Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.01.1997, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 23.01.1997, Blaðsíða 11
Fjarðarpósturinn II Landmálafél. Fram ályktar um skólamál Bæjarstjórn endur- skoði afstöðu til til- lögu skólanefntlar Á almcnnum fundi Lands- málafclagsins Fram um skóla- mál þann 16. janúar sl. var samhljóóa samþykkt álvktun þess cfnis að skora á bæjar- stjórn að endurskoða afstöðu sína til tillögu skólanefndar og forcldraráðs Hafnarfjarðar um næstu skref til einsetning- ar grunnskólans í Hafnarfirði. í tillögu skólanefndar sem lögð var frani á fundi nefndar- innar þann 11. desember sl. og samþykkt einróma, segir m. a. að nefndin telji nauðsynlegt að á næsta ári (þ.e. 1997-innsk. FP) verði byggðar grunnskólabygg- ingar fyrir u. þ. b. 150 milljónir króna til viðbótar viðbyggingu Hvaleyrarskóla. Eigi að einsetja skólana fyrir tilskilinn tíma þurfi að byggja fyrir að jafnaði 250 milljónir króna á ári næstu 6 árin. Ennfremur segir í tillögu skólanefndar, að nefndin leggi til að á næsta ári (1997) verði byggðir fyrstu áfangar til ein- setningar við Öldutúnsskóla og Engidalsskóla. Embætti bæjar- verkfræðings verði falið nú þeg- ar að undirbúa 600-700 ferm. viðbyggingar við hvorn þessara skóla og verði þeim lokið eigi síðar en í árslok 1997. Þá leggur skólanefnd til að á árinu 1998 verði byggður nýr skóli sem taki nemendur úr skólahverfum Lækjarskóla, Öldutúnsskóla og Setbergsskóla. Undirbúningsvinna vegna hans heljist í byrjun næsta árs. Á sama fundi lagði fulltrúi foreldra fram svohljóðandi bréf frá foreldraráði Hafnarfjarðar: „í framhaldi af fundi okkar 9. 12. 1996 vill foreldraráð Hafnar- fjarðar lýsa yfir stuðningi með framkomnar tillögur skólanefnd- arinnar um næstu framkvæmdir í byggingu skólahúsnæðis í bæn- um. Það er mat foreldraráðsins að viðbyggingar við Engidals- skóla og Öldutúnsskóla séu í samræmi við vilja meirihluta foreldra í Hafnarfirði." j § i| ■ jTV ! I • I 1 rP^ |kt;J ij %&£ H 1 'SgJi' ll • lH-Q-p^ f. Bókasafnið í Dvergshúsið? Ekki afráðið enn, segir bæjarstjórí Samkvæmt nýsamþvkktri fjárhagsáætlun þessa árs á að verja 30 milljónum til kaupa á stærra húsnæði undir Bóka- safn Hafnarfjarðar, en safnið hefur í mörg ár búið við alls- endis ófullnægjandi húsakost. Ingvar Viktorsson, bæjar- stjóri, segir að stutt sé í að ákvörðun verði tekin um nýtt húsnæði fyrir safnið, en m. a. hafi verið iitið til Dvergshúss- ins við Lækjargötu í því sam- bandi, þótt ákvörðun hafi ekki enn verið tekin en stutt sé í hana. „Afgefnu tilefni“ „Af gefnu tilefni vil ég að fram komi að greinin „Grunn- skólamál í Hafnarfirði - eftir Guðbjörn Ólafsson" sem birt- ist í Fjarðarpóstinum fimmtu- daginn 9. janúar s.l. er ekki eftirundirritaðan. Guðbjörn Ólafsson (sign), kt. 270643-4939, Miðvangi 25, Hafnarfirði“ AUGLÝSING um starfsleyfistillögur skv. gr. 71.2 í mengunarvarnarrcglugerð nr. 48/1994 1 samræmi við gr. 70.1. ofangreindrar reglugerðar með breytingum nr. 378/1994 liggja starfsleyfistillögur fyrir eftirtalin fyrirtæki frammi til kynningar á skrifstofu tæknideildar (3. hæð) í ráðhúsi Hafnaríjarðar að Strandgötu 6 frá 15. janúar 1997. Nr. Nafn fyrirtækis Starfsemi Aðsetur 1. Bílapartar og þjónusta Bílapartasala Dalshraun 20 2. Teiknistofan uppi á lofti Trésmíðaverkstæði Drangahraun 8 3. Þórver hf. Heitloftsþurrkun sjávarafurða Eyrartröð 3 4. Fjarðarstál Stálsmiðja Eyrartröð 6 5. Norðuráll Fiskvinnsla og reykofn Grandatröð 10 6. Bónstöð Magnúsar Bónstöð Hjallahraun 9 7. H. H. þjónustan Bifreiðaverkstæði Hólshraun 7 8. Islenska vagnasmiðjan ehf. Vélsmiðja Hringhella 5 9. Á.M. Sigurðsson, MESA Stálsmiðja 1Ivaleyrarbraut 2 10. Buska ehf. Saltfiskþurrkun IIvaleyrarbraut 2 11. Pólar-ís ehf. Fiskverkun Hvaleyrarbraut 8 12. Þurrkaðar fiskafurðir ehf. Heitloftsþurrkun sjávarafurða Hvaleyrarbraut 26 13. Daníel Gunnarsson Jarðvinnuverktaki Kaplahraun 7b 14. Finestra ehf. Álsmiðja Kaplahraun 9 15. Bílamálun Jónasar Karls Bílasprautuverkstæði Kaplahraun 14 16. Valurinn ehf. Fiskverkun Kaplahraun 18 17. Fura hf. Brotamálmsvinnsla Markhella 2 18. Holræsahreinsunin Rekstur holræsabifreiða og flutningur á spilliefnum Melabraut 15 19. Sandblástur Gísla Björnssonar Sandblástur Skútuhraun 2a 20. G.P. kranar ehf. Útgerð þungavinnuvéla Skútahraun 2a 21. Ólafur og Gunnar ehf. Trésmiðja Skútahraun 2a 22. Skotíþróttafélag Hafnarljarðar Skotvöllur í Kapelluhrauni Rétt tíl að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Ibúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Athugasemdir, ef gerðar eru, skulu vera skriflegar og sendast heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar, Heilsugæslustöðinni Sólvangi, pósthólf 440, 222 Hafnarfirði, fyrir 15. febrúar 1997. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðarsvœðis Vöruflutningar Hafnarfiröi Við tökum á móti vörum og smápökkum til flutnings hvert á land sem er. Afgreiðsla Vöruflutningamiðstöðvarinnar í Hafnarfirði er staðsett hjá EIMSKIP í Óseyrarskála. Daglegar ferðir á alla helstu þéttbýlisstaði landsins. Hröð og örugg þjónusta. Við spörum ykkur tíma, fé og fyrirhöfn. Vöruflutningamiðstöðin hf. Óseyrarskála 220 Hafnarfirði Símar: 565 2166

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.