Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 26.10.1995, Blaðsíða 8
Sími SSS 0292 virka daga 9:00 - 22:00 helgar 10:00 ¦ 20:00 ASalskoSun hf. Þín bifreiðaskoðun! 555 33 55 ALÞRIF BILAÞVOTTASTÖB BÍLAGEYMSLU MIÐBÆJAR SÍMI 555-2442 24 ferkílómetra kjúklingabú? Félag sem heitir Gallía-Icebird hefur farið þess á leit við bæjaryf- irvöld að fá úthlutað 24 ferkíló- metrum lands undir kjúklingabú. Um yrði að ræða samstarfsverk- efni íslenskra og bandarískra aðila ef af þessum áformum verður. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri seg- ir að það sé vart hægt að finna svo mikið landflæmi innan bæjar- markanna en bæjaryfirvöld séu með málið til skoðunar. Hugmyndir fyrrgreinds félags fel- ast m.a. í að virkja Trölladyngju því mikla gufu þarf fyrir kjúklingafram- leiðsluna. Ætlunin er að á þessu risa- stóra búi sé allt frá eldi til slátrunar og víst munu svo töluverð verðmæti fólgin í dritinu sem til fellur. EMBLA Kven- og barnafataverslun Erum flutt að Strandgötu 26, (yfir götuna) OREBLU kynning fimmudag kl. 13-18 20% AFSLÁTTUR Sindri á leið inn í flotkvína Flotkvíin er komin með öll tilskilin leyfi frá Sigling- armálastofnun og öðrum þeim aðilum sem þurfa að gefa vottorð til að starfsemin sé lögleg. Það sem vantar í dag er nægjanlegt dýpi til að starfsemin geti orðið eðlileg og hægt sé að taka upp skip án þess að til þurfi stórstreymi. Ekki er heldur hægt að ganga endanlega frá kvínni, fyrr en dýpi er nægjanlegt. Að sögn Eiríks Orms er verið að ljúka ýmsum frágangi, sem ekki stóð til að gera fyrr en næsta sumar. Sindri sem nú er tekinn upp, til að taka af honum skrúfuna og öxulinn, verður í 2-3 sólarhringa uppi og síðan mun hann bíða fram í desember, þegar nýr gír kemur. Ekki er útlit fyrir að neitt skip verði tekið upp á meðan. Nú er aðeins beðið eftir að lokið verði við að dýpka undir flotkvínni, en hvenær það verður sagðist Ei- rflcur Ormur ekki hafa hugmynd um. „Það gerist ekkert" sagði hann að lokum. 15% afsláttur eí líii kaupir dekk og felgur saman Fyrirspurn á alþingi um sjóvarnargarð íHafnarfirði Búið að vera til umræðu síðan 1989 HJOLBARÐAVIÐGERÐIR - UMFELGUN - SANDBLASTUR NÝJAR OG NOTAÐAR FELGUR HJOLBARÐAVERKSTÆÐI DALSHRAUNI 1, HAFNARFIRÐI SÍMI 565-5632 & 565-5636 SANÐBLASTUR-ZINKHUÐUN VID REYKJANESBRAUTINA SÍIV1I 564-1904 & 564-2046 Hjálmar Árnason, einn þing- manna Reykjaneskjördæmis, hef- ur lagt fram fyrirspurn til sam- gönguráðherra á alþingi. Fyrir- spurnin er svohljóðandi: "Er áætl- að að reisa sjóvarnargarða í Hafn- arfirði í kjölfar aukinnar umferð- ar um höfnina og þar með tak- markaðs athafnarýmis?" Már Sveinbjörnsson framkvæmda- stjóri hafnarinnar segir að þetta mál sé búið að vera til umræðu síð- an 1989, það er brimvarnargarð frá Hvaleyri út í Helgasker. "Samkvæmt öldulíkani sem gert var 1994 kemur í ljós að setja þarf brimbrjót í hófnina svo hægt sé að minnka óróann í henni í vestsuðvest- an áttum," segir Már. "Það hefur ekk- ert verið ákveðið með þetta ennþá og málið er til umræðu áfram." I máli Más kemur ennfremur fram að hafnaryfirvöldum er umhugað um að þetta sé gert en um dýra fram- kvæmd sé að ræða. Samkvæmt hafn- arlögum eru ytri hafnargarðar sem þessir styrkhæfir af hálfu ríkisins um allt að 90% en það sé svo pólitísk ákvörðun sem ráði hvaða verk eru styrkt hverju sinni. Verkamannafélagið Hlíf hefur ályktað um þetta mál og gert kröfu um að farið verði í þetta verk sem fyrst. Hinsvegar eru nokkuð skiptar skoðanir innan bæjarfélagsins um ágæti þessa sjóvarnargarð þar sem uppi eru sjónarmið um að viðhalda eigi Hvaleyrinni eins og hún er.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.