hluta af launum sínum í kaup á skuldabréfum, til þess þurfti "stóri bróðir" að koma inn í og skylda hann til þess. Á sínum tíma var settur af stað skyldusparnaður fyrir ungt fólk og átti að leggja 15% af launum þess inn á banka sem það fékk síðan ásamt vöxtum, annað hvort við giftingu eða þegar það varð 25 ára. Þarna var góð hugmynd, en sem því miður varð hriplek eftir stuttan tíma. Sparimerkjagiftingar urðu vinsælar og eins gátu menn fengið endurgreitt ef þeir voru í skóla. I stað þess að laga gallana þá var kerfið látið danka áfram þar til enginn tók mark á því. Þegar húsnæðislánin komu var þörfu og góðu máli komið af stað. Fólk sem átti litla möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, sá þarna leið. Menn fengu húsnæðislán og lífeyris- sjóðslán til viðbótar og lífeyrissjóðslánin voru samkvæmt launavísitölu. Ef það tók þig hálfan mánuð að vinna fyrir af- borgun og vöxtum af láninu, þá átti það alltaf að vera svo, á meðan þú varst í sömu vinnu. Þetta var sagt við fólk, en einn góðan veðurdag var launavísitölunni kippt úr sambandi við lánin. Það ásamt mikilli verðbólgu setti margan á höfuðið og þá komu "aumingjalánin", eins og margir kölluðu þau, hvert af öðru. Alltaf var verið að "leysa" mál þeirra sem voru í greiðsluerfiðleikum, með nýjum lánum, en aldrei tekið á rótum vandans. Orð viðskiptaráðherra voru því orð í tíma töluð. Það þarf að skoða bæði húsnæðislánin og lífeyririssjóðina ofan í kjöl- inn. Breyttar aðstæður og möguleikar kalla á það. Vonandi verður þessi þarfa endurskoðun ekki kæfð í fæðingu af smá- kóngum lífeyrissjóðanna. Skoða þarf vel allar leiðir til að koma þessum málum í betra horf. Athuga þarf hvort hægt sé að flytja húsnæðislán- in inn í bankakerfið og lífeyrissjóðina inn til tryggingafélag- anna, eða þá til Tryggingastofnunar ríkisins. Víst er að margir eru ekki hrifnir af þessum hugmyndum ráðherrans, en þær sýna þó að hann sér að þarna er vanda- mál sem þarf að skoða og vinna að breytingum á, áður en það verður um seinan. Óli Jón Ólason Sameiginlegt leiðakerfi almenningsvagna á höfuð- borgarsvæðinu Myndi skila þjóðarbú- inu 7-800 milljónum kr Meðal þeirra sem fluttu erindi á samgönguráðstefnu SSH sem haldin var í Kópavogi um síðustu helgi var Pétur Fenger fram- kvæmdastjóri Almenningsvagna. í máli hans kom m.a. fram að eitt samræmt leiðakerfi almennings- vagna fyrir allt höfuðborgarsvæð- ið undir einni yfirstjórn myndi skila þjóðarbúinu ábata sem næmi 7-800 milljónum kr, árlega. I máli Péturs kom fram að með stofnun Almenningsvagna bs. hefðu menn náð hálfa leið að þessu marki þegar Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Bessastaða- hreppur og Kjalarneshreppur sam- einuðust um rekstur eins fyrirtækis sem sér um almenningsamgóngur í þessum bæjarfélögum og milli þeirra ásamt akstri til og frá Reykjavík. - * tSSí ¦ é^ • i l.'r^I J 2WP- *frv»* BsSF I 1 i '•^-=~!9H0t 1 0 Æ • •*** ^^^MH Svipmynd frá fundinum sem haldinn var í félagsheimili Kópavogs. Pallborðsumræður um samgöngumál Ekki á döfinni að af- létta sköttum af almenningssamgöngum Á pallborðsumræðum sem voru í lok samgönguráðstefnu SSH kom fram í svari Halldórs Blöndal samgönguráðherra við fyrirspurn um skatta ríkisvalds- ins á almenningssamgöngur að ekki er á döfinni að aflétta þeim sköttum. "Það er áhugamál að hægt væri að lækka tolla af strætisvögnum, hópflutningabíl, vörubílum og fleirum en menn hafa ekki treyst sér til að lækka þessa skatta. Það er skattapóli- tísk ákvörðun," segir Halldór Blöndal. Þátttakendur í pallborðsumræð- unum auk samgönguráðherra voru þau Guðrún Agústsdóttir forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri, Ingv- ar Viktorsson bæjarstjóri í Hafnar- firði og Sigurður Geirdal bæjar- stjóri í Kópavogi. Fyrrgreind fyrirspurn kom frá Ingvari Viktorssyni en eins og kunnugt er af frétt í síðasta Fjarðarpósti var samþykkt ályktun um þetta mál á aðalfundi SSH ný- lega þar sem fram kom að skattar ríkisins af rekstri AV nema nú rúm- lega 100 milljónum kr. á ári. Gunnar I. Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs beindi þeirri fyrirspurn til samgönguráðherra hvort fyrirhugað væri að skera nið- ur framkvæmdafé vegna átaks í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu eins og heyrst hefði en höfuðborg- arsvæðið hefði lengi verið svelt í fjárveitingum til vegamála. Svar Halldórs Blöndal var á þá leið að vegaáætlun væri í endurskoðun og ekkert meir um það að segja á þessu stigi. Ingvar Viktorsson beindi þeirri fyrirspurn til vegamálastjóra hvort eitthvað væri búið að ræða frekar byggingu svonefnds "Ofanbyggða- vegar" það er tengibraut milli borg- arinnar, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þessi vegur væri orðinn aðkallandi þar sem Reykja- nesbrautin væri nú orðin eins og innanbæjargata í Hafnarfirði. Helgi Hallgrímsson svaraði að vinnuhóp- ur væri í gangi um vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu þar sem þetta væri m.a. til umræðu en hópurinn hefði ekki sent frá sér niðurstöður. - )

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.