Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. maí 2005 Víðistaðakirkja Fjölskylduhátíð á Víðistaðatúni hvítasunnudag 15. maí Útiguðsþjónusta kl. 14.00 Kirkjukór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Trompetleikur Á eftir verður boðið upp á grillaðar pylsur. Leikir, hoppukastali, tennis ofl. www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir Sóknarprestur Hafnfirðingar aka oftar á kyrrstæða hluti en aðrir landsmenn. Skondin niðurstaða. Kannski erum við Hafnfirðingar svona lélegir bílstjórar, allavega ráðum við vart við að aka um hringtorg skammlaust. Við gefum ekki stefnumerki, við skiptum um akrein á miðju torgi, við fylgjumst ekki með umferðinni áður en við komum inn á torgið. Þurfum við sérstakt námskeið? Er það vegna vankunnáttu að við ráðum ekki við fleiri hringtorg? Ég elska hringtorg og mín mesta skemmtun er að fara tvo hringi. En ég hata illa hönnuð hringtorg. Hreinsunarvika verður í næstu viku, loksins. Sennilega þyrftum við Hafnfirðingar að hafa allar vikur hreinsunarvikur. Hvers vegna venst ungt fólk á að henda drasli þar sem það stendur? Eru hinir eldri svona slæm fyrirmynd? Það skyldi þó ekki vera. Sumir segja að það vanti ruslafötur víða um bæinn. Það er eflaust rétt en við höfum enga afsökun fyrir því að henda drasli á götuna, svo einfalt er það. Þessa dagana eru menn að þrífa fjörurnar, af því að þeir sjálfir hentu drasli í sjóinn. Kannski ætti að fylgjast betur með þeim sem henda drasli. Við getum t.d. flautað illilega á þá sem henda drasli úr bílum sínum. En vart er að búast við að lögreglan taki á málinu, hún hefur nóg á sinni könnu. Tökum nú höndum saman og líðum ekki að fólk hendi rusli á almannafæri, látum í okkur heyra. Bæjaryfirvöld hafa verið allt of lin við fyrirtæki sem eru með allt í drasli í kringum sig. Þau hafa úrræðin með stoð í lögum og reglugerðum en beita þeim ekki. Hafnarförður er eitt fallegasta bæjarstæði landsins. Setjum okkur það markmið að nánasta umhverfi okkar sé snyrtilegt og tökum til hendinni með nágrönnunum. Ef enginn fer af stað, hafðu þá frumkvæðið og bjóddu svo nágrönnunum í kaffi á eftir! Guðni Gíslason 1. Straumur. Í upphafi fundar var farið í skoðunarferð í Straum ásamt menningar- og ferðamálafulltrúi og formanni menningar- og ferða- málanefndar þar sem rætt um framtíðarnotkun húsanna. Lögð fram kostnaðaráætlun unnin 2002 vegna viðhalds og viðgerðar á eigninni. Stjórn Fasteignafélags Hafnar- fjarðar felur forstöðumanni að vinna útboðsgögn í samráði við menningar- og ferðamálafulltrúa. 4. Leikskóli á Völlum. Tekið fyrir að nýju erindi bæjarráðs varðandi fjögurra deilda leikskóla á Völlum 3. Stjórn Fasteignafélagsins leggur til að skipaður verði starfshópur með fulltrúum frá fræðslusviði, Fasteignafélagsinu og Hjallastefn- unni til að undirbúa byggingu leikskóla að Bjarkarvöllum 3. 1. Gallup könnun á viðhorfi Hafnfirðinga til miðbæjarins – Aðalskipulag. Rætt um hvort fara eigi út í að gera viðhorfskönnun meðal Hafn- firðinga varðandi miðbæ Hafnar- fjarðar fyrir vinnu við aðalskipulag fyrir Hafnarfjörð. Miðbæjarnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið nánar milli funda. 6. Eyrarhraun Vest Mala 120309, Sótt um að afskrá húsið hjá FMR. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar sækir um að rífa húsið. Lagðar fram umsagnir Byggðasafns Hafnar- fjarðar dags. 27.10.04. og bréf Húsafriðunarnefndar dags. 26.10.04. Húsið Eyrarhraun brann til kaldra kola þann 26.04.05. Samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsóknin samræmist lögum nr. 73/1997. 17. Vesturgata 18-24, Niðurrif húsa Sótt er með ódagssettu bréfi frá Ívari Atlasyni f.h. Parket ehf. um niðurrif eigna í mhl. 02 og 03. Einnig sótt um að rífa niður eignir í mhl. 01 skv. meðfylgjandi bréfi ódags. frá Sigurði Haraldssyni f.h. Hafnarfjarðarbæjar. Samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsóknin sam- ræmist lögum nr. 73/1997. 4. Kaplakriki 121342, Deiliskipulagsbreyting Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kaplakrika vegna sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín dags. 26.04.05. Umhverfis- og tæknisviði er falið að koma ábendingum fundarins á framfæri við umsækjanda og hönnuð. Jafn- framt er erindinu vísað með áorðn- um breytingum til umhverfisnefnd- ar og undirbúningshóps umferðar- mála. Magnús Sigurðsson óskar bókað: „Er alfarið á móti því að bensínstöð verði staðsett á þess- um stað.“ 11. Hunda- og kattahald í Áslandi, bréf Lagt fram bréf Björns Arnars Magnússonar Erluási 31, dags. 24.apríl 2005, vegna hunda- og kattahalds í Áslandi. Vísað til umsagnar starfshóps um hunda- og kattahald. Fundur um skólastefnu Í kvöld kl. 19.30 í Víðistaðaskóla verður haldinn opinn fundur um skóla- stefnu Hafnarfjarðar. Þar verða kynnt drög að skólastefnunni og fólki gefst tækifæri á að ræða um þau í umræðu- hópum og verða tillögur hópanna kynntar og ræddar í fundarlok. Burtfarartónleikar Maríönnu Í kvöld kl. 20.30 heldur Maríanna Másdóttir flaututónleika í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásölum. Tónleikarnir eru hluti af burtfararprófi Maríönnu í þverflautuleik sem hún hefur stundað við skólann. Aðgangur er ókeypis. Fjölskylduhátíð Sörli stendur fyrir fjölskylduhátíð á Sörlavöllum við Kaldárselsveg á laugardaginn kl. 13-16. Allir velkomnir. Bæjarbíó Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd danska gamanmyndin Det tossede paradis eða Sælueyjan frá árinu 1962 í leikstjórn Gabriel Axel. Á eyjunni Trangø í Kattegat eru átök á milli tveggja stjórnmálaflokka Sælu- flokksins og Þjóðarflokksins. Sælu- flokkurinn sigrar kosningar og ákveður í sigurvímunni að segja skilið við Dan- mörku og lýsa yfir sjálfstæði Sælu- eyjunnar Trangø. Ríkisstjórnin áttar sig ekki á því að kvenráðherra sem sendur er til að stöðva brölt eyjaskeggja, er óvarin fyrir töframætti eggjanna sem hænur eyjarinnar verpa. Aðalleikarar myndarinnar eru Dirk Passer, Ove Sprogøe og Gita Nørby. Þriðjudaginn 17. maí kl. 20 verður sýnd grín- og söngvamyndin Sommer i Tyrol í leikstjórn Erik Balling en myndin var áður sýnd í Bæjarbíói á sjöunda áratugnum. Í austurrísku Ölpunum rekur Jósefína hin fagra gistihúsið Hvíta hestinn. Yfirþjónn hennar Leopold er örvita af ást til hennar en kann ekki önnur ráð til þess að tjá henni ást sína en að senda henni blóm í tíma og ótíma. Jósefína heldur að blómin komi frá kvennagullinu Sigismund sem aftur á móti er spenntur fyrir ungfrú Klöru. Aðalleikarar mynd- arinnar eru langt í frá ókunnir gestum Bæjarbíós þau Dirk Passer ( Karlsen stýrimaður), Ove Sprogøe (Olsen- banden) og Lone Herts. Myndin byggir á samnefndri óperettu Erics Charells og er á dönsku. Sýningar í Hafnarborg Í Hafnarborg verður frá 14. maí til 22. ágúst sýning í tengslum við Lista- hátiðina í Reykjavík. Það eru listamennirnir Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic, On Kawara og Elke Krystufek sem sýna verk sín í Hafnar- borg, en þau eru öll þekktir samtíma- listamenn. Hvítasunnudagur 15. maí Sameiginleg hátíðar- og fermingarguðsþjónusta Ástjarnarsóknar og Hafnarfjarðarsóknar í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Prestar sr. Carlos Ferrer og sr. Gunnþór Þ. Ingason. Kórar Ástjarnar- og Hafnarfjarðar- sóknar leiða söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur og Antoníu Hevesi. www.hafnarf jardark i rkja. is Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Guðbjörn Jensson stal senunni á ágætum tónleikum Eldri Þrasta og Gaflarakórsins. Hann hafði verið „uppgötvaður“ á skemmt- un hjá Þröstunum og var fenginn til að taka fram gítarinn á tónleikunum. Þar söng hann tvö lög í „country-blues“ stíl og er boðið var upp á að syngja með tóku fjölmargir undir og mátti glöggt sjá að lögin voru frá tíma sem margir tónleikagestir mundu vel. Tónleikarnir voru í Víðistaðakirkju á miðvikudag. Sló í gegn á tónleikum „country-blues“ og tónleikagestir sungu með Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.