Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Qupperneq 2
2 Fjarðarpósturinn
Fimmtudagur 21. febrúar 2002
rinirnffTr
Útgefandi: Keilir ehf.
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Auglýsingar: 565 4513, auglysingar@fjardarposturinn.is
Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf.
Dreifing: íslandspóstur
www.fjardarposturinn.is
Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Loksins kom snjórinn. Hann hefur verið
undarlegur veturinn hér fyrir sunnan og lítið
farið fyrir snjó og vetrarveðrum. Ekki var
snjórinn mikill og vart nægur til almennilegrar
skíðaiðkunar. Snjósleðamenn fara þó fljótt á
kreik og ekki þurfti mikill snjó til fyrir jólin til
að maður mætti snjósleðum á götum bæjarins
og hér í umhverfinu þó svo akstur þessara tækja
sé stranglega bönnuð á götum og vegum. Litlu karlamir á stóru
jeppunum umtumast líka við snjófölina og engin ástæða lengur að
nota akbrautir og innkeyrslur en tún og gangstéttar troðnar undir
„möddemnum". Hvað er það í mönnum sem segir þeim að keyra
yfir gangstéttar og tún til þess að komast inn á bflastæði þegar
sentimetri af snjó liggur ofan á? Er það sama röddin og segir
mönnum að hella úr öskubökkum bíla sinna á götuna þar sem
stöðvað er? Hér hlýtur að vera hægt að gera betur.
Krakkamir í kuldagöllunum hópast út og því nauðsynlegt fyrir
bflstjóra að fara varlega þar sem búast má við bömum að leik.
Tryggja þarf einnig að böm leiki sér ekki á eða við stórar umferðar-
götur. Mikill akstur er framhjá Setbergsskóla og hámarkshraði þar
er 50 km/klst. og því fer um mann hrollur þegar sést til skólabama
í frímínútum leika sér alveg við götuna og kennara hvergi að sjá.
Yfirvöld virðast ákveða snjómokstur og saltaustur miðað við þá
sem á lökustu dekkjunum aka og má sæta furðu saltaustur á götu
eins og Klukkubergið þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Þar var
saltað sl. mánudag ofan á snjóhuluna þrátt fyrir að spáð væri kóln-
andi veðri og roki. Ef saltað er á snjó í ffosti verður úr krapi sem
erfitt er oft að fóta sig á, hvað þá að aka. Líkja má aðstæðunum við
það að stíga á pappaspjald á snjó. Gaman væri að fá skýringu á því
af hveiju er verið að salta götu þar sem ekki er leyfður meiri hraði
en 30 km/klst. Þessi gata er eflaust mest mokaða gata bæjarins enda
skefur þar oft í skafla en ástæðulaust er með öllu að ryðja snjó af
akbraut upp á gangstéttir eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Guðni Gíslason
Margar greinar bíða nú birtingar en sökum plássleysis hefur
ekki verið hægt að birta fjölmargar greinar. Vonandi tekst í
næsta biaði að birta þessar greinar m.a. um afmæli Þrasta,
fyrirhugaða aldarminningu fyrstu rafveitu landsins og fl.
Busloðaflutningar
Tek að mér alla
almenna flutninga
Benni Ben.
s. 893 2190
Leiklistarnámskeið LH
Laugardaginn 23. febrúar mun Leikfélag Hafnarljarðar hefja
leiklistamámskeið. Það hefst kl. 18 í Hafnarfjarðarleikhúsinu og
er ætlað fyrir alla sem áhuga hafa á leiklist. Stjómandi
námskeiðsins er Steinunn Knútsdóttir. Aðgangur er ókeypis.
Námskeið fyrir stjómmálakonur
Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar verður með námskeið ætlað konum
sem hafa gefið kost á sér til setu á framboðslistum stjómmála-
flokkanna fyrir sveitarstjómarkosningamar í Hafnarfirði 25. maí
nk. og hefst námskeiðið 5. mars. Námskeiðið er í boði
jafnréttisnefndar og fræðslu-og starfsmannadeildar og skiptist í 4
hluta. 1. Sannfæringarkraftur stjómmálakvenna. 2.
Hafnarfjarðarbær - stjómsýsla, ljármál og starfsmannahald. 3.
Stjómsýslulögin. 4. Öflugar konur í sveitarstjómum. Athugið að
aðgangur er takmarkaður að 1. og 4. hluta. Skráningarfrestur er
til 27. febrúar 2002 á ingibjorg@hafnarljordur.is
Matarfíklar!
Nýlega var stofnuð OA-deild í Hafnarfirði, en OA-samtökin em
byggð á sama gmnni og AA-samtökin og litið er á matarfflcn sem
sjúkdóm sem hægt er að halda í skefjum, einn dag í einu, með
kerfi OA-samtakanna. I OA em engin þátttökugjöld, engar
félagaskrár, engir matarkúrar og engar vigtanir en ALGJÖR
TRÚNAÐUR. Allir, sem telja að gætu átt við matarfíkn að stríða,
em þar hjartanlega velkomnir.
Fundir em laugardaga kl. 11-12 í AA húsinu Kaplahrauni. Á
„Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ em 8 fundir í viku.
Nánari upplýsingar má fá á www.oa.is og í svarhólfi 878 1178.
Heimsferðir
Söluumboö
Bœjarhrauni 14, Haftiarfiröi
S:5109500
Bréf til fllmars
Heill og sœll Almar Grímsson!
Og kærar þakkir fyirr bréfið
frá þér sem ég hirti úr póstkassa
mínum áttunda dag febrííarmán-
aðar. Eftir að hafa lesið bréfið
tvisvar varð mér hugsi um stund
og ég komst að þeirri niðurstöðu
að þama vœri maður að mínu
skapi, sem muni vinna að minum
þörfum, en þœr eru nokkrar þar
sem ég er 87 ára gamall.
Vitanlega á ég að láta þennan
mann hafa mitt atkvœði i vor,
hugsaði ég, en svo áttaði ég mig
á því að afian í þér, Almar,
myndu hanga þeir menn sem ég
síst vildi hafa i meirihluta bœjar-
stjómar. Menn sem tilheyra þeim
fiokki sem gáfu Bœjarútgerðina
og þessa dagana koma því sem
bœjarfélaginu tilheyrir i eigu
einkaaðila. Min ósk er sú að þeir
sem nú sitja í meirihluta bœjar-
stjómar glati sínum völdum og
að nýr maður komi ( bœjarstjóra-
stólinn. Sá sem nú siturþar getur
hœglega brosað fyrir framan
myndavélamar úr öðrum stól.
Að endingu — Þú ert maður-
inn sem okkur gamlingjana vant-
ar og ég mundi glaður láta þig
liafa, mitt atk\’œði, og reyndar
reyna að safna atkvœðum fyrir
þig — ef þú tilheyrðir Samfylk-
ingunni!
Með fullri virðingu fyrir þinni
persónu.
Sofhus Berthelsen eldri.
Úr fundargeröum..
1. Fornubúðir 3 - kauptilboð
Lagt fram bréf SÍF hf. ásamt
meðfylgjandi kauptilboði í fast-
eignina Fomubúðir 3.
2. Heilsugæsla - framtíðaráform
Lagt fram minnisblað fulltrúa
Húsfélagsins Fjarðar, Fjarðargötu
13-15 varðandi hugmyndir um
uppbyggingu heilsugæslunnar í
Hafnarfirði í Firði.
3. Iðnskólinn f Hafnarfirði
Lagt fram bréf Iðnskólans (
Hafnarfirði, dags. 6. feb. sl., þar
sem óskað er eftir fundi með full-
trúa Hafnarfjarðarbæjar og
rekstraraðila Iðnskólans um hús-
næðismál skólans og framtíðar-
uppbyggingu hans.
Erindinu vísað til bæjarstjóra.
4. íþróttafélagið Fjörður
Lagt fram bréf Iþróttafélagsins
Fjarðar, dags. 6. feb. sl., þar sem
þess er óskað að bæjarstjórinn
ásamt bæjarstjómarmönnum eða
embættismönnum bæjarins, alls
þrír að tölu taki þátt í hinu árlega
Þorramóti í boccia sem fer fram
23. febrúar nk.
6. Svar við fyrirspurn úr
bæjarstjórn
Lagt fram bréf Guðmundar
Rúnars Árnasonar, dags. 5. feb.
sl. og svar bæjarstjóra við fyrir-
spum hans sem lögð var fram í
bæjarstjórn 2. okt. sl. Fyrirspumir
Guðmundar til formanns bæjar-
ráðs eru eftirfarandi:
1. Hefur formaður bæjarráðs
mótttekið eftirtalin bréf og erindi
um máiefni Straums? Bréf dags.
1. feb. 2000, 7. júlí 2000, 5. sept.
2000,18. feb. 2001,23. mai2001,
7. júlí 2001, Kauptilboð dags. 4.
mars 2000 og dags. 9. maí2000?
2. Hefur eitthvað af ofangreind-
um eríndum verið tekið til umfjöll-
unar í bæjarráði?
3. Er eðlilegt og vanalegt að er-
indi bíði 18 mánuði eftir að verða
tekin upp i bæjarráði?
Þorsteinn Njálsson formaður
bæjarráðs óskar að taka fram að
svör hans við fyrirspumum fulltrúa
Samfylkingar eru þau sömu og
hann gaf úr ræðustól í bæjarstjóm
þann 2. okt. sl. Þau eru: „Mig rekur
ekki minni til þess að hafa séð
nein bréf frá forstöðumanni
Straums um þetta mál
Veistu hvað svona
lítil auglýsing getur
haft mikil áhrif?
Hvernig væri að prófa?
Tileinkað núverandi
bæjastjórn
Ó! Gvö hvað allt er glœsilegt
ekkert gerist gassalegt.
Einhver munur áður var
allt i rugli hér og þar.
Þeir sjálfir áttu nokkra sök
sem núna hafa undirtök
Þá hrópuðu hátt á torginu
en hrína nú á orginu.
Öll við vitum nú svo skír
hvað fram og aftur héma snýr.
Upp og niður út og suð
alltaf þetta sama tuð.
„Leirfinnur".