Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.01.1997, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 23.01.1997, Blaðsíða 1
Hitaveita Reykjavíkur Hafnfirðingar hafa greitt 248 millj- ónir í borgarsjóð á fimm árum -Hafnarfjarðarbær telur sig eiga rétt á 32 milljón kr. arðgreiðslu frá HR Á aðeins finim áruni hafa Hafnfirðingar greitt borgar- sjóði Reykjavíkur rúmiega 248 milljónir í gegnum af- gjaldsgreiðslur Hitaveitu Reykjavíkur til borgarsjóðs, ef marka má útreikninga sem Eyjólfur Sæmundsson, tengi- liður bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar við Hitaveitu Reykja- víkur, hefur sett fram í nýlegri skýrslu er liann hefur unnið fyrir bæjarstjórn. í skýrslunni er einnig bent á, að á aðeins fimmtán ára tímabili, frá 1978-1992, hafi afgjalds- greiðslur Hitaveitunnar til borg- arsjóðs þrítugfaldast. Milli ár- anna 1994 og 1995 hækkaði af- gjald Hitaveitunnar til Reykja- víkurborgar t. d. úr 456 m. kr. í tæpar 802 milljónir en borgar- stjórn ákveður einhliða hækkun afgjalds milli ára. Hafnfirðingar hafa þvi samkvæmt þessu á óbeinan hátt, með Hitaveitu Reykjavíkur sem millilið, verið drjúgir skattgreiðendur í Reykja- vík. Vatnssala Hitaveitu Reykja- víkur til Hafnarfjarðar hefur ver- ið í kringum 9% af heildarvatns- sölu veitunnar, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Eyj- ólfs. Eyjólfur telur á hinn bóginn, að Hafnarfjarðarbær eigi rétt á samtals 32 milljón króna arð- greiðslu frá Hitaveitunni vegna hagnaðar af rekstri hennar á ár- unum 1992-1995, samkvænrt ákvæðum um arðsréttindi og lok biðtíma sem kveðið er á um í samningi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og Hitaveitu Reykjavíkur frá árinu 1973, ef arðsemin fer yfir þau mörk sem tiltekin eru í samningnum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef- ur nýlega samþykkt að setja á fót ijögurra manna starfsnefnd sem er ætlað að fjalla um samskipti HafnarQarðarbæjar og Hitaveitu Rcykjavíkur og til aó endurskoða samning þessara aðila um rekstur hitaveitu í Hafnarfirði. Hafnfirsk skylmingasveit Undirbúningur fyrir Alþjóð- legu víkingaleikana í Hafn- arfirði í júlí nk. er nú að komast í fullan gang. Breskur skylmingameistari, Phii Berthram, var staddur hér á dögunum þar sem hann var að þjálfa hafn- firska skylmingamenn, sem væntanlega verða orðnir vel liðtæklr á víkingaleik- unum næsta sumar, en hér sjást kapparnir við æfingar. Umtalsverú fækkun gjaldþrota Gjaldþrotaúrskurðum fækkaði til muna milli áranna 1995 og 1996 hjá HéraÖsdómi Reykjaness. Þannig voru 96 úrskurðir um gjaldþrot kveðn- ir upp á síðasta ári en 289 úr- skurðir árið 1995. Er betta lækkun milli ára um 32%, en samkvæmt uppiýsingum Hér- aðsdóms eru ekki inn í pess- um tölum mál sem fluttust af ýmsum ástæðum á milli þess- ara ára. Beiðnum um gjaldþrotaúr- skurði fækkaði sömuleiðis talsvert. Á síðasta ári voru þeir 562 en voru 659 árið 1995. Er þetta fækkun um tæp 15% milli ára. Rétt er að taka fram að þessi málafjöldi á við allt dómssvæði Héraðsdóms Reykjaness scnt nær frá Kópavogi og suður úr, en ein- skorðast ekki við Hafnarfjörð. Fjarðarpóstur í Earðabæ og Bessastaðahrepp Fjarðarpósturinn er 16 blaðsíður í dag og prentaður í 9.500 eintökum. Þessu tölu- blaði er dreift í Garðabæ og Bessastaðahrepp, auk venju- legrar dreifingar í Hafnarfirði. Utgefendur Fjarðarpóstsins hafa undanfarna mánuði dreift blaðinu einu sinni í mánuði á þetta svæði. FRIMARGARITA Þú pantar pizzu með þremur áleggsteg. eða fleiri og færð Margarítu í kaupbæti. LLTA KR 1.000 9“ m/4 áleggsteg. 12“ m/3 áleggsteg. 16“ m/2 áleggsteg. 18“ m/1 áleggsteg. TVÆR FYRIR EINA sækir pizzu m/3 áleggsteg. eða fleiri og færð aðra eins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.