Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 11
Bjartir dagar og Alþjóðahúsið leita að þátttakendum fyrir ný- stárlega keppni sem fram fer á Björtum dögum 10. júní nk í húsnæði Hafnarfjarðarleikhúss- ins að Strandgötu 50. Ekki má syngja á eigin móð- urmáli né á ensku en þátttakend- ur syngja eitt lag og stig eru gefin fyrir söng, sviðsframkomu, bún- ing og undirtektir áhorfenda. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Þátttaka tilkynnist til hilda@ahus.is eða í síma 530 9313 í síðasta lagi 27. maí. Eru bæjarbúar á öllum aldri og þjóðerni hvattir til að taka þátt og má búast við mjög skemmtilegri keppni. Söngvakeppni hinna mörgu tungumála Ekki má syngja á eigin tungumáli eða ensku! www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 12. maí 2005 Hefur þú lesið drög að skólastefnu Hafnarfjarðar? Já 13% Nei, en ég ætla að gera það 21% Nei 66% Taktu þátt á www.fjardarposturinn.is Úrslit: Handbolti Úrslitakeppni karla: ÍBV - Haukar: 35-39 Haukar - ÍBV: 28-24 Knattspyrna Meistarkeppni karla: FH - Keflavík: 2-0 Næstu leikir: Knattspyrna 16. maí kl. 19.15, Keflavík: Keflavík - FH (úrvalsdeild karla) 16. maí kl. 14, Kópavogsvöllur Breiðablik - Haukar (1. deild karla) 17. maí, kl. 20, Keflavík: Keflavík - FH (úrvalsdeild kvenna) Bíósýning Á laugardaginn kl. 12 verður sérstök FH-bíósýning fyrir 7. flokk FH á kvikmyndina „Are you there yet“. Sýningin er í aðalsal Smárabíós og er miðaverð aðeins 500 krónur og fara allar tekjurnar til styrktar 7. flokki FH. Þeir sem vilja fá miða geta hringt í Pál í síma 849 7288. Meyjamet Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH setti íslenskt meyjamet í kúluvarpi (3 kg) innanhúss í Kaplakrika í síðustu viku. Ragnheiður Anna varpaði kúlunni 13,54 m og bætti meyjametið um 3 sm. Á Ragn- heiður Anna nú bæði Íslands- met í meyjaflokki með 3 kg og 4 kg kúlunni. Hún gerði svo betur á laugardag er hún bætti Íslandsmetið er hún kastaði 13,66 m. Góður kastárangur Óðinn Björn Þorsteinsson varpaði 18.51 m í kúluvarpi í Kaplakrika í síðustu viku og komst í fjórða sæti yfir bestu kastara Íslendinga frá upphafi, fór hann fram fyrir Guðna Halldórsson og Eggert Boga- son þjálfara sinn. Átta bestu innanhúss: 1. Hreinn Halldórsson, KR, 20,70 m (1979) 2. Pétur Guðmundsson, HSK, 20,66 m (1990) 3. Óskar Jakobsson, ÍR, 19,87 m (1982) 4. Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, 18,51 m (2005) 5. Guðni Halldórsson, KR, 18,16 m (1979) 6. Eggert Bogason, FH, 18,13 m (1986) 7. Jón Ásgrímsson, FH, 17,09 m (1998) 8. Andrés Guðmundsson, HSK, 17,05 m (1994). Íþróttir Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum stendur Hafnarfjarð- arbær fyrir kynningarfundi í kvöld á drögum að Skóla- stefnu Hafnarfjarðar. Fundur- inn verður haldinn í Víðistaða- skóla kl. 19.30 - 22. Nú eru liðin tæp 3 ár síðan formaður fræðsluráðs lýsti fyrst áhuga sínum á að vinna Skólastefnu fyrir Hafnarfjarð- arbæ. Formleg vinna við gerð þeirra draga sem nú liggja frammi hófst síðan á vormán- uðum 2003, fyrir um 2 árum. Þetta er nokkuð langur tími en það sem mest er um vert er að nú liggur fyrir skjalfest sú vinna sem unnin hefur verið á þessum tíma. Almennt við gerð stefnumót- unar, hvort heldur þegar einka- fyrirtæki eða stofnanir standa að henni, er lagt til grundvallar að allir hagmunaaðilar komi að þeirri vinnu. Einungis þannig endurspeglar stefnan þarfir og óskir allra hagsmunaaðila. Þegar skoðað er hvernig staðið var að skipan þeirra aðila sem tóku þátt í undirbúningsvinnu við gerð Skólastefnunnar kemur í ljós að einn hópur hagsmunaaðila var undanskilinn þátttöku að mestu.. Sá hópur er foreldrar svo und- arlega sem það kann að hljóma. Þrátt fyrir að fulltrúar foreldra í fræðsluráði hafið frá upphafi vinnunnar margítrekað vilja sinn um að að koma að þessari vinnu var því ekki sinnt af hálfu fræðsluyfirvalda. Í vinnuhópi um grunnskóla sátu fulltrúar Skólaskrifstofu, kennara og skólastjóra en enginn fulltrúi foreldra. Alls staðar í nágranna- byggðalögum okkar þar sem viðlíka vinna hefur farið fram hafa fulltrúar forelda verið beinir þátttakendur í mótun stefn- unnar frá upphafi. Þetta vilja foreldrar að komi skýrt fram því eins og sjá mátti í frétt Fjarðarpóstsins í síðustu viku gætir nokkurs misskilings í því hverjir hafa mótað þessa stefnu. Í umsögn sinni um fyrstu drög að Skólastefnu í byrjun apríl hvatti Foreldraráð Hafn- arfjarðar fræðsluyfirvöld til að halda málþing fyrir bæjarbúa um efni stefnunnar. Þeirri bón var vel tekið og þó að fræðsluyfir- völd hafi ekki séð sér fært að standa að málþingi fagna for- eldrar þeirri niðurstöðu að halda kynningarfund. Greinarhöfundar vilja því hvetja foreldra og alla sem hafa áhuga hafa á skóla- málum til að mæta á fundinn í kvöld og taka þátt í umræðum um framtíðarskipan skólamála í Hafnarfirði. Mætum á fundinn í kvöld Foreldrar sniðgengnir í vinnu að skólastefnu María Kristín Gylfadóttir Árni Sv. Mathiesen Atli Hilmarsson og Kristján Halldórsson hafa skrifað undir samning um þjálfun á karla og kvennaliði FH í handbolta. Atli verður þjálfari meistarflokks karla og Arnar Geirsson verður honum til aðstoðar sem og aðal- þjálfari 2. flokks karla. Kristján verður hinsvegar þjálfari kvennaliðsins. FH væntir mikils af báðum þessum þjálfurum og er stefnan sett á að koma bæði karla- og kvennaliðum félagsins í fremstu röð þar sem FH á heima. Eins er stefnt á að styrkja bæði lið með 2 - 4 leikmönnum í hvorn flokk. Þá hefur verið samið við Berg- svein Bergsveinsson sem mun sjá um markmannsþjálfun hand- knattleiksdeildar, Eggert Boga- son hefur yfirumsjón með styrkt- aræfingum og Slavko Helgi Bambir kemur að einstaklings- þjálfun. Með þessu leitast stjórn handknattleiksdeildar til að inn- leiða faglegri og markvissari vinnubrögð. Þá hefur stjórnin sett sér það markmið að reyna að auka aðsókn á leiki og efla liðsandann með breyttri umgjörð leikja. Þetta var tilkynnt á blaða- mannafundi á föstudag. FH-ingar ætla að vekja risann Atli Hilmarsson og Kristján Halldórsson þjálfa meistaraflokkana í handbolta Atli Hilmarsson, Örn H. Magnússon og Kristján Halldórsson Lj ós m .: Ja ko b G uð na so n Dagana 18.-25. maí mun Siglingaklúbburinn Þytur halda námskeið í siglingu á kjölbátum klúbbsins. Kennd verður m.a. umgengni og með- ferð báts og segla, siglinga- reglur og helstu öryggisatriði. Eftir námskeiðið eiga þátt- takendur að vera orðnir hæfir hásetar á kjölbáta klúbbsins. Þytur á tvo 26 feta kjölbáta af gerðinni Secret 26 sem eru mjög hentugir bæði til skemmtisiglinga og í keppnir. Hægt er að skrá og fá nánari upplýsingar með tölvupósti á sailing@sailing.is eða hjá Frið- riki í síma 898 0855. Seglbáta- námskeið fyrir fullorðna Veiðileyfi í Kleifarvatni Kleifarvatn var opnað fyrir veiði 1. maí s.l. og fást veiðileyfi hjá Essó við Lækjargötu og á agn.is Sumarkort kostar 3000,- kr. og dagleyfi 1.000,- kr. Nánari upplýsingar gefur Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, svh.is Frá kastkennslu í Kleifarvatni á sunnudag Vinnuskóli Hafnarfjarðar Ertu búin(n) að skila inn umsókn? Sumarið 2005 munu unglingar fæddir 1989 til 1991 fá vinnu hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Þeir sem hafa enn ekki skilað inn um- sókn þurfa að gera það við fyrsta tækifæri. Umsóknir er hægt að nálgast á vinnuskoli.ith.is. Skila skal umsóknum til skrifstofu vinnuskólans, Lækjargötu 2 (Dverg), eða til þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upp- lýsingar má fá í síma 565 1899.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.