Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 16.11.1995, Qupperneq 6
6 FJARÐARPÓSTURINN ÚtgefandiiFJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Bjöm Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða St. Jósefsspítali Óvissa ríkir nú um framtíð St. Jósefsspítala, það er hvort spítalanum verði gert kleyft að halda áfram að veita bæjar- búum og nærsveitafólki sömu þjónustu og gert hefur verið undanfarin ár. Heilbrigðisráðherra hefur gert tillögur sér- staks tilsjónarmanns með rekstri spítalans að sínum í bréfi sem borist hefur til stjórnar spítalans og bæjaryfirvalda. Þessar tillögur fela í sér að töluvert verður dregið úr því þjónustustigi sem spítalinn heldur uppi nú. Þar má meðal annars nefna að ætlun ráðherra er að bráðaþjónustu á lyf- lækningadeild verði hætt og handlækningadeild breytt í fimm daga deild eins og greint er frá í Fjarðarpóstinum í dag. Það er algerlega ótækt af hálfu ráðherra að ætla sér að standa að málinu með þessum hætti. Ekki er nema rúmt ár síðan þáverandi heilbrigðisráðherra gaf út auglýsingu um starfssvið og verkaskiptingu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæð- inu, þar á meðal St. Jósefsspítala, og ganga þessar tillögur ráðherra nú þvert gegn þeirri stefnu sem þá var mörkuð í heilbrigðisráðuneytinu. Þar að auki hafa bæjaryfirvöld ekki verið með í ráðum hvað þessar tillögur varðar og er bærinn þó eignaraðili að spítalanum. I bókun bæjarráðs um málið kemur m.a. fram að bæjarráð telur af og frá að falla frá þeim grundvallarforsendum sem settar voru fyrir starfsemi spítalans í fyrrgreindri auglýsingu og minnt er á að þegar ríki og bær keyptu spítalann af St. Jósefssystrum var forsenda kaupanna af bæjarins hálfu að það yrði rekið sem alhliða sjúkrahús auk annararr sér- greindrar þjónustu eins og verið hefur. St. Jósefsspítali hefur glímt við mikinn fjárhagsvanda á síðustu árum eins og fram hefur komið í Fjarðarpóstinum. Að hluta til má rekja þann vanda til óraunhæfra krafna af hálfu ríkisvaldsins um niðurskurð á rekstri spítalans. Þessi vandi er hluti af stærra máli sem nær til flest allra sjúkrahúsa í landinu. St. Jósefsspítali hefur ekki farið fram á að fá ein- hverja sérmeðferð í þeim niðurskurði og spamaði sem grípa verður til. Hinsvegar verður að gera þá lágmarkskröfu til stjómvalda að tillögur um niðurskurð og spamað séu unnar í samvinnu við alla aðila málsins en ekki eins og hér hefur verið gert með einhliða bréfi frá ráðherra til stjómar spítal- ans og bæjaryfirvalda. Enda hefur bæjarráð varað eindregið við afleiðingum þess að heilbrigðisráðherra grípi til einhliða og lítt grundaðra aðgerða í þessum efnum. St. Jósefssystur unnu mikið og gott starf í þágu bæjarbúa meðan að spítalinn var í eigu þeirra. Það er vanvirðing við starf systranna að ætla að draga eins mikið úr þjónustu spít- alans og tillögur heilbrigðisráðherra gera ráð fyrir. Og bæj- arbúar munu eflaust kunna ráðherra litla þökk fyrir ef hann ætlar sér að fá niðurstöðu í málið með einhliða eða lítt ígrunduðum aðgerðum. Friðrik Indriðason Unglingar eru enginn massi -segir Kristján Bersi Ólafsson, síöasti smalinn sem sat yfir ánum í Kví kví, skólameistari og trúarbragðaskoöari Stúdentarnir hans Kristjáns Bersa eru í dag orðnir 1508 og þar af eru slétt 1500 á lífi því 8 hafa far- ið yfir móðuna miklu á liðnum árum og í dag er Kristján skólameistari yfir um 620 nemendum, þar af um 500 í hefðbundnu framhaldsskóla- námi og um 120 í kvöldskóla - öld- ungadeild, eins og sagt er. Og þrátt fyrir yfir 25 ára kynni sína af ung- mennum er Kristjan Bersi ekki á því að heimur versnandi fari og unglingarnir með: „Nei, mér finnst það raunverulega ekki. Auðvitað hafa ákveðnir hlutir breyst í umhverfi og upplagi unglinga eins og t.d. í hugsunurhætti og skynj- un, en yfirgnæfandi meirihluta okkar nemenda, þeirra unglinga sem koma til okkar á hverju ári, eru mikið sómafólk og stunda sitt nám og vinnu af mikilli ábyrgð. Auðvitað koma upp vandamál en mér finnst mikið aðalatriði að fólk hætti að alhæfa um unglinga. Ungling- ar eru enginn massi heldur fjöldi ein- staklinga og við verðum að koma þan- nig fram við þá. Að vísu get ég viðurkennt eitt vandamál sem mér finnst einkennandi fyrir síðustu ár og það er að vaxandi fjöldi unglinga er ekki vant bóklestri. Þetta er ungt fólk sem tæknilega séð er læst, þ.e.a.s. kann að lesa einstök orð og setningar, en þetta er fólk sem er ekki vant bókmáli og ekki vant því að grípa sér bók í hönd til dægrarstytting- ar eða skemmtunar. Þetta stafar náttúrulega ekki síst af því að við eru í auknum mæli að fá all- ar okkar upplýsingar um heiminn í myndmáli en ekki prentmáli eins og kannski mín kynslóð óx upp við. I þessu sambandi má kannski minna á hugmyndir Kanadamannsins McLu- hans sem setti fram kenningar sínar í bókinni „The media is the message" fyrir um 30 árum síðan, þar sem hann hélt því fram að miðillinn hefði ekki síður áhrif á hugsunarganginn en skilaboðin sem hann flytur. Hann hélt því t.d. fram að með Gutenberg og prentlistinni hefði hinn „analýtiski" tími hafist, þar sem menn brutu hlutina til mergjar og notuðu brotin til að byg- gja upp heimsmynd. Með þeirri „myndrænu" skynjun sem við búum við í dag má kannski segja að hringn- um sé lokað og ananlýtiski tíminn hafi runnið sitt skeið á enda. Við tekur þá myndræn skynjun sem er í senn yfir- borðskenndari og grynnri en miklu sterkari." Sat yfir í kvíunum Kynslóðin hans Bersa ólst upp á milli tveggja heima. Hann sjálfur t.d. segist vera síðasti núlifandi smalinn sem sat yfir ám í kvíum og vann við fráfærur og lifði við tilltölulega foma búskaparhætti. Kristján er sonur þeirra Olafas Þ. Kristjánssonar og Ragnhild- ar Gísladóttur, en þau voru bæði vest- firðingar. Enda segist hann ekki síður upplifa sig sem vestfirðing en Hafn- firðing, þó svo að Kristján sé fæddur hér í bæ, uppalinn og hafi starfað hér síðustu 25 árin. „Ég fór alltaf í sveit á sumrin, fyrst í Amarfjörðinn þar sem ég var hjá móðurfólki mínu og síðar að Kirkju- bóli í Bjamardal í Önundarfirði, þar sem amma mín bjó þá. Þar var fært frá og þar sat ég yfir ánum í kvíum. Þá voru æmar mjólkaðar kvölds og morgna og úr mjólkinni var búið til smjör og einskonar skyr. Þetta skyr var hálfsíað og síðan látið í tunnur og lát- ið súma. Ég man alltaf spenninginn heima hjá mér þegar græni kúturinn hans pabba kom að vestan á hausinn fullur af þessum súr og með ýmis konar góð- gæti í, lundaböggum, bringukollum og slátri. Þessi súr var reyndar einnig hluti af hversdagsmatseðli fyrir vestan því þá var t.d. hafragrautur á borðurn flesta daga og þá var súrinn gjama settur saman við til að drýgja grautinn þannig að þetta varð einhvers konar hræringur. Þannig að ég ólst nú að hluta upp við foma búskaparhætti og annað sem ég er líka þakklátur fyrir, er að á sumr- in með menntaskóla, vann ég yfirleitt hjá Vitamálastofnun við að byggja vita víðs vegar um landið og þar kynntist maður líka þessum gömlu vinnubrögð- um, því þó svo að véltæknin væri komin í þjónustu þá, reyndi líka mikið á manninn sjálfan og víða þurfti að bera allan efnivið á bakinu á sér frá lendingarstað að byggingarstæði." Menningarheimili við Tjarnarbraut Kristján Bersi ólst upp hér í Hafnar- firði, að Tjamarbraut 11 þar sem for- eldrar hans og Hallsteinn Hinriksson og kona hans byggðu tvíbýlishús og var mikill samgangur á milli heimil- anna. Ólafur Þ. var skólamaður og kennari og fræðimaður eins og Hafn- firðingar vita og Hallsteinn mikill íþróttafrömuður og var þetta því menningar og framfaraheimili. „Já, ég býst nú við að svo hafi verið þó maður hafi kannski ekki hugsað svo mikið um það þá og jafnvel varla síðan. En pabbi var jú skólamaður og vann reyndar einnig um tíma við bóka- safnið og hann var mjög fróðleiksfús og hafði mjög traust minni þannig að það sem hann hafði heyrt eða lesið, það mundi hann.“ Kristjðán Bersi er giftur Sigríði Bjamadóttur frá Hvestu í Amarfirði og eiga þau þrjú böm á lífi; misstu 7 ára dóttur eftir mikil veikindi. En núlif- andi eru Freydís, myndlistarmaður í Hafnarfirði, Olafur Þ. jámabindinga- maður eins og Tryggvi frændi, og síð- an Bjami Kristófer, líffræðingur. Kristján lauk landsprófi frá Flens- borg og síðan Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. 1957. og síðan lá leiðin til Stokkhólms þar sem til stóð að læra bókmenntafræði og það nám var langt komið er stúd- entinn gerði stuttan stans á því námi sínu og tók eitt námskeið í trúar- bragðafræði, svona rétt tjj tilbreyting- ar. Þessi trúarbragðafræði varð síðan svo skemmtileg að hann fór aldrei aft- ur í bókmenntimar heldur útskrifaðist með Phil. cand. gráðu frá heimspeki- deild Stokkhólmsháskóla með trúar- bragðafræðina sem aðalegrein. „Já, þetta er nú ekki síst menningar- saga og tengist mikið hlutum eins og þjóðháttarfræði enda voru kennarar mínir í Stokkhólmi flestir þjóðháttar- fræðingar. T.d. fjallaði doktorsritgerð prófessorsins mín um sálina í hugar- skoti Norður Amerískra indíána, og einnig starfaði þama eistneskur dósent en hans rannsóknir höfðu fjallað um svipaða hluti hjá síberískum þjóð- flokkum." Nú hefur þú lifað mikil breytinga- skeið þjóðfélagsins, allt frá fráfærum og til tölvualdar. í ljósi þinnar mennt- unar, hver finnst þér áhrifin hafa verið helst? „Það er nú kannski helst að mér finnst eins og að býsna margir eigi erfitt með að átta sig á sjálfum sér og rótunum. Það hafa vissulega slitnað tengsl við fortíðina og mér sýnist að það hafi sýnt sig að það skipti fólk yf- irleitt miklu máli að þekkja uppruna sinn. Ég vitna t.d. til þess að í eina tíð voru Bandaríkin kölluð „The melting pot“ þar sem ólík þjóðarbrot áttu að koma saman og að úr yrði ný þjóð. Þetta hefur að mörgu leyti ekid ræst því að flestir hópar Bandaríkjanna leg- gja mikla áherslu á að halda í sérkenni sín og uppruna. Sjamanismi og sjálfstæð hugsun í þessu sambandi er nóg að minnast á ættemisáhuga afkomenda Vestur ís- lendinganna og t.d. þess hversu mikla áherslu böm fædd á stríðsárunum, af erlendum hermönnum, hafa lagt á að hafa uppi á feðmm sínum. Nú svo er annað sem mér finnst orðið áberandi hvað varðar þetta unga fólk sem í skólann okkar kemur og þar verðum við að líta í eigin barm en mér finnst eins og að uppeldisumhverfi margra bama og unglinga í dag sé ákafíega fátæklegt. Enda sjáum við

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.