Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 5
Fjardarpósturinn 5Fráveita Hafnarfjarðar Fimmtudagur 12. maí 2005
Fráveita Hafnarfjarðar
Allar fjörur hreinar sumarið 2006
Samstarfs-
verkefni
Stjórn Fráveitu Hafnar-
fjarðar hefur ákveðið að
kynna fyrir bæjarbúum
þær miklu framkvæmdir í
fráveitumálum sem verið
er að ráðast í. Þessar
framkvæmdir munu kosta
nokkuð á annan milljarð
króna.
Sá áfangi sem nú er
hafinn miðar að því að
allt skólp í Hafnarfirði
verði komið út fyrir hafn-
argarða í apríl 2006.
Lagnir verða lagðar frá
Mölum, neðan við Hrafn-
istu, meðfram Herjólfs-
götu, í Vesturgötu, með-
fram Fjarðargötu og
Strandgötu, út Fornubúðir
og Óseyrarbraut í hreinsi-
stöðina við Óseyrarbraut
og frá henni út með renn-
unni í Hvaleyrarlónið og
enda þær í 130 m bráða-
birgðaútrás utan við
hafnargarðinn í nýju Suð-
urhöfninni.
Byggð verður dælustöð
við Norðurgarð og þegar
byggingu hennar lýkur í
apríl 2006 verða útrás-
irnar á Mölum og við
Norðurgarð lagðar af.
Ströndin við Herjólfsgötu
og Vesturgötu verður þá
orðin hrein. Í nóvember á
þessu ári verður lögnin út
með rennunni tekin í
notkun og rennur þá ekki
lengur skólp í Hvaleyrar-
lónið.
Bæjaryfirvöld og Hafn-
arfjarðarhöfn hafa ákveð-
ið að ráðast í stígagerð og
grjótvarnir strandarinnar
samhliða þessum frá-
veituframkvæmdum.
Í tengslum við fram-
kvæmdir við fráveitulagnir
verða lagðir 3,4 km af
göngu- og hjólreiðastígum.
Stígarnir meðfram strönd-
inni verða 3,5 m á breidd
og verða aðgreindir með
málaðri línu í 2,5 m göngu-
braut og 1 m hjólabraut. Á
stígnum verða áningar-
staðir með bekkjum á völd-
um stöðum.
Þegar þessir stígar verða
lagðir saman við stíga í
núverandi skipulagsáætl-
unum og skipulagshug-
myndum mynda þeir 7 km
langan strandstíg sem
hvergi þverar umferðar-
götur nema á Suðurhafnar-
svæðinu. Þetta verða því
mikilvægir hlekkir í stíga-
kerfi höfuðborgarsvæðis-
ins sem bjóða upp á ein-
staka upplifum og mikið
umferðaröryggi.
Í tengslum við færslu
Álftanesvegar er gert ráð
fyrir að strandstígurinn
tengist við fyrirhuguð
stígasvæði þar og að sjálf-
sögðu við núverandi stíga-
kerfi í Norðurbæ.
Nýr stígur meðfram Herj-
ólfsgötu frá Langeyrarmöl-
um, framhjá Hrafnistu að
Álftanesvegi væri mjög
mikilvægur í þessu sam-
bandi.
Göngu- og hjólastígar
Brugðist við óskum bæjarbúa
Framkvæmdatími
Nóvember 2005:
Skolpi sem áður rann í Hvaleyrarlón verður dælt í
nýja lögn, 130 m út fyrir nýju uppfyllinguna.
1. áfangi: Ný lögn frá gatnamótum Herjólfsgötu og
Flókagötu að hringtorgi við Fjarðargötu.
2. áfangi: Ný lögn frá núverandi hreinsistöð við
Suðurgarð að miðlunartanki sem byggður verður á
s-v horni nýju uppfyllingarinnar í Suðurhöfn. Hafnar-
fjarðarhöfn gengur frá kanti að Hvaleyrarlóni með
ölduvörn og stíg að Lónsbraut.
3. áfangi: Ný lögn frá hringtorgi við Vesturgötu að
núverandi hreinsistöð við Suðurgarð.
Apríl 2006:
Ný dælustöð við Norðurgarð tekin í notkun og
verða þá útrásir á Langeyrarmölum og Norðurgarði
lagðar af og öll skólpi dælt í bráðabirgðaútrás utan
við nýju uppfyllinguna í Suðurhöfninni.
Síðla árs 2006:
Hreinsistöð út við Straumsvík tekin í notkun og öllu
skolpi frá Hafnarfirði dælt 2 km út í sjó og á 20 m dýpi.
Þeir stígar sem lagðir verða í tengslum
við fráveituframkvæmdirnar eru:
1. Meðfram Herjólfsgötu milli Langeyrarmala
og Norðurbakka.
2. Meðfram Fjarðargötu og Strandgötu og að
Drafnarslipp.
3. Frá Lónsbraut meðfram Hvaleyrarlóns-
rennu og að miðlunartanki.
4. Meðfram strandlengjunni frá Hvaleyrar-
höfða og hreinsistöð norðan við lóð Alcan.
Kynningarrit um fráveituframkvæmdir — Fráveita Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær
Kristinn Ó. Magnússon,
framkvæmdastjóri
Fráveitu Hafnarfjarðar
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n