Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2003 Útgefandi: Keilir ehf. Fjaröarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: íslandspóstur www.fjardarposturinn.is Ábyrgðin er okknr Krakkarnir í tíundabekk voru að ljúka prófum og það þykir rétt að skemmta sér í tilefni þess. Foreldrar fengu bréf frá æskulýðsfulltrúa þar sem þeir voru hvattir til að vera vakandi yfir ferðum unglinganna á þessu kvöldi og virða regjur um útivistartíma. Ástandið var, þrátt fyrir þessi tilmæli og sundlaugarpartý í Suðurbæjarlauginni, nokkru verra en í fyrra og allt of margir unglingar undir lögaldri ölvaðir. Er foreldrum alveg sama? Eða telja þeir þetta vera vandamál fræðsluyfirvalda? Hver kaupir vín handa þessum bömum? Hver lætur þau vera afskiptalaus úti langt fram á nótt? Em það ekki foreldramir? Hafnaríjörður sker sig úr varðandi unglingadrykkju — nei við emm ekki bestir, við emm verstir! Krakkar fara í partý þar sem eftirlit er ekkert. Hvar em foreldramir? Krakkar fá jafnvel að drekka heima undir því yfirskyni að það sé betra að venja þau við undir eftirliti! Unglingar vilja skýrar reglur og þess vegna eigum við að setja skýrar reglur. Ef við foreldrar viljum að bömin okkar séu úti eftir miðnætti að skemmta sér á götunum þá verðum við að vera með þeim og þá gilda sömu reglur og í æfmgaakstrinum! íbúalýðræði og græn svæði íbúalýðræði var eitt af kosningaslagorðum á síðast ári. Ekki hefur verið mótað hvemig það á að virka og seint sé ég alls heijar kosningar um mál eins og deiliskipulag að hætti Svisslendinga. íbúar við Óla Runs tún spyrja nú hvað þurfi til þess að þeirra skoðun fái hljómgmnn og kannski verður þetta fyrsti prófsteinninn á þessu kosningaloforði Samfylkingarinnar. Græn svæði em jafnan viðkvæm og það verður ekki aftur snúið þegar búið er að byggja á þessum svæðum. Það þykir hagkvæmt að þétta byggð en ekki má gleyma því að við viljum ekki búa á geymslusvæði heldur í umhverfi þar sem okkur líður vel. Eflaust þarf að kalla eftir vilja bæjarbúa og mynda einhverja stefnu hvar græn svæði eigi að vera, til hvers þau eigi að vera þar og hvað eigi að vera hægt að gera á þessum grænu svæðum. Kannski gætu grænu svæðin í Hafnarfirði verið hluti af stómm ratleik og á hverju svæði væri eitthvert þema eða fróðleikur sem gestir gætu gamnað sér við að fræðast um eða upplifa. Ákall bæjarbúa til vemdunar grænna svæða þarf að taka alvarlega og lítil tún era okkar Kárahnjúkar án þess að ég ætli að hætta mér inn í virkjanamálin nema ef vera skyldi í Hamarkotslæknum í tilefni 100 ára afmælis rafmagns í Hafnarfirði sem vonandi verður minnst með bravúr. Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Sunnudaginn 25. maí kl. 14 Guðsþjónusta 25. maí, kl. 14.00 Kirkjukór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 sóknarprestur www.vidistadakirkja.is Vorsýning Iðnskólans Árleg vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði verður opnuð í skólanum á laugardaginn kl. 14 og stendur úl laugardagsins 31. maí. Opið er alla daga frá kl. 13-17. Kraftaverk í Mílanó Kvikmyndasafn Islands sýnir ítölsku perluna „Miracolo a Milano" eða Kraftaverk í Mflanó í Bæjarbíói á laugardaginn kl. 16. Myndin er frá árinu 1951 og gerð eftir skáldsögu Cesare Zavattini en handritið er eftir hann og leikstjóra myndarinnar Vittorio De Sica. Kvikmyndir De Sica og Zavattini þykja einkennast af dramatísku innsæi á hversdagsleikann og em fyrir löngu taldar til sígildra listaverka kvikmyndanna. Vorhátíð Öldutúnsskóla Vorhátíð Öidutúnsskóla verður haldin við skólann miðvikudaginn 28. maí kl. 16. Dagskráin hefst með Víðavangshlaupi Öldutúnsskóla, en því loknu tekur við skemmtidagskrá nemenda skólans. Á svæðinu verður fjöldi leiktækja, pylsur grillaðar ofl. Allir velkomnir. Handverkssýning eldri borgara Handverkssýning félags eldri borgara verður um helgina 24., 25. og 26. maí í Félagsheimilinu Hraunseli, Flatahrauni 3. Sýndir verða munir sem eldri borgarar hafa unnið í vetur s.s. saumur, útskurður, glerlist og málverk. Húsið opið frá 13 til 17 alla dagana . Kaffiveitingar. Síðasta sýningarhelgi í Hafnarborg Nú standa yfir þijár sýningar í Hafnarborg, sýning Richards Vaux, Fmmmyndir ljósheimsins, sýning Aðalheiðar Ólafar Skarphéðinsdóttur í Sverrissal á akrýlverkumog grafík og sýning Hjördísar Frímann, Elskaðu mig blítt í Ápótekinu. Þessum sýningum lýkur á mánudag. Regnbogabörn Skráöu þig í síma 575 1550 Fríkirkjan Kvöldvaka og safnaðarfundur N.k. sunnudag, 25. maí verður kvöldvaka kl. 20. Örn Arnarson og hljómsveit kirkjunnar flytja fallega sumarsöngva ásamt kór kirkjunnar. Að lokinni kvöldvöku hefst svo aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins og verður haldinn í safnaðarheimilinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. íþrótta- og æskulýðsnefnd 3. Styrkumsóknir. Teknar fyrir eftirfarandi styrkum- sóknir vegna íþrótta- og tóm- stundastarfs. a) íþróttafélagið Fjörður sendir erindi dagsett 07.04. sl., þar sem óskað er eftir stuðningi vegna keppnisferðar íþróttamanna úr félaginu ásamt aðstoðarmönnum til Akureyrar á íslandsmót fatlaðra. íþrótta- og æskulýðsnefnd getur ekki orðið við erindinu en bendir á samstarfssamning á milli félagsins og Hafnarfjarðarbæjar. b) Erindi frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur HFR dagsett 3. apríl sl„ þar sem farið er fram á stuðn- ing vegna fjallahjólakeppni, sem hefst við íþróttahúsið v/Strandgötu í Hafnarfirði og endar í Bláalóninu. íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 30.000-, sem takist af liðnum 06-012-4290 og felur íþróttafull- trúa að afgreiða málið. c) Erindi frá Kvennahlaupi ÍSÍ dagsett 08.04. sl, þar sem farið er fram á styrk til að veita leiðsögn væntanlegum , þátttakendum í Kvennahlaups íslands með fyrir- lestrum og verklegum æfingum. íþrótta- og æskulýðsnefnd sam- þykkir að styrkja erindið um kr. 45.000-, sem takist af liðnum 06- 012-4290 og felur íþróttafulltrúa að afgreiða málið. d) Erindi frá knattspyrnudeild FH dagsett 06.05. sl., þar sem farið er fram á styrk vegna gerðs umgjarðar um keppnisvöll fyrir yngri flokka félagsins, sem nýtast mun meðal annars við 17. júní hátíðarhöldin. íþrótta- og æskulýðsnefnd sam- þykkir að styrkja erindið um kr. 75.000-, sem takist af liðnum 06- 011-9190 og felur æskulýðsfull- trúa að afgreiða málið. Samráðsnefnd um framhalds- og endurmenntun 1. Fjölskylduskólinn. Guðmundur Rúnar Árnason kynnti hugmyndina sem liggur að baki Fjölskylduskóla Hafnarfjarðar og mögulegar leiðir til að hrinda henni í framkvæmd. Setja þarf sem fyrst á laggimar þverfaglegan og þverpólitískan stýrihóp innan bæjarkerfisins sem mótar faglega stefnu Fjölskylduskólans. Leita þarf eftir samstarfi við Samstarfs- nefndina og Námsflokkana um nánari útfærslu og framkvæmd. Líta ber á Fjölskylduskólann m.a. út frá sjónarmiði forvamarstarfs og að hann verði að sem mestu leyti sjálfbær. Skipulags- og byggingarráð 23. Hverfisgata 29, skipulags- skilmálar Mál nr. SB030044 Tekið fyrir að nýju erindi Hita- veitu Suðurnesja dags. 10. febrúar 2003 þess efnis að útbúnir verði skipulagsskilmálar fyrir lóðina Hverfisgata 29 Skipulags- og byggingarráð felur bæjarskipulagi að undirbúa forsögn að deiliskipulagi fyrir lóðina Hverfisgötu 29 sem felur í sér að landnotkun sé breytt úr stofnana/atvinnulóð í íbúðalóð.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.