Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. maí 2005 Nýstandsett 70 m² 2ja herb. risíbúð í hjarta Hafnarfjarðar. Leiga 70 þús. kr. á mánuði. Laus 1. júní. Uppl. í s. 555 3659 / 845 3536. Litil fjölskylda óskar eftir 3-4 herb. íbúð í Hafnarfirði frá 1. ágúst. Reyklaus og reglusöm. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í síma 898 2181-555 2681, Sigrún. 4 manna fjölskyldu vantar leiguhúsnæði frá og með 1 júni. Meðmæli varðandi umgengni og skilvísi. Uppl. í s. 8616706 eftir kl. 16. Óska eftir ódýrum vinnupalli (ál eða stál) pallhæð ca. 2 m Upplýsingar í s. 555 2864 / 617 6627 Hvít kanína m/ gráa snoppu hvarf frá Arnarhrauni fyrir rúmri viku og er sárt saknað. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hana vinsamlegast hafið samband í s. 892 6225. Þú getur sent smáauglýsingar á a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 Tapað - fundið Óskast Húsnæði óskast Til leigu Breiðband - Loftnet Gervihnattaþjónusta og sala Rafeindavirkjar. Loftnet IJ ehf. Sími 696 1991. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Hef starfað við útfarir í 20 ár Sími 893 8638 www.utfararstofan.is Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 567 9110 Bensínverðið 11. maí 2005 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía 103,8 50,9 Esso, Lækjargötu 105,3 52,3 Esso, Rvk.vegi 105,3 52,3 Olís, Vesturgötu 104,3 51,3 Orkan, Óseyrarbraut 103,8 50,9 ÓB, Fjarðakaupum 103,8 50,8 ÓB, Melabraut 103,9 50,9 Skeljungur, Rvk.vegi 105,5 52,5 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðum olíufélaganna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ger- ir alvarlegar athugasemdir við að aðeins rétt um fimmtungur af framlögum til vegaframkvæmda munu renna til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi að Vegaáætlun 2005-2008. Þegar horft er til bæði fólks- fjölda og þess mikla umferðar- þunga sem er á höfuðborgar- svæðinu og fer sífellt vaxandi og þeirrar brýnu þarfar sem er fyrir hendi á margvíslegum úrbótum og framkvæmdum í vegamálum, þá er ljóst að þessi fjárhæð dugar engan veginn til og er í engu samræmi við eðlilega og sann- gjarna skiptingu. Mörg verkefni bíða nú úr- lausnar í þjóðvegamálum í Hafn- arfirði. Sérstaklega skal bent á tilfærslu á Krýsuvíkurvegi í endanlega legu við nýbyggingar- svæðin á Völlum og tengingu við Reykjanesbraut, sem sam- kvæmt mati Vegagerðarinnar er mjög nauðsynlegt verkefni. Hins vegar eru engir fjármunir áætl- aðir í þessa brýnu framkvæmd fyrr en á árinu 2008. Alls ófært er að umferð malar- og flutninga- bíla sé lengur í gegnum nýbygg- ingarsvæðið á Völlum. Af öðrum brýnum verkefn- um sem nauðsynlegt er að horfa til nú þegar eru m.a.: • Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi og suður. • Færsla á Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík v. stækk- unar álversins. • Umferðaröryggisaðgerðir á Reykjavíkurvegi frá Arnar- hrauni að Engidal. • Umferðaröryggisaðgerðir á Fjarðarhrauni við gatnamót Hólshrauns og Hjallahrauns • Umfeðaröryggisaðgeðir á Strandgötu milli Lækjargötu og Fornubúða. Ályktun Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um samgönguáætlun 2005-2008 Sjóvá hefur tekið saman hvers konar umferðaróhöpp hafa átt sér stað síðustu ár. Nú nýverið voru tjónin í Hafnarfirði skoðuð fyrir árið 2004. Athyglisvert er að sjá að tjónin í Hafnarfirði eru ekki með sama hætti og annars staðar á landinu. Meðaltjónatíðnin er um 10,4% en á landsvísu er hún tæp 10%. Ljóst er að fjöldi slysa er nokkru færri í Hafnarfirði en á landsvísu, þó vissulega hafi nokk- ur mjög alvarleg slys og banaslys orðið hér. Á landsvísu eru flest óhöppin á götuköflum eða 54% en einungis 12% á bílastæðum og 34% á gatnamótum. Tjónin í Hafnarfirði skiptast nokkuð jafnt milli þess- ara flokka. Aftanákeyrslur algengastar Það vekur athygli að algeng- ustu tjónin í Hafnarfirði eru aftan- ákeyrslur. Það sem vekur athygli er hversu stór hluti þeirra sem slasast, slasast í aftanákeyrslum. Í fyrra var hluti þeirra 64%. Það er því ljóst að besta leiðin til að auka öryggi í umferðinni í Hafnarfirði, er að auka bil milli bíla og vera vakandi fyrir umferðinni sem er á undan. Bakktjón eru í 2.-3. sæti. Þau eru ekki eins alvarleg og aftanákeyrslur því einungis 2% slasaðra slösuðust í bakktjónum meðan 8% slösuðust þegar ekið var á kyrrstæða hluti en það er mun algengara að aka á kyrrstæða hluti í Hafnarfirði en annars stað- ar á landinu. Tæp 22% tjónanna í Hafnarfirði eru vegna þessa með- an um 14,5% allra tjóna á landinu verða við að ekið er á kyrrstæða hluti, s.s. umferðarmerki, bíl eða annað. Má segja að um 70% allra tjóna í Hafnarfirði í fyrra hafi verið af þessum þremur völdum, ekið aftaná, bakkað á eða ekið á kyrrstæða hluti. Nokkur munur er á því hvenær sólarhringsins óhöppin verða í Hafnarfirði annars vegar og á öllu landinu hins vegar. Sérstaklega vekur athygli hvað stór hluti tjónanna verður milli kl. 15 og 18 á daginn. Þá kemur einnig toppur á morgnana þegar ökumenn eru á leið til vinnu. Draga má þá álykt- un að umferðin sé mjög þung á þessum tíma og því verði fleiri óhöpp. Sennilega eru ökumenn þreyttari og hugsanlega stressaðri seinni partinn en það eykur líkur á mistökum í umferð. Tjónahæstu göturnar Reykjavíkurvegur, Fjarðar- hraun og Reykjanesbraut hafa þann vafasama heiður að hafa flestu tjónin. Það vekur þó athygli að slysin verða mest á Reykja- nesbraut og eflaust má rekja það til meiri hraða og hugsanlega til þeirra aðstæðna sem hafa verið á henni meðan framkvæmdir voru þar. 24% slysa urðu þar og rúm- lega 21% slysa á Fjarðarhrauni og Reykjavíkurvegi. Rúm 65% slysa urðu á þessum þremur götum. Það er því skoðunarvert hvort ekki megi auka eftirlit á þessum götum og jafnvel aðrar ráðstafanir s.s. lækkun hámarkshraða, sjálfvirkt eftirlit til að draga úr þessum slysum. Tjónamestu gatnamótin Gatnamót Reykjavíkurvegar/- Álftanesvegar/ Fjarðarhrauns þar sem flest óhöppin verða á. Gatnamót Reykjavíkurvegar/- Hjallabrautar eru slysahæstu gatnamótin. Það er því ljóst að skoða verður gaumgæfilega þessi gatnamót, hvort hægt er að gera þau öruggari á einhvern hátt. Önnur gatnamót sem líka eru var- hugaverð eru Fjarðarhraun/ Reykjanesbraut og Fjarðarhraun/- Flatahraun. Reyndar var tjóna- tíðnin á nýjum gatnamótum Lækjargötu/Reykjanesbrautar í 2. sæti í fyrra, en aðstæður þar voru óeðlilegar vegna breytinga á mannvirkjum. Flestu slysin verða á gatna- mótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar með 26% slasaðra. Þá verða einnig óeðlilega mörg slys á gatnamótum Fjarðarhrauns og Flatahrauns. Tjónamestu bílastæðin Flesut óhöppin á bílastæðum verða þar sem mikil umferð er á bílastæðum. Mjög oft tengist slíkt verslunarmiðstöðvum. Flestu tjónin í fyrra á bíla- stæðum voru við Esso/Shell við Reykjavíkurveg. Þar næst voru það bílastæðin við Fjarðarkaup, Fjörðinn og við Bónus. Flest óhöppin í þessum flokki eru minni háttar, smá beyglur og nudd. Hraðinn er oftast mun minni og minni líkur á slysum. Hraðinn er sá þáttur sem hefur einna mesta vægið þegar litið er á alvarleika slysa. Alvarlegu slysin Alvarlegustu slysin urðu á gatnamótum. Þar lenda oft bílar saman á nokkurri ferð og jafnvel úr gagnstæðum áttum. Krafturinn sem verkar á mannslíkamann í þessum óhöppum leiðir þess vegna oftar til slysa á fólki. Ljóst er að stærstu umferðaræð- arnar í Hafnarfirði eru um leið tjónahæstu staðirnir. Við hvetjum því ökumenn til að vera sérstak- lega á varðbergi þegar þeir eru á ferð á þessum stöðum. Þá hvetj- um við umferðaryfirvöld til að skoða hvort ekki þurfi að koma til einhverra aðgerða til að draga úr þessum óhöppum. Lögreglan er þegar farin að vinna eftir þessum tölum og á hún heiður skilinn fyrir snögg og fagleg vinnubrögð. Forvarnasvið Sjóvá. Algengustu tjónin í Hafnarfirði Hafnfirðingar aka oftar á kyrrstæða hluti en aðrir • Lagfæringar á Kaldárselsvegi vegna nýs deiliskipulags og íbúðabyggðar í Áslandi 2. • Úrbætur og slitlag á ferða- mannaveg frá Sörlastöðum að Kaldárseli. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur þingmenn til að horfa til þessara verkefna í vegamálum í bænum sem og annarra brýnna úrlausnarefna í vegafram- kvæmdum á höfuðborgarsvæð- inu við yfirferð og afgreiðslu á samgönguáætlun og tryggja rétt- láta og sanngjarna skiptingu á al- mannafé til til þessara verkefna á landinu öllu. Fríkirkjan Hvítasunnudag kl. 11 Prestar sr. Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Auður Inga Rúnarsdóttir, Háaleitisbraut 149, Reykjavík Elsa Dagný Ásgeirsdóttir, Hlíðabraut 8 Eydís Ylfa Erlendsdóttir, Breiðvangi 11 Gígja Hilmarsdóttir, Suðurgötu 15 Hafdís Hilmarsdóttir, Hringbraut 68 Kolbeinn Sigurðsson, Stuðlabergi 58 Kristín Jónsdóttir, Blómvöllum 27 Ólöf Eyjólfsdóttir, Blómvöllum 3 Óttar Hjálmarsson, Klettagötu 6 Ragna Dögg Magnúsdóttir, Stekkjarhvammi 50 Sigrún Sesselja Bergþórsdóttir, Selvogsgötu 19 Svandís Edda Gunnarsdóttir, Lækjargötu 6 Viktoría Rós Guðmundsdóttir, Sjávargötu 3 Bessastaðahreppi. Hafnarfjarðarkirkja Hvítasunnudag kl. 11 Prestar sr. Gunnþór Ingason og sr. Carlos Ferrer. Andri Rafn Helgason, Hringbraut 13 Aron Helgason, Þrastarási 71 Brynjar Þór Fannberg Eyþórsson, Þrastarási 4 Elís Stefán Jónsson, Móabarði 33 Fanney Dröfn Magnadóttir, Þrastarási 75 Jóna Rán Pétursdóttir, Svöluási 46, Sigrún Finnsdóttir, Smyrlahrauni 9. Fermingar Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Vitni óskast! Óskað er eftir vitnum að árekstri sem átti sér stað á hring- torginu á mótum Lækjargötu og Reykjanesbrautar (við Esso) kl. 7.30 föstudagsmorguninn 29. apríl sl. Eru þeir sem sáu árekst- urinn vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Valgerði í síma 848 5705.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.