Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 7
Fjarðarpósturinn 7Fimmtudagur 12. maí 2005 1998 Óseyrarstöðin tekin í notkun í maí 1998. Engin ný útrás var gerð frá stöð- inni enda miðuðust áætl- anir við að skolpi frá stöð- inni yrði dælt suður fyrir Hvaleyrarholtið í útrás í Hraunsvík. Ýmsar tillögur komu fram á árunum 1997-98 um útrás frá stöðinni við Óseyrarbraut. Kom m.a. til greina að hætta við að dæla frá þessari stöð suður yfir Hvaleyrarholtið og gera útrás út frá Suðurgarði eða út frá Hvaleyrinni þar sem brýn þörf var orðin á að gera betri útrás frá stöðinni og dregist hafði að hrinda áætlunum um útrás út frá Hraunsvík í framkvæmd. Engin ákveðin niður- staða varð af þessum at- hugunum og engin útrás gerð. 2001 Á árinu 2001 kom fram hugmynd um samvinnu Hafnarfjarðar og Garða- bæjar um fráveitumál. 2003 Í áætlun sem lögð var fyrir stjórn Fráveitunnar 1. desember 2003 er gert ráð fyrir einni útrás fyrir Hafnarfjörð í Hraunsvík. Nauðsynleg endurnýjun lagna í Óseyrarbraut og Vesturgötu gerði leið þrýstilagnar fyrir fjörðinn hagkvæma, en áður hafði verið gert ráð fyrir að farið yrði undir hafnarmynnið. Unnið var að endur- skoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar og einnig var unnið að deiliskipulagi fyrir Hvaleyrina og golf- svæðið. Þar kom fram að miklar fornminjar eru á Hval- eyrarholtinu og því vanda- samt að fara með skolp- lögn um svæðið. Ekki þótti hagkvæmt að fara fyrir Hvaleyrina vegna kostnaðar. 2005 Framkvæmdir hefjast af fullum krafti. Fráveita Hafnarfjarðar ð á fyllingu í ðurgarðinn. þrýstilögn sem u og meðfram ælustöð við Ós- gn er hægt að dhalla. Borað í gegnum Hvaleyrina Nýjasta tækni verður notuð til að koma um 80 cm skolplögn þvert yfir Hvaleyrina. Sérstakur bor sem dregur skolplögnina á eftir sér verður notaður til að bora í gegnum Hvaleyrina. Byrjað verður undir sjávarmáli en bornum verður stýrt nákvæmlega og verður komið upp í fjöru- borðinu s-v í Hvaleyrinni. g 2 km útrás mörk Alcan verður ar sem allt gróft olpinu. Þaðan 2 km út í sjó og á erður mikil og mun ana hratt niður. allar reglur um arbæ uppfylltar og ví óhikað buslað í Miðlunartankur verður byggður á Suðurfyllingu. Reynt verður að fella tank- inn vel að umhverfinu og verður fyllt að honum og ofan á honum verður gerð- ur útsýnispallur sem verður endastöð á göngustíg með- fram Hvaleyrarlónsrennu. Búast má við að þessi áninga- og útsýnisstaður eigi eftir að vera mjög vin- sæll enda mun miðlunar- tankurinn standa um 7 m yfir aðliggjandi landhæð. Samhliða framkvæmdun- um mun Hafnarfjarðarhöfn ganga frá nýju uppfylling- unni við Hvaleyrarlóns- rennuna með grjóthleðsl- um (ölduvörn) sem gerir ásýnd hafnarsvæðisins frá Hvaleyrinni mun snyrtilegri en nú er. Miðlunartankur og útsýnisstaður Þjónusta við Garðabæ Ráðgert er að Fráveita Hafnarfjarðar muni taka við skolpi frá iðnaðar- svæði Garðbæinga í Molduhrauni, væntanlegri byggð í Setbergslandi og frá Urriðakotslandi. Viðhorf bæjarbúa Í Gallup könnun sem gerð var fyrir Hafnarfjarð- arbæ síðla árs 2003 kem- ur fram að 69% bæjarbúa voru ánægðir með frá- rennslismál bæjarins en 31% óánægðir. Sennilega hafa margir ekki hugað að stöðu útrása í sjó og því voru menn jákvæðari en búist var við. Í könnuninni voru hins vegar 65% óánægðir með umferðaröryggi hjólreiða- fólks á sama tíma og 72% voru ánægðir með göngu- leiðir innan bæjarins. Á íbúaþinginu sem hald- ið var 2004 kom hins veg- ar fram mikill vilji á að bæta stígakerfi bæjarins. Sögubrot Fráveitulagnir Bráðabirgðaútrás Frá miðlunartankinum verður lögð 130 m bráðabirgðaútrás. Í nóvember 2005 mun allt skólp sem í dag fer í Hvaleyrarlón fara í útrásina og niður á 4 m dýpi. Í apríl 2006 mun allt skóp frá bænum, að undanskyldu Áslandi og Völlum fara í útrásina. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.