Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 6
6 Fjarðarpósturinn Fimmtudagur 12. maí 2005 Sögubrot 1993 Í janúar 1993 var gerð tæknilýsing fyrir dælu- og hreinsistöðvar í Hafnar- firði sem var forsenda til- boðs Hagvirkis/Kletts í gerð þessara mannvirkja. Lýsing þessi byggðist í grundvallaratriðum á til- lögu frá 1992 um tvær hreinsistöðvar og tvær út- rásir við Malir og Óseyrar- braut. Var unnið að þess- um tillögum á árunum 1993-94 en lítið varð úr framkvæmdum. Ekki var í þessum tillög- um horft til byggðar fyrir sunnan Hvaleyrarholtið og nýju byggðarinnar fyrir sunnan Reykjanesbraut. 1995 Snemma árs 1995 voru útreikningar á dreifingu kólígerla í sjónum við út- rásarop endurskoðaðir. Breyttar forsendur og reikniaðferðir höfðu mikil áhrif á útreikninga og varð niðurstaðan sú að út- rásir þurftu að fara út á um 20 m dýpi og vera um 2.000 m langar í stað 6-700 m áður. Þessi breytta niðurstaða hafði þau áhrif að nú þótti orka tvímælis að hafa tvær hreinsistöðvar og tvær langar útrásir sitt hvoru megin fjarðarins. Í júní 1995 var lögð fram skýrsla um samanburð val- kosta. Tillaga A gerði ráð fyrir hreinsistöð og útrás við Malir fyrir alla eldri byggð í bænum og aðra hreinsi- stöð og útrás við Hrauns- vík fyrir sunnan Hval- eyrarholtið fyrir iðnar- svæðin í Helluhrauni og framtíðar byggingarsvæði bæjarins fyrir sunnan Ás- tjörn. Tillaga B gerði ráð fyrir einni hreinsistöð og einni útrás við Hraunsvík og að öllu skolpi frá gamla bæn- um yrði dælt suður fyrir Hvaleyrarholtið. Bæjarráð samþykkti 14. júní 1995 að vinna eftir tillögu B. 1996 Framkvæmdir við gerð dælu- og hreinsistöðvar við Óseyrarbraut hófust síðla árs 1996. Dælustöð Dælustöð verður bygg kverkinni vestan við Norð Þaðan er skolpi dælt um lögð er undir Vesturgötu sjónum að núverandi dæ eyrarbraut. Með dælu og þrýstilög dæla skolpinu óháð land Dælustöð Núverandi hreinsi- og dælustöð verður síðar nýtt sem dælustöð því ný hreinsistöð verður byggð suður undir lóð Alcan. Lögn endurnýjuð Lögn í Óseyrarbraut er lek og streymir mikill sjór í hana. Hún verður öll endurnýjuð og verða einhverjar truflanir á umferð þess vegna. Lágmarksröskun Við framkvæmdirnar verður mikil áhersla lögð á að valda sem minnstum umferðar- töfum og röskun. Við Drafnarslipp Eini staðurinn þar sem lögnin verður lögð undir götu er við spilhús Drafnarslipps. Þar er Strandgatan nokkuð breið og verður reynt að trufla umferð sem minnst en ljóst er að þar verða þó einhverjar tafir á umferð. Hreinsistöð og Suður undir lóðarm reist ný hreinsistöð þa verður hreinsað úr sk verður skolpinu dælt 20 m dýpi. Þynning ve sólarljósið brjóta gerl Haustið 2006 verða skolp frá Hafnarfjarða Hafnfirðingar geta þv fjöruborðinu. Dælubrunnur Lítil niðurgrafin dælu- stöð. Ný lögn í Herjólfs- götu að dælustöð við Norðurgarð. Fráveita Hafnarfjarðar stendur fyrir framkvæmdunum. Framkvæmdastjóri hennar er Kristinn Ó. Magnússon. Verkfræðihönnun er í höndum VST hf., Strendings ehf. og VSB ehf. Umhverfis- og mannvirkjahönnun sér Landslag ehf., Batteríið ehf og Alark efh. um auk þess sem Siglingastofnun sá um hönnun á ölduvörnum. Verkefnisstjórnun er í höndum Verkþjónustu Kristjáns ehf. Verktakar eru Keflavíkurverktakar sem byggja dælustöð við Norðurgarð, Magni ehf. með framkvæmdir í Vestur- götu og að Óseyrarstöð, Ístak með framkvæmdir í Suðurhöfninni og Borgarvirki ehf. annast grjótvinnslu. Ráðgjafar og verktakar Fráveitulagnir Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.