Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Side 2

Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Side 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Ciildir frá fímmtudegi 16. nóv. til mið- vikudags 22. nóv. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Þú getur andað léttar, því þó að vandamál fortíðarinnar komi upp aftur er það nú að- eins til að ganga endanlega frá þeim. Engin fleiri leiðinleg mistök. Gott að skreppa í burtu og jafna sig og hugsa næsta skref án skugga fortíðarinnar. Hlúðu að ástinni. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Þú ert mikill einfari þessa dagana og hef- ur lítinn áhuga á að eignast nýja vini. Óvænt skilaboð frá ættingja langt í burtu koma til þín. Góður tími í vinnunni og upplagt að sækjast eftir stöðuhækkun, enda ertu í góðu formi. Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Skyndilegt rifrildi við makann geta or- sakað breytingar á heimilishögum. Ein- hver sem þú treystir svíkur gefín loforð og var þar nálægt lögbroti. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á þig næstu vikur. Drífðu þig upp og farðu í ferðalag. Nautið (20. apríl - 20. maí) Það hvað þú ert blankur kemur í veg fyr- ir að þú kaupir eitthvað sem þú sérð eftir. Þér hættir til að byggja hús á sandi. Taktu vel eftir staðreyndum og þá uppskerðu. Þig langar að deila hugmyndum þínum með þeim sem þér þykir vænt um. Frændsemi fær nýja merkingu. Tvíburinn (21. maí - 20. júnf) Ástarmálin taka nýja stefnu. Músikhæfí- leikar þínur koma á óvart, ræktaðu þá. Miklar breytingar vegna eigin dugnaðar og hæfíleika eru á næsta leiti hjá þér. Láttu ekki eigingjarnar hugsanir ná tök- um á þér. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Hamingjan á ekki að vera í einrúmi, hresstu upp á hana, gefðu af þér. Nú er rétti tíminn til að vera ein(n) af heildinni. Láttu ekki púkann á öxlinni freista þín í að gera hluti sem þú sérð eftir. Einhver er með nefíð ofaní þínum málum. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Fjölskyldumálin skifta miklu máli þessa vikuna og þú munt eyða löngum tímum í spjall bæði í síma og á veitingahúsum. Rifrildi við þinn heittelskaða skemmir langt samband. Góður vilji mun bæta sambandið aftur fyrir jól. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Þú ert of upptekinn af ástinni. Láttu ekki aðra vefja þér um fíngur sér. Vel unnið starf leiðir til nýrrar stöðu. Mundu að hamingjan er með fjölskyldunni heima. Ræddu framtíðina, en taktu engar ákvarð- anir. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Þetta er ekki rétti tíminn til að kaupa eða selja hús eða gera önnur kaup. Erfíleik- arnir virðast aldrei ætla að enda, en vertu rólegur. Notaðu meðbyrinn þegar hann kemur og þú munt sjá fyrir endann á þessu, enda átt þú það svo sannarlega skilið. Sporödrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Bæði giftir og einhleypir ættu að fara út í eigin rekstur. Eftir miklar vangaveltur ertu viss um að þú hafír tekið rétta ákvörðun. Fimtudagurinn verður mikill happadagur. Það gætu leynst peningar á næsta leiti. Bogmaöurinn (22. nóv. - 21. des.) Að blandast inn í framleiðslu annarra get- ur gefíð góðar tilfmningar. Það er lítill tími fyrir ástina þessa daga vegna mikill- ar vinnu. Njóttu lífsins meðal gefandi vina, það gefur ró og stöðugleika. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Margt gott er í vændum. Nýtt samband mun skapa mikla rómatík. Einn dag í einu. Gefðu þér tíma. Njótta fegurðarinn- ar í kringum þig. Þegar þig langar að sanna eitthvað, notarðu það sem átillu að þetta eða hitt hefur verið sannað eða sýnt fram á með hinum og þessum rannsókn- um að... Bros bætir skapiö Afmælishátíð Kórs Öldutúnsskóla Þann 22. nóvember n.k. eru liðin 30 ár frá stofnun Kórs Öldutúnsskóla. Af því tilefni heldur kórinn afmælishátíð í Hafnarborg þann dag og hefst hún kl. 20.00. Þar koma fram auk kórsins, Litli kór Öldutúnsskóla og kór fyrrum kórfélaga. Kórinn hefur gefið út geisla- disk sem ber heitið "Dagur er risinn". Þar er að ftnna 18 lög og á að gefa gott yfirlit yfir margt af því sem kórinn hefur verið að fást við á liðnum árum. í bæk- lingi sem fylgir með eru upplýs- ingar um kórinn, textar og fjöldi mynda. Fyrrum kórfélagar, vinir og velunnarar kórsins eru vel- komnir á afmælishátíðina. Minningargjöf Nýlega var Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar aflient minningargjöf um þau hjónin Stefaníu S. Magnúsdóttir og Bjarna M. Jóhannesson, en 24. október s.l. voru 100 ár frá fæðingu Stefaníu. Það var dóttir þeirra hjóna, Guðlaug Bjarna- dóttir Bernard og maður hennar Harry E. Bernard, sem búsett eru í Bandaríkjunum sem gáfu gjöflna, þegar þau voru stödd hér á landi fyrir nokkru. Á myndinni sjást þau hjónin þegar þau af- hentu formanni Skógræktarfélagsins, Hólm- fríði Finnbogadóttir, gjöfina við hátíðlega at- höfn á Súfistanum. Æringi - meinlegur og misk- unnarlaus - skrifar: Ó þu hýri... Hafnarfjörður hefur verið umtalsvert í frétt- um upp á síðkastið. Einkum hefur verið fjall- að um stórframkvæmdir í Firðinum; hversu til haft tekist og hvemig til rnunu takast í fram- tíðinni. Stórhýsi Miðbæjar hf., stálbræðsla, tónlistarskóli, bamaskólar og stækkun álvers eru hér meðal annars í aðalhlutverkum auk þess sem mikill vilji er til að hænsnum fjölgi umtalsvert í Hafnarfírði. Þegar svo er í pottinn búið, að gamlar og fjarstæðukenndar hug- myndir taka að rætast, þá reynist mörgum ábyrgum aðilanum erfitt að hafna þeim leng- ur. Og til þess að koma öllu heim og saman þegar sverfur að fjármálum og pólitískri sið- semi þá hræra menn saman í siðagrautinn, sinni venju úr hverri áttinni. Af þessu má ráða að „þjóðsönguf' okkar brandarabæjarbúanna eigi við nokkur rök að styðjast; Byggja hér, byggja þar, byggjum ekki neins staðar. Þegar allt'um þrotið virðist, þrátta menn um peninginn. Meirihluti saman spyrðist, skelfur ýmis flokkurinn. Byggja hér, byggja þar, við bvggja megum sums staðar. Af hugmyndunum halur státar, sem hefjast upp af fjöturklafa. Þá látast baldnir Ijómadátar, Lilju allir kveðið hafa. Byggja hér, byggja þar, við byggja skulum hér og hvar. Þegar króna að dyrum knýr, kátra gárast tjarnir kennda. Þá er Hafnarfjörður hýr, hólkvíður í báða enda. Byggjahér, byggja þar, byggjum bara allstaðar! Fæðingardagur? 18. febrúar 1955 Fjölskylduhagir? Tveir strákar og ein stelpa Bifreið? Hyundai Soni ‘94 Starf? Ljósritun Fyrri störf? Verkamaður Helsti veikleiki? Of griðvikinn Helsti kostur? Traustur Eftirlætis matur? Hamborgar- hryggur A’la Kata Versti matur? Sigin grásleppa Eftirlætis tónlist? Öll góð tónlist Eftirlætis íþróttamaður? Gústi Bjarna Á hvaða stjórnmála manni hefur þú mestar mætur? Engum Eftirlætis sjónvarpsefni? Sein- feld Leiðinlegasta sjónvarpsefni? Væmnir framhaldsþættir Besta bók sem þú hefur lesið? Góði dátinn Svæk Hvaða bók ert þú að lesa núna? íslenskar smásögur Uppáhalds leikari? Siggi Sigur- jóns Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Forrest Gump Hvað gerir þú í frístundum? Er áhugamaður um handbolta Fallegasti staður sem þú hefur komið til? Ásbyrgi Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika Hvað metur þú síst í fari annarra? Óheiðarleika Hvern vildir þú helst hitta? Gor- basjov Hvað vildir þú helst í afmælisgjöf? Gott Koníak Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 2 millj. í Happdrætti? Borga skuldir Hvað myndir þú gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Slappa af Ef þú værir ekki manneskja, hvað værir þú þá? Dauð- ur Uppáhalds Hafnar- fjarðarbrandarinn þinn? Flestir góðir. Vill hitta Gorbasjov

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.